Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 24. maí 2020 19:32 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þróun neyslurýma löngu orðna tímabæra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. Endurskoða þarf heimildir til vörslu neysluskammta í grennd við staðinn og mun lögreglan hefja skoðun á því í næstu viku. Sveitarfélögum er nú heimilt að stofna og reka neyslurými samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu að horft væri til miðborgarinnar fyrir fyrsta rýmið. „Boltinn er hjá borginni og ég held að Reykjavíkurborg sé lang best til þess fallin að meta hvernig þjónustu við þessa íbúa verði best háttað,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að árlega noti um 700 einstaklingar vímuefni í æð en gert er ráð fyrir að um 25 til 40 manns muni nota þjónustuna til að byrja með. Í neyslurýminu getur fólk sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Ekki er útfært í frumvarpinu hvernig þjónustan verði fjármögnum og hefur Reykjavíkurborg bent á að heilbrigðisþjónusta eigi að vera á höndum ríkisins. Að sögn Svandísar er gert ráð fyrir fimmtíu milljóna króna árlegu framlagi úr ríkissjóði, eða um helmingi þess sem kostar að halda úti þjónustunni. „Bæði rekstrinum og því sem þarf til til þess að koma þessu á laggirnar. Ég held að heilbrigðisráðuneytið og Reykjavíkurborg séu algjörlega samstíga í því hversu mikilvæg þessi þjónusta er og ég held að við ættum ekki að láta eitthvert tog um milljónir til eða frá hægja á þróun sem er löngu tímabær.“ Í næstu viku hefst vinna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við útfærslu, endurskoða þarf heimildir til vörslu neysluskammta í grennd við neyslurýmið og einnig þarf að skilgreina leyfilega stærð þeirra. Ráðherra segir heimild til vörslu neysluskammta þurfi að skoða í samhengi við staðsetningu. „Síðan þyrfti að tryggja að þetta snerist um tiltekið svæði í kringum neyslurýmið og svo framvegis þannig það byggir í raun og veru á því hvernig þetta yrði staðsett,“ segir Svandís. Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. 21. maí 2020 14:00 „Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. Endurskoða þarf heimildir til vörslu neysluskammta í grennd við staðinn og mun lögreglan hefja skoðun á því í næstu viku. Sveitarfélögum er nú heimilt að stofna og reka neyslurými samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu að horft væri til miðborgarinnar fyrir fyrsta rýmið. „Boltinn er hjá borginni og ég held að Reykjavíkurborg sé lang best til þess fallin að meta hvernig þjónustu við þessa íbúa verði best háttað,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að árlega noti um 700 einstaklingar vímuefni í æð en gert er ráð fyrir að um 25 til 40 manns muni nota þjónustuna til að byrja með. Í neyslurýminu getur fólk sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Ekki er útfært í frumvarpinu hvernig þjónustan verði fjármögnum og hefur Reykjavíkurborg bent á að heilbrigðisþjónusta eigi að vera á höndum ríkisins. Að sögn Svandísar er gert ráð fyrir fimmtíu milljóna króna árlegu framlagi úr ríkissjóði, eða um helmingi þess sem kostar að halda úti þjónustunni. „Bæði rekstrinum og því sem þarf til til þess að koma þessu á laggirnar. Ég held að heilbrigðisráðuneytið og Reykjavíkurborg séu algjörlega samstíga í því hversu mikilvæg þessi þjónusta er og ég held að við ættum ekki að láta eitthvert tog um milljónir til eða frá hægja á þróun sem er löngu tímabær.“ Í næstu viku hefst vinna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við útfærslu, endurskoða þarf heimildir til vörslu neysluskammta í grennd við neyslurýmið og einnig þarf að skilgreina leyfilega stærð þeirra. Ráðherra segir heimild til vörslu neysluskammta þurfi að skoða í samhengi við staðsetningu. „Síðan þyrfti að tryggja að þetta snerist um tiltekið svæði í kringum neyslurýmið og svo framvegis þannig það byggir í raun og veru á því hvernig þetta yrði staðsett,“ segir Svandís.
Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. 21. maí 2020 14:00 „Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. 21. maí 2020 14:00
„Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20
Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent