Fyrstu frumvörpin um aðgerðir lögð fram á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2020 20:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til aukafundar á Alþingi á morgun þar sem líklega verða lögð fram frumvörp um hluta þeirra aðgerða sem stjórnvöld ætla að grípa til vegna stöðunnar. Stjórnarandstaðan ítrekar mikilvægi samstarfs við hana og aðila vinnumarkaðarins. Viðbrögð stjórnvalda og áætlanir vegna ástandsins í samfélaginu voru til umræðu bæði í fyrirspurnartíma og eftir munnlega skýrslu forsætisráðherra um þau mál á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ánægður með fund formanna allra flokka á þinginu í dag þar sem aðgerðir og nauðsynleg lagasetning vegna stöðunnar var rædd. „Við erum að vinna að því að hraða eins og mest má verða einstaka ákvörðunum sem áður stóð til að safna saman í einn bandorm með mörgum málum. Sumar af þeim ákvörðunum geta komið hraðar inn og við ræddum það við stjórnarandstöðuna að halda þingfund á morgun og reyna að koma þeim í gegnum þingið sem fyrst. Því var ágætlega tekið sem er mjög gott,“ sagði Bjarni. Í umræðum buðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar allir upp á samstarf við ríkisstjórnina og hvöttu hana einnig til að vinna málin með samtökum launafólks og fyrirtækja. „Við megum ekki bíða eftir því að veruleikinn teiknist einhvern veginn upp. Heldur þurfum að sýna frumkvæði, áræðni, æðruleysi og kjark,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar varaði við öllum hræðsluáróðri og hvatti til þess að lýðræðisleg tæki væru nýtt í samvinnu við alla ákvarðanatöku. „Gerum þetta saman. Förum yfir þetta saman, veitum skýr svör og ég vil hvetja ríkisstjórnina til dáða hvað það varðar. Ég vil líka hrósa henni fyrir að hafa svarað Bandaríkjamönnum almennilega. Hæstvirtur utanríkisráðherra, vel gert,“ sagði Þorgerður Katrín. Ríkissjóður stendur vel eftir miklar niðurgreiðslur skulda á undanförnum árum. En minni tekjur vegna ástandsins og aukin útgjöld með aðgerðum stjórnvalda þýða töluverðan halla á fjárlögum strax á þessu ári og því næsta. „Og við þurfum einfaldlega að sætta okkur við að þannig förum við best í gegnum þessa lægð. Ef við ætluðum ekki að hafa halla myndum við þurfa að fara í mjög sársaukafullar aðgerðir og það ætlum við ekki að gera,“ sagði Bjarni og ítrekaði að hér væri um tímabundið ástand að ræða. Wuhan-veiran Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Enn ekkert íþróttabann á Englandi Ríkisstjórnin á Englandi er enn að íhuga hvort að fresta eigi öllum íþróttaviðburðum vegna kórónuveirunnar en enn hefur ekkert bann verið gefið út. 12. mars 2020 18:00 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Óprúttinn aðili boðaði fólk í sóttkví undir fölsku flaggi Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðtakandi fari í sóttkví. 12. mars 2020 18:04 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Boðað hefur verið til aukafundar á Alþingi á morgun þar sem líklega verða lögð fram frumvörp um hluta þeirra aðgerða sem stjórnvöld ætla að grípa til vegna stöðunnar. Stjórnarandstaðan ítrekar mikilvægi samstarfs við hana og aðila vinnumarkaðarins. Viðbrögð stjórnvalda og áætlanir vegna ástandsins í samfélaginu voru til umræðu bæði í fyrirspurnartíma og eftir munnlega skýrslu forsætisráðherra um þau mál á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ánægður með fund formanna allra flokka á þinginu í dag þar sem aðgerðir og nauðsynleg lagasetning vegna stöðunnar var rædd. „Við erum að vinna að því að hraða eins og mest má verða einstaka ákvörðunum sem áður stóð til að safna saman í einn bandorm með mörgum málum. Sumar af þeim ákvörðunum geta komið hraðar inn og við ræddum það við stjórnarandstöðuna að halda þingfund á morgun og reyna að koma þeim í gegnum þingið sem fyrst. Því var ágætlega tekið sem er mjög gott,“ sagði Bjarni. Í umræðum buðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar allir upp á samstarf við ríkisstjórnina og hvöttu hana einnig til að vinna málin með samtökum launafólks og fyrirtækja. „Við megum ekki bíða eftir því að veruleikinn teiknist einhvern veginn upp. Heldur þurfum að sýna frumkvæði, áræðni, æðruleysi og kjark,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar varaði við öllum hræðsluáróðri og hvatti til þess að lýðræðisleg tæki væru nýtt í samvinnu við alla ákvarðanatöku. „Gerum þetta saman. Förum yfir þetta saman, veitum skýr svör og ég vil hvetja ríkisstjórnina til dáða hvað það varðar. Ég vil líka hrósa henni fyrir að hafa svarað Bandaríkjamönnum almennilega. Hæstvirtur utanríkisráðherra, vel gert,“ sagði Þorgerður Katrín. Ríkissjóður stendur vel eftir miklar niðurgreiðslur skulda á undanförnum árum. En minni tekjur vegna ástandsins og aukin útgjöld með aðgerðum stjórnvalda þýða töluverðan halla á fjárlögum strax á þessu ári og því næsta. „Og við þurfum einfaldlega að sætta okkur við að þannig förum við best í gegnum þessa lægð. Ef við ætluðum ekki að hafa halla myndum við þurfa að fara í mjög sársaukafullar aðgerðir og það ætlum við ekki að gera,“ sagði Bjarni og ítrekaði að hér væri um tímabundið ástand að ræða.
Wuhan-veiran Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Enn ekkert íþróttabann á Englandi Ríkisstjórnin á Englandi er enn að íhuga hvort að fresta eigi öllum íþróttaviðburðum vegna kórónuveirunnar en enn hefur ekkert bann verið gefið út. 12. mars 2020 18:00 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Óprúttinn aðili boðaði fólk í sóttkví undir fölsku flaggi Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðtakandi fari í sóttkví. 12. mars 2020 18:04 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Enn ekkert íþróttabann á Englandi Ríkisstjórnin á Englandi er enn að íhuga hvort að fresta eigi öllum íþróttaviðburðum vegna kórónuveirunnar en enn hefur ekkert bann verið gefið út. 12. mars 2020 18:00
Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53
Óprúttinn aðili boðaði fólk í sóttkví undir fölsku flaggi Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðtakandi fari í sóttkví. 12. mars 2020 18:04