Orkupakkinn ekki erfitt mál að eiga við Atli Ísleifsson skrifar 25. maí 2020 08:17 Guðni Th. Jóhannesson forseti sækist eftir endurkjöri sem forseti Íslands. Forsetakosningar munu líklega fara fram 27. júní næstkomandi. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson segir að honum hafi ekki þótt orkupakkamálið vera erfitt mál að eiga við sem forseti. Sá fjöldi undirskrifta sem hafi borist til hans, þar sem þrýst hafi verið á hann að synja lögunum staðfestingar, hafi verið svo langt frá þeim fjölda sem hingað til hafi verið forsenda þess að gengið hafi verið til þjóðaratkvæðis vegna einstakra mála. Þetta sagði Guðni í viðtali í Silfrinu á RÚV í gær þar sem bæði var rætt við Guðna og forsetaframbjóðandann Guðmund Franklín Jónsson, en forsetakosningar munu líklega fara fram 27. júní næstkomandi. Forseti sagði að sú hefð hafi skapast hér á landi, augljóslega með stuðningi almennings, að þegar umdeild mál séu til umræðu á Alþingi og fólk sýni því áhuga að fá að eiga síðasta orðið, þá sé safnað saman áskorunum. „Þetta hefur verið gert í tíð tveggja síðustu forseta minna. Í tíð Vigdísar Finnbogadóttur með samninginn um evrópska efnahagssvæðið og svo miklu frekar í tíð Ólafs Ragnar Grímssonar. Þannig að 2004 synjaði forseti í fyrsta sinn lögum staðfestingar. Þegar forseta bárust yfir 30 þúsund undirskriftir. Aftur er þetta gert 2010 og 2011. 56 þúsund undirskriftir, 33 þúsund undirskriftir, minni ég rétt. Þetta eru þau þrjú fordæmi sem við höfum. En við höfum líka mörg önnur fordæmi um undirskriftasafnanir sem ekki leiða til þess að gengið er til þjóðaratkvæðis. Þá er ástæðan yfirleitt sú að undirskriftirnar ekki bara ekki nægilega margar.“ Ekki rétt að upplýsa um viðmið í þessum efnum Guðni segist ekki telja rétt að sá eða sú sem embættinu gegni eigi að gefa út skýrt hámark eða lágmark um það við hvaða fjölda undirskrifta skuli miða. Það fari eftir efni og aðstæðum hverju sinni. „Hins vegar get ég ekki ímyndað mér að Íslendingar vilji að það verði einhvers konar sjálfkrafa þjóðaratkvæðagreiða þegar hversu margir æskja þess. […] Við Guðmundur Franklín hittumst síðast þegar hann afhenti mér undirskriftir vegna þriðja orkupakkans. Það fór vel á með okkur eins og ævinlega. Hann afhenti mér undirskriftir um það bil 7.500 manna, sem er innan við þrjú prósent kjósenda. Þetta er svo miklu, miklu minna en þær undirskriftarsafnanir sem hingað til hafa verið forsenda þess að við höfum gengið til þjóðaratkvæðis. 7.500 undirskriftir. Það dugar ekki til,“ sagði forseti. Þriðja orkupakkanum mótmælt á Austurvelli á síðasta ári.Vísir/Vilhelm „Þarna brást ég því ég er hluti af kerfinu“ Í þættinum var einnig rætt um deilurnar sem komu upp varðandi uppreist æru árið 2017. Þar voru þeir Hjalti Sigurjón Hauksson og Róbert Downey í hópi þeirra sem fengu uppreist æru hjá stjórnvöldum eftir að hafa afplánað dóm vegna kynferðisbrota gegn börnum. Guðni segir að alls ekki sé rétt að tala um náðun í því samhangi. Nauðsynlegt sé að halda því til haga. „Þessir menn sem um ræðir höfðu afplánað sinn dóm og voru komnir út í samfélagið. Þeir sendu umsókn til ráðuneytis um uppreist æru sem þá hét svo, illu heilli. Og felst í því að fá endurheimt borgaralegra réttinda. Þarna brást kerfið. Og þarna brást ég því ég er hluti af kerfinu. Þær stúlkur sem hafði verið brotið á vildu ekki sætta sig við það að þessir menn gætu gengið hér um með skjal um að þeirra æra hefði verið reist upp. Eins fáránlegt og það er. Þær mótmæltu og það blossaði upp reiði í samfélaginu. Ég fann það, fólk í ráðuneytinu fann það. Hvað var til ráða? Að skýla sér á bakvið það að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum? Að skýla sér á bakvið það að ég fylgdi fordæmum í einu og öllu? Já, það er freistandi. En nei, ég fann það í sál og sinni að það vildi ég ekki gera. Þarna hafði ég brugðist þessum stúlkum. Þannig að ég bað þær um að tala við mig. Ég fékk þær til fundar á Bessastöðum. Ég bað þær afsökunar. Ég er ekki fórnarlamb þarna. Þær voru fórnarlömb. Það var brotið á þeim. En þær voru hættar að vera fórnarlömb þarna. Þær voru hetjur sem sögðu: „Hingað og ekki lengra. Við viljum fá þessu breytt.“ Þá var það gert. Ég bað þær afsökunar og lét þá vita, sem þurftu að vita, að þetta yrði ekki gert aftur. Með öðrum, var því komið til leiðar að lög um uppreist æru féllu úr gildi. Þau eru ekki lengur til. Ég var ekki fyrsti forsetinn til að staðfesta ákvörðun ráðuneytis um uppreist æru. En ég var sá síðasti.“ Guðmundur Franklín Jónsson hefur boðið sig fram til forseta.Vísir/Vilhelm Annasöm ár Guðni ræddi einnig almennt um þessi fyrstu ár sín í embætti og sagði þau hafa verið annasöm og að á hverjum einasta degi finni hann hversu mikill heiður það sé að gegna þessu embætti. „En það er alltaf nóg að gera, eins og það á að vera. Tala við fólk, hitta fólk. Hver dagur nýtt ævintýri og vissulega, eins og þú segir, margt sem hefur drifið á dagana og langoftast nýt ég hvers dag. Langoftast finn ég fyrir velvild og hlýhug, en auðvitað eru þær stundir að maður finnur fyrir þeirri miklu ábyrgð sem á manni hvílir og þá er að standa sig og gera sitt besta. Viðurkenna þegar manni verður á og halda áfram veginn með hjálp góðra manna.“ Forsetahjónin Guðni og Eliza.Vísir/Vilhelm Kappkostar að vera hann sjálfur Guðni segir aðdragandann að framboðinu fyrir fjórum árum hafa verið frekur skamman. „Og ég hafði í sannleika sagt ekki alið með mér lengi draum um að gegna þessu embætti. En ég þóttist vita sitthvað um embættið og hvernig best væri að haga sér á Bessastöðum. Hvernig forseti ætti að vinna frá degi til dags. Ég kappkostaði bara strax að vera ég sjálfur. Að reyna alltaf að gera mitt besta, læra af þeim sem hafa setið staðinn á undan mér. Ég hef átt gott samstarf og samtöl við forvera mína – Vigdísi og Ólaf Ragnar. Ég las nýlega bók, Presidents Club heitir hún, um forseta í Bandaríkjunum. Þar var það þannig að forsetar fyrrverandi og sá sem tók við embætti áttu í góðum samskiptum, alveg þvert á flokkslínur. Ég lít á þetta embætti líka þannig. Þetta embætti er þannig að það er stærra en sá eða sú sem gegnir það hverju sinni. Skyldur okkar eru við Ísland allt, söguna, menninguna, samfélagið og framtíðina. Við eigum að tengja þessa þætti saman. Við eigum að finna það sem sameinar okkur og kappkosta að láta fólkið í landinu finna að við erum í þessu saman. Það var það sem ég vildi finna, vildi koma til leiðar. Forseti á ekki að vera illgjarn. Forseti á ekki að vera orðljótur. Forseti á ekki að vera óttasleginn. Forseti á ekki að óttast framtíðina. Forseti á ekki að óttast umheiminn. Forseti á ekki að óttast það sem er framandi, eða henni ef þannig ber undir. Forseti á frekar að vera bjartsýnn. Forseti á að vera lífsglaður. Og forseti á að hafa það alltaf í forgrunni að gera sitt besta og eins og ég sagði áðan, takast á við öll vandamál sem upp koma, viðurkenna þegar manni verður á og halda svo áfram.“ Forseti Íslands Þriðji orkupakkinn Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson segir að honum hafi ekki þótt orkupakkamálið vera erfitt mál að eiga við sem forseti. Sá fjöldi undirskrifta sem hafi borist til hans, þar sem þrýst hafi verið á hann að synja lögunum staðfestingar, hafi verið svo langt frá þeim fjölda sem hingað til hafi verið forsenda þess að gengið hafi verið til þjóðaratkvæðis vegna einstakra mála. Þetta sagði Guðni í viðtali í Silfrinu á RÚV í gær þar sem bæði var rætt við Guðna og forsetaframbjóðandann Guðmund Franklín Jónsson, en forsetakosningar munu líklega fara fram 27. júní næstkomandi. Forseti sagði að sú hefð hafi skapast hér á landi, augljóslega með stuðningi almennings, að þegar umdeild mál séu til umræðu á Alþingi og fólk sýni því áhuga að fá að eiga síðasta orðið, þá sé safnað saman áskorunum. „Þetta hefur verið gert í tíð tveggja síðustu forseta minna. Í tíð Vigdísar Finnbogadóttur með samninginn um evrópska efnahagssvæðið og svo miklu frekar í tíð Ólafs Ragnar Grímssonar. Þannig að 2004 synjaði forseti í fyrsta sinn lögum staðfestingar. Þegar forseta bárust yfir 30 þúsund undirskriftir. Aftur er þetta gert 2010 og 2011. 56 þúsund undirskriftir, 33 þúsund undirskriftir, minni ég rétt. Þetta eru þau þrjú fordæmi sem við höfum. En við höfum líka mörg önnur fordæmi um undirskriftasafnanir sem ekki leiða til þess að gengið er til þjóðaratkvæðis. Þá er ástæðan yfirleitt sú að undirskriftirnar ekki bara ekki nægilega margar.“ Ekki rétt að upplýsa um viðmið í þessum efnum Guðni segist ekki telja rétt að sá eða sú sem embættinu gegni eigi að gefa út skýrt hámark eða lágmark um það við hvaða fjölda undirskrifta skuli miða. Það fari eftir efni og aðstæðum hverju sinni. „Hins vegar get ég ekki ímyndað mér að Íslendingar vilji að það verði einhvers konar sjálfkrafa þjóðaratkvæðagreiða þegar hversu margir æskja þess. […] Við Guðmundur Franklín hittumst síðast þegar hann afhenti mér undirskriftir vegna þriðja orkupakkans. Það fór vel á með okkur eins og ævinlega. Hann afhenti mér undirskriftir um það bil 7.500 manna, sem er innan við þrjú prósent kjósenda. Þetta er svo miklu, miklu minna en þær undirskriftarsafnanir sem hingað til hafa verið forsenda þess að við höfum gengið til þjóðaratkvæðis. 7.500 undirskriftir. Það dugar ekki til,“ sagði forseti. Þriðja orkupakkanum mótmælt á Austurvelli á síðasta ári.Vísir/Vilhelm „Þarna brást ég því ég er hluti af kerfinu“ Í þættinum var einnig rætt um deilurnar sem komu upp varðandi uppreist æru árið 2017. Þar voru þeir Hjalti Sigurjón Hauksson og Róbert Downey í hópi þeirra sem fengu uppreist æru hjá stjórnvöldum eftir að hafa afplánað dóm vegna kynferðisbrota gegn börnum. Guðni segir að alls ekki sé rétt að tala um náðun í því samhangi. Nauðsynlegt sé að halda því til haga. „Þessir menn sem um ræðir höfðu afplánað sinn dóm og voru komnir út í samfélagið. Þeir sendu umsókn til ráðuneytis um uppreist æru sem þá hét svo, illu heilli. Og felst í því að fá endurheimt borgaralegra réttinda. Þarna brást kerfið. Og þarna brást ég því ég er hluti af kerfinu. Þær stúlkur sem hafði verið brotið á vildu ekki sætta sig við það að þessir menn gætu gengið hér um með skjal um að þeirra æra hefði verið reist upp. Eins fáránlegt og það er. Þær mótmæltu og það blossaði upp reiði í samfélaginu. Ég fann það, fólk í ráðuneytinu fann það. Hvað var til ráða? Að skýla sér á bakvið það að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum? Að skýla sér á bakvið það að ég fylgdi fordæmum í einu og öllu? Já, það er freistandi. En nei, ég fann það í sál og sinni að það vildi ég ekki gera. Þarna hafði ég brugðist þessum stúlkum. Þannig að ég bað þær um að tala við mig. Ég fékk þær til fundar á Bessastöðum. Ég bað þær afsökunar. Ég er ekki fórnarlamb þarna. Þær voru fórnarlömb. Það var brotið á þeim. En þær voru hættar að vera fórnarlömb þarna. Þær voru hetjur sem sögðu: „Hingað og ekki lengra. Við viljum fá þessu breytt.“ Þá var það gert. Ég bað þær afsökunar og lét þá vita, sem þurftu að vita, að þetta yrði ekki gert aftur. Með öðrum, var því komið til leiðar að lög um uppreist æru féllu úr gildi. Þau eru ekki lengur til. Ég var ekki fyrsti forsetinn til að staðfesta ákvörðun ráðuneytis um uppreist æru. En ég var sá síðasti.“ Guðmundur Franklín Jónsson hefur boðið sig fram til forseta.Vísir/Vilhelm Annasöm ár Guðni ræddi einnig almennt um þessi fyrstu ár sín í embætti og sagði þau hafa verið annasöm og að á hverjum einasta degi finni hann hversu mikill heiður það sé að gegna þessu embætti. „En það er alltaf nóg að gera, eins og það á að vera. Tala við fólk, hitta fólk. Hver dagur nýtt ævintýri og vissulega, eins og þú segir, margt sem hefur drifið á dagana og langoftast nýt ég hvers dag. Langoftast finn ég fyrir velvild og hlýhug, en auðvitað eru þær stundir að maður finnur fyrir þeirri miklu ábyrgð sem á manni hvílir og þá er að standa sig og gera sitt besta. Viðurkenna þegar manni verður á og halda áfram veginn með hjálp góðra manna.“ Forsetahjónin Guðni og Eliza.Vísir/Vilhelm Kappkostar að vera hann sjálfur Guðni segir aðdragandann að framboðinu fyrir fjórum árum hafa verið frekur skamman. „Og ég hafði í sannleika sagt ekki alið með mér lengi draum um að gegna þessu embætti. En ég þóttist vita sitthvað um embættið og hvernig best væri að haga sér á Bessastöðum. Hvernig forseti ætti að vinna frá degi til dags. Ég kappkostaði bara strax að vera ég sjálfur. Að reyna alltaf að gera mitt besta, læra af þeim sem hafa setið staðinn á undan mér. Ég hef átt gott samstarf og samtöl við forvera mína – Vigdísi og Ólaf Ragnar. Ég las nýlega bók, Presidents Club heitir hún, um forseta í Bandaríkjunum. Þar var það þannig að forsetar fyrrverandi og sá sem tók við embætti áttu í góðum samskiptum, alveg þvert á flokkslínur. Ég lít á þetta embætti líka þannig. Þetta embætti er þannig að það er stærra en sá eða sú sem gegnir það hverju sinni. Skyldur okkar eru við Ísland allt, söguna, menninguna, samfélagið og framtíðina. Við eigum að tengja þessa þætti saman. Við eigum að finna það sem sameinar okkur og kappkosta að láta fólkið í landinu finna að við erum í þessu saman. Það var það sem ég vildi finna, vildi koma til leiðar. Forseti á ekki að vera illgjarn. Forseti á ekki að vera orðljótur. Forseti á ekki að vera óttasleginn. Forseti á ekki að óttast framtíðina. Forseti á ekki að óttast umheiminn. Forseti á ekki að óttast það sem er framandi, eða henni ef þannig ber undir. Forseti á frekar að vera bjartsýnn. Forseti á að vera lífsglaður. Og forseti á að hafa það alltaf í forgrunni að gera sitt besta og eins og ég sagði áðan, takast á við öll vandamál sem upp koma, viðurkenna þegar manni verður á og halda svo áfram.“
Forseti Íslands Þriðji orkupakkinn Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36
Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23