Faraldurinn náttúruhamfarir og viðbrögð miðist við það Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 23:07 Gylfi Magnússon, hagfræðingur og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Vísir/Baldur Horfa ætti til fyrri viðbragða við náttúruhamförum á borð við eldgos til að mæta efnahagslegum afleiðingum kórónuveirunnar, að mati hagfræðings. Faraldurinn megi flokka sem hamfarir sem bitni nú misjafnlega á fyrirtækjum með ósanngjörnum hætti. Manni er tamt að horfa á eldgos og slíkt sem hamfarir en auðvitað eru þetta hamfarir líka. Hamfarir sem eigi sér nær enga hliðstæðu í efnahagslegum afleiðingum. Samkvæmt Seðlabanka Íslands eru í ár horfur á mesta samdrætti í hundrað ár, sögulega miklu atvinnuleysi og útlit er fyrir að farsóttin valdi þjóðarbúinu langvinnum skaða. Gylfi segir bankahrunið mögulega besta viðmiðið varðandi lengd samdráttarskeiðsins. „Það gekk furðu fljótt að greiða úr þeirri flækju og koma hagkerfinu af stað aftur af stað. Kannski þrjú til fjögur ár," segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Áfallið dynur yfir með misjöfnum hætti. Útsvarsstofn sveitarfélaga gæti lækkað um allt að fjörtíu prósent, líkt og í Mýrdalshrepp, samkvæmt mati Byggðastofnunar. Fer það allt eftir hlutdeild ferðaþjónustunnar. „Það þarf í einhverjum tilfellum að bjarga einhverjum sveitarfélögum. Það blasir við. Það er bara ekki alveg komið á hreint hversu róttækar aðgerðir þarf," segir Gylfi. „Til að milda högg fyrirtækja gætu stjórnvöld skoðað aðra nálgun. Það má velta fyrir sér hvort við ættum ekki að grípa til róttækari aðgerða og horfa til dæmis til fordæmisins úr Heimaeyjagosinu 1973," segir Gylfi og vísar til þess að eftir gosið hafi viðlagatryggingakerfinu verið komið á fót, sem nú er Náttúruhamfaratrygging Íslands. Efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar hafa nú þegar komið í ljós víða.Vísir/Vilhelm Útvíkka skilgreiningu hamfara „Það kostaði heilmikið átak. Söluskattur var hækkaður um tvö prósentustig og ýmsir aðrir skattar líka til að afla fjár í viðlagasjóð. Það byggði auðvitað á því að einhverjir höfðu orðið fyrir tjóni og það var bara ákveðið, það var bara pólitísk ákvörðun, að greiða þeim bætur. Hugsanlega myndum við vilja stíga einhver skref í þessa átt núna.“ Og útvíkka skilgreiningu náttúruhamfara til veirufaraldurs. Líkt og við hamfarir væri tjónið þannig metið og nokkurn veginn bætt. „Til frambúðar þyrfti að vera eitthvert iðgjald og slíkt til þess að borga fyrir rekstur tryggingarinnar en kannski þarf að tryggja fólk eftir á núna, líkt og gert var árið 1973,“ segir Gylfi. Hann segir vissa ósanngirni í því að samfélagið í heild verði fyrir tjóni en einungis hluti fólks og fyrirtækja þurfi í reynd að borga. „Sumir koma bara ágætlega út úr þessu og það eru til fyrirtæki sem hafa aldrei gengið betur. Þá er spurning hvort við eigum ekki að nota skattkerfið til að jafna þetta eitthvað,“ segir Gylfi. Ekki einungis til að jafna tjónið heldur einnig til að dreifa því. „Vegna þess að svona tjón verður ekki á nema áratuga- eða aldarfresti er allt í lagi að safna hægt og rólega fé til að greiða það niður. Þegar vextir eru nánast núll prósent er ekkert mál að velta slíkum vanda á undan sér í einhverja áratugi. Þá verður hann mjög viðráðanlegur á hverju ári en hann er hins vegar óviðráðanlegur fyrir þá sem eru að standa í einhverjum rekstri núna. Engir kúnnar, engar tekjur, bara útgjöld,“ segir Gylfi. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Horfa ætti til fyrri viðbragða við náttúruhamförum á borð við eldgos til að mæta efnahagslegum afleiðingum kórónuveirunnar, að mati hagfræðings. Faraldurinn megi flokka sem hamfarir sem bitni nú misjafnlega á fyrirtækjum með ósanngjörnum hætti. Manni er tamt að horfa á eldgos og slíkt sem hamfarir en auðvitað eru þetta hamfarir líka. Hamfarir sem eigi sér nær enga hliðstæðu í efnahagslegum afleiðingum. Samkvæmt Seðlabanka Íslands eru í ár horfur á mesta samdrætti í hundrað ár, sögulega miklu atvinnuleysi og útlit er fyrir að farsóttin valdi þjóðarbúinu langvinnum skaða. Gylfi segir bankahrunið mögulega besta viðmiðið varðandi lengd samdráttarskeiðsins. „Það gekk furðu fljótt að greiða úr þeirri flækju og koma hagkerfinu af stað aftur af stað. Kannski þrjú til fjögur ár," segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Áfallið dynur yfir með misjöfnum hætti. Útsvarsstofn sveitarfélaga gæti lækkað um allt að fjörtíu prósent, líkt og í Mýrdalshrepp, samkvæmt mati Byggðastofnunar. Fer það allt eftir hlutdeild ferðaþjónustunnar. „Það þarf í einhverjum tilfellum að bjarga einhverjum sveitarfélögum. Það blasir við. Það er bara ekki alveg komið á hreint hversu róttækar aðgerðir þarf," segir Gylfi. „Til að milda högg fyrirtækja gætu stjórnvöld skoðað aðra nálgun. Það má velta fyrir sér hvort við ættum ekki að grípa til róttækari aðgerða og horfa til dæmis til fordæmisins úr Heimaeyjagosinu 1973," segir Gylfi og vísar til þess að eftir gosið hafi viðlagatryggingakerfinu verið komið á fót, sem nú er Náttúruhamfaratrygging Íslands. Efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar hafa nú þegar komið í ljós víða.Vísir/Vilhelm Útvíkka skilgreiningu hamfara „Það kostaði heilmikið átak. Söluskattur var hækkaður um tvö prósentustig og ýmsir aðrir skattar líka til að afla fjár í viðlagasjóð. Það byggði auðvitað á því að einhverjir höfðu orðið fyrir tjóni og það var bara ákveðið, það var bara pólitísk ákvörðun, að greiða þeim bætur. Hugsanlega myndum við vilja stíga einhver skref í þessa átt núna.“ Og útvíkka skilgreiningu náttúruhamfara til veirufaraldurs. Líkt og við hamfarir væri tjónið þannig metið og nokkurn veginn bætt. „Til frambúðar þyrfti að vera eitthvert iðgjald og slíkt til þess að borga fyrir rekstur tryggingarinnar en kannski þarf að tryggja fólk eftir á núna, líkt og gert var árið 1973,“ segir Gylfi. Hann segir vissa ósanngirni í því að samfélagið í heild verði fyrir tjóni en einungis hluti fólks og fyrirtækja þurfi í reynd að borga. „Sumir koma bara ágætlega út úr þessu og það eru til fyrirtæki sem hafa aldrei gengið betur. Þá er spurning hvort við eigum ekki að nota skattkerfið til að jafna þetta eitthvað,“ segir Gylfi. Ekki einungis til að jafna tjónið heldur einnig til að dreifa því. „Vegna þess að svona tjón verður ekki á nema áratuga- eða aldarfresti er allt í lagi að safna hægt og rólega fé til að greiða það niður. Þegar vextir eru nánast núll prósent er ekkert mál að velta slíkum vanda á undan sér í einhverja áratugi. Þá verður hann mjög viðráðanlegur á hverju ári en hann er hins vegar óviðráðanlegur fyrir þá sem eru að standa í einhverjum rekstri núna. Engir kúnnar, engar tekjur, bara útgjöld,“ segir Gylfi.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira