Biden biðst afsökunar á „yfirlætislegum“ ummælum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2020 09:54 Ummæli Bidens hafa fallið í grýttan jarðveg. Vísir/EPA Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali í gær. Þar sagði hann að þeldökkir kjósendur sem íhuguðu að kjósa Donald Trump, núverandi forseta, væru ekki raunverulega þeldökkir. Biden, sem er næsta víst að verður forsetaefni Demókrataflokksins gegn Trump næstkomandi nóvember, lét ummælin falla í viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God. Þar fóru þeir meðal annars yfir sterka stöðu Biden hjá þeldökkum kjósendum. Því til stuðnings benti Biden á að í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar hefði hann unnið hverja einustu sýslu í Suður-Karólínu, þar sem yfir 60 prósent kjósenda eru þeldökkir. „Ég vann hverja einustu sýslu. Ég fékk stærsta hluta atkvæða frá þeldökkum kjósendum sem nokkur hefur fengið, að Barack [Obama] meðtöldum,“ sagði Biden. Hann var varaforseti í valdatíð Obama, frá 2009 til 2017. Biden var varaforseti Bandaríkjanna í valdatíð Baracks Obama.Vísir/EPA Undir lok viðtalsins benti starfsmaður Biden honum á að tíminn sem hann hefði væri að verða búinn, þar sem eiginkona hans þyrfti að nota myndverið sem komið hefur verið upp á heimili þeirra. Charlamagne mótmælti þessu og sagði: „Þú getur ekki gert þetta við svarta fjölmiðla.“ Biden svaraði um hæl og sagðist koma eins fram við fjölmiðlafólk, óháð uppruna. Charlamagne hvatti hann þá til þess að koma aftur í viðtal, þar sem mörgum spurningum væri ósvarað. Það var þá sem hin umdeildu ummæli litu dagsins ljós. „Ef þú átt erfitt með að átta þig á hvort þú styður mig eða Trump, þá ertu ekki þeldökkur.“ Ummælin vöktu talsverð viðbrögð í Bandaríkjunum. Einkum á samfélagsmiðlum. Margir töldu ummælin til marks um að Biden teldi sig geta gengið að stuðningi þeldökkra Bandaríkjamanna sem vísum. Biden hefur síðan hafnað því og beðist afsökunar á ummælunum. „Ég hefði ekki átt að vera svona yfirlætisfullur,“ hefur BBC eftir Biden. „Ég hef aldrei, aldrei nokkurn tíma tekið stuðningi afrísk-ameríska samfélagsins sem gefnum. Ég hefði ekki átt að vera svona mikill brandarakarl. Enginn ætti að þurfa að kjósa nokkurn flokk byggt á uppruna sínum, trú eða bakgrunni,“ sagði Biden. Trump-framboðið gagnrýnir ummælin Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Biden fyrir ummælin eru starfsmenn framboðs Donalds Trump. Þannig hefur Katrina Pierson, kosningaráðgjafi forsetans, kallað ummælin „rasísk og niðrandi.“ „Hann raunverulega trúir því að hann, 77 ára, hvítur karl, ætti að stjórna því hvernig svart fólk hegðar sér.“ Tim Scott, þeldökkur öldungadeildarþingmaður Repúblikana, tekur í sama streng og segir ummælin ein þau hrokafyllstu sem hann hefur heyrt í langan tíma. „Hann er að segja að 1,3 milljónir afrísk-amerískra Bandaríkjamanna séu ekki þeldökkir. Hver heldur hann að hann sé?“ spurði Scott, og vísaði til þeirra þeldökku Bandaríkjamanna sem kusu Trump í forsetakosningunum 2016. Niðurstöður könnunar háskólans í Quinnipac í Connecticut, sem birt var í þessari viku, benda til yfirgnæfandi stuðnings þeldökkra kjósenda við Biden frekar en Trump. Af aðspurðum sögðust 81 prósent frekar styðja Biden, en 3 prósent Trump. Hin 16 prósentin kváðust óákveðin. