Um nýjan þjálfara Blika: „Tók sveinsprófið með Gróttu en hann á meistaranámið eftir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 13:15 Óskar Hrafn (fyrir miðju) er að fara inn í sitt fyrsta tímabil sem þjálfari í efstu deild. Mynd/Blikar.is Guðmundur Benediktsson mun stýra þáttum sem sýndir verða hvern miðvikudag fram að fyrsta leik í Pepsi Max deild karla. Þar verður farið yfir öll lið deildarinnar. Í fyrsta þættinum fékk Gummi þá Reyni Leósson og Tómas Inga Tómasson til að fara yfir lið Breiðabliks með sér. Ræddu þeir nýjan þjálfara Blika, Óskar Hrafn Þorvaldsson, en hann er að fara inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Annað sæti á síðustu leiktíð og tímabilinu þar á undan er ekki nóg. Óskar Hrafn Þorvaldsson er fenginn með enga reynslu í efstu deild og með litla reynslu þar sem hann hefur aðeins þjálfað tvö tímabil í meistaraflokki. Reyndar með bravör þar sem hann fór upp um deild í bæði skiptin og kom Gróttu upp í efstu deild í fyrsta sinn en eru Blikar kaldir að fara þessa leið,“ spurði Gummi Ben, þáttastjórnandi. „Ég er hrifinn af þeirri ráðningu og held hann hafi rosalega margt fram að færa sem góður þjálfari að hafa. En þegar þú talar um að annað sæti sé ekki nóg í Kópavogi þá er bara eitt sæti fyrir ofan það,“ sagði Reynir áður en hann hélt áfram. Held þetta snúist um tvennt. Að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og að þeir séu að fara spila annarskonar fótbolta og fara eftir hugmyndafræði sem hann kemur með inn í klúbbinn.“ „Hann tók sveinsprófið með Gróttu. Hann á meistaranámið eftir og það er árið í ár. Og ég held þetta ár skeri úr um hvað Óskar geri í framtíðinni. Ef þetta fer vel á held ég að hann verði frábær þjálfari en ef að illa gengur held ég að þetta geti orðið erfitt fyrir hann því þetta er risa próf sem hann er að fara í,“ sagði Tómas Ingi um um sumarið hjá Óskari og Blikum. Þá voru fyrstu leikir Blika á tímabilinu ræddir en þeir mæta að sjálfsögðu Gróttu, liðinu sem Óskar kom upp um tvær deildir á tveimur árum, í fyrsta leik á Kópavogsvelli. Þessa skemmtilegu umræðu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Meistaranám Óskars Hrafns Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Sjá meira
Guðmundur Benediktsson mun stýra þáttum sem sýndir verða hvern miðvikudag fram að fyrsta leik í Pepsi Max deild karla. Þar verður farið yfir öll lið deildarinnar. Í fyrsta þættinum fékk Gummi þá Reyni Leósson og Tómas Inga Tómasson til að fara yfir lið Breiðabliks með sér. Ræddu þeir nýjan þjálfara Blika, Óskar Hrafn Þorvaldsson, en hann er að fara inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Annað sæti á síðustu leiktíð og tímabilinu þar á undan er ekki nóg. Óskar Hrafn Þorvaldsson er fenginn með enga reynslu í efstu deild og með litla reynslu þar sem hann hefur aðeins þjálfað tvö tímabil í meistaraflokki. Reyndar með bravör þar sem hann fór upp um deild í bæði skiptin og kom Gróttu upp í efstu deild í fyrsta sinn en eru Blikar kaldir að fara þessa leið,“ spurði Gummi Ben, þáttastjórnandi. „Ég er hrifinn af þeirri ráðningu og held hann hafi rosalega margt fram að færa sem góður þjálfari að hafa. En þegar þú talar um að annað sæti sé ekki nóg í Kópavogi þá er bara eitt sæti fyrir ofan það,“ sagði Reynir áður en hann hélt áfram. Held þetta snúist um tvennt. Að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og að þeir séu að fara spila annarskonar fótbolta og fara eftir hugmyndafræði sem hann kemur með inn í klúbbinn.“ „Hann tók sveinsprófið með Gróttu. Hann á meistaranámið eftir og það er árið í ár. Og ég held þetta ár skeri úr um hvað Óskar geri í framtíðinni. Ef þetta fer vel á held ég að hann verði frábær þjálfari en ef að illa gengur held ég að þetta geti orðið erfitt fyrir hann því þetta er risa próf sem hann er að fara í,“ sagði Tómas Ingi um um sumarið hjá Óskari og Blikum. Þá voru fyrstu leikir Blika á tímabilinu ræddir en þeir mæta að sjálfsögðu Gróttu, liðinu sem Óskar kom upp um tvær deildir á tveimur árum, í fyrsta leik á Kópavogsvelli. Þessa skemmtilegu umræðu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Meistaranám Óskars Hrafns
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Sjá meira
Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45