Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2020 22:53 Vindmyllur Landsvirkjunar á Hafinu séðar frá Tröllkonuhlaupi í Þjórsá. Austurhlíð Búrfells í forgrunni. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áhuginn á því að reisa vindmyllugarða á Íslandi lýsir sér best í því að 34 slíkir orkukostir voru í síðasta mánuði sendir verkefnisstjórn rammaáætlunar til skoðunar. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum í Dalasýslu, telur vindorku ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Sjá hér: Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir það mat bæði síns ráðuneytis sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að vindorka heyri undir rammaáætlun og vísar til þess fordæmis að búið sé að fjalla um vindorkuver við Blöndu og Búrfell. „Þannig að það er alveg klárt í okkar huga að þetta heyrir þarna undir,“ sagði ráðherrann á Alþingi í gær. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra svarar fyrirspurn um vindorkugarða á Alþingi.Mynd/Alþingi. Hann var að svara fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og formanns umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, sem spurði nánar um afstöðu ráðherrans til vindmyllugarða. „Hver er afstaða hæstvirts ráðherra til þessara svokölluðu vindmyllugarða? Hugnast ráðherranum þetta vel sem framtíðarorkunýting eða hefur hann efasemdir um að þarna sé fetuð skynsamleg leið?“ spurði Bergþór. Guðmundur Ingi sagði að verið væri að skoða á milli ráðuneytanna þá leið að skipta landinu upp eftir því hvar vindorkukostir ættu við og hvar ekki. „Að grófskipta því með þeim hætti og þegar við vitum hvar þeir eiga ekki við út frá einhverjum ákveðnum viðmiðum — gæti verið friðlýst svæði, viðkvæmt fuglasvæði og svo framvegis — þá erum við búin að takmarka í rauninni það svæði þar sem hægt væri að nýta það.“ Ráðherrann kveðst vilja fara varlega í vindorkuna. „Það er gera það út frá þeim þáttum sem snúa að náttúrunni og náttúruverndinni, til þess að við getum áfram verið hér það land sem við auglýsum okkur fyrir að vera, sem hentar vel fyrir ferðaþjónustu, en tel að sjálfsögðu að vindorka sé eitthvað sem við eigum að skoða líka jafnframt öðru,“ svaraði Guðmundur Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Alþingi Dalabyggð Umhverfismál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áhuginn á því að reisa vindmyllugarða á Íslandi lýsir sér best í því að 34 slíkir orkukostir voru í síðasta mánuði sendir verkefnisstjórn rammaáætlunar til skoðunar. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum í Dalasýslu, telur vindorku ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Sjá hér: Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir það mat bæði síns ráðuneytis sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að vindorka heyri undir rammaáætlun og vísar til þess fordæmis að búið sé að fjalla um vindorkuver við Blöndu og Búrfell. „Þannig að það er alveg klárt í okkar huga að þetta heyrir þarna