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali í gær. Þar sagði hann að þeldökkir kjósendur sem íhuguðu að kjósa Donald Trump, núverandi forseta, væru ekki raunverulega þeldökkir. Biden, sem er næsta víst að verður forsetaefni Demókrataflokksins gegn Trump næstkomandi nóvember, lét ummælin falla í viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God. Þar fóru þeir meðal annars yfir sterka stöðu Biden hjá þeldökkum kjósendum. Því til stuðnings benti Biden á að í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar hefði hann unnið hverja einustu sýslu í Suður-Karólínu, þar sem yfir 60 prósent kjósenda eru þeldökkir. „Ég vann hverja einustu sýslu. Ég fékk stærsta hluta atkvæða frá þeldökkum kjósendum sem nokkur hefur fengið, að Barack [Obama] meðtöldum,“ sagði Biden. Hann var varaforseti í valdatíð Obama, frá 2009 til 2017. Biden var varaforseti Bandaríkjanna í valdatíð Baracks Obama.Vísir/EPA Undir lok viðtalsins benti starfsmaður Biden honum á að tíminn sem hann hefði væri að verða búinn, þar sem eiginkona hans þyrfti að nota myndverið sem komið hefur verið upp á heimili þeirra. Charlamagne mótmælti þessu og sagði: „Þú getur ekki gert þetta við svarta fjölmiðla.“ Biden svaraði um hæl og sagðist koma eins fram við fjölmiðlafólk, óháð uppruna. Charlamagne hvatti hann þá til þess að koma aftur í viðtal, þar sem mörgum spurningum væri ósvarað. Það var þá sem hin umdeildu ummæli litu dagsins ljós. „Ef þú átt erfitt með að átta þig á hvort þú styður mig eða Trump, þá ertu ekki þeldökkur.“ Ummælin vöktu talsverð viðbrögð í Bandaríkjunum. Einkum á samfélagsmiðlum. Margir töldu ummælin til marks um að Biden teldi sig geta gengið að stuðningi þeldökkra Bandaríkjamanna sem vísum. Biden hefur síðan hafnað því og beðist afsökunar á ummælunum. „Ég hefði ekki átt að vera svona yfirlætisfullur,“ hefur BBC eftir Biden. „Ég hef aldrei, aldrei nokkurn tíma tekið stuðningi afrísk-ameríska samfélagsins sem gefnum. Ég hefði ekki átt að vera svona mikill brandarakarl. Enginn ætti að þurfa að kjósa nokkurn flokk byggt á uppruna sínum, trú eða bakgrunni,“ sagði Biden. Trump-framboðið gagnrýnir ummælin Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Biden fyrir ummælin eru starfsmenn framboðs Donalds Trump. Þannig hefur Katrina Pierson, kosningaráðgjafi forsetans, kallað ummælin „rasísk og niðrandi.“ „Hann raunverulega trúir því að hann, 77 ára, hvítur karl, ætti að stjórna því hvernig svart fólk hegðar sér.“ Tim Scott, þeldökkur öldungadeildarþingmaður Repúblikana, tekur í sama streng og segir ummælin ein þau hrokafyllstu sem hann hefur heyrt í langan tíma. „Hann er að segja að 1,3 milljónir afrísk-amerískra Bandaríkjamanna séu ekki þeldökkir. Hver heldur hann að hann sé?“ spurði Scott, og vísaði til þeirra þeldökku Bandaríkjamanna sem kusu Trump í forsetakosningunum 2016. Niðurstöður könnunar háskólans í Quinnipac í Connecticut, sem birt var í þessari viku, benda til yfirgnæfandi stuðnings þeldökkra kjósenda við Biden frekar en Trump. Af aðspurðum sögðust 81 prósent frekar styðja Biden, en 3 prósent Trump. Hin 16 prósentin kváðust óákveðin.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira