Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2020 12:30 Fiskistofa hefur ekki hlotið aukið fjármagn. Vísir/Gíslason Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að brottkast hafi aukist síðustu ár. Fram kom í fréttum RÚV í apríl að skuttogarinn Múlaberg í eigu útgerðarfélagsins Ramma á Siglufirði hafi verið sviptur veiðileyfi í tvær vikur vegna brottkasts. Skipstjórinn fullyrti þar að þetta hafi aðeins verið nokkrir fiskar. Fiskistofa hefur 6 leiðir til að taka á brottkasti og er svipting veiðileyfis næst mesta refsingin hjá stofnuninni. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir er sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir er sviðsstjóri hjá Fiskistofu. „Skipið Múlaberg var svipt veiðileyfi í tvær vikur og voru þessi brot meiriháttar og ákvörðunin byggir á að töluvert mörgum fisktegundum hafi verið kastað í sjóinn,“ segir Áslaug. Hún segir að þorskur hafi verið meðal þeirra tegunda sem kastað var fyrir borð. Ríkisendurskoðun benti á í desember 2018 að eftirlit með brottkasti væri ófullnægjandi og mikilvægt væri að styrkja Fiskistofu. Áslaug segir að enn hafi ekki meira fjármagni verið veitt til eftirlitsins. „Fiskistofa hefur ekki fengið meiri fjárheimildir til að setja meiri kraft í eftirlit með brottkasti. Stutta svarið er að gögn benda til að brottkastið sé að aukast. við sjáum það til dæmis í brotaskýrslum um brottkast frá árinu 2018. Við erum líka í samstarfi við Hafró í brottkastsverkefni og þar má sjá aukningu milli ára en Hafró birtir þær niðurstöður.“ Í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar árið 2018 var skipaður starfshópur sem á að skila tillögum um Fiskistofu þær hafa enn þá ekki komið fram. Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að brottkast hafi aukist síðustu ár. Fram kom í fréttum RÚV í apríl að skuttogarinn Múlaberg í eigu útgerðarfélagsins Ramma á Siglufirði hafi verið sviptur veiðileyfi í tvær vikur vegna brottkasts. Skipstjórinn fullyrti þar að þetta hafi aðeins verið nokkrir fiskar. Fiskistofa hefur 6 leiðir til að taka á brottkasti og er svipting veiðileyfis næst mesta refsingin hjá stofnuninni. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir er sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir er sviðsstjóri hjá Fiskistofu. „Skipið Múlaberg var svipt veiðileyfi í tvær vikur og voru þessi brot meiriháttar og ákvörðunin byggir á að töluvert mörgum fisktegundum hafi verið kastað í sjóinn,“ segir Áslaug. Hún segir að þorskur hafi verið meðal þeirra tegunda sem kastað var fyrir borð. Ríkisendurskoðun benti á í desember 2018 að eftirlit með brottkasti væri ófullnægjandi og mikilvægt væri að styrkja Fiskistofu. Áslaug segir að enn hafi ekki meira fjármagni verið veitt til eftirlitsins. „Fiskistofa hefur ekki fengið meiri fjárheimildir til að setja meiri kraft í eftirlit með brottkasti. Stutta svarið er að gögn benda til að brottkastið sé að aukast. við sjáum það til dæmis í brotaskýrslum um brottkast frá árinu 2018. Við erum líka í samstarfi við Hafró í brottkastsverkefni og þar má sjá aukningu milli ára en Hafró birtir þær niðurstöður.“ Í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar árið 2018 var skipaður starfshópur sem á að skila tillögum um Fiskistofu þær hafa enn þá ekki komið fram.
Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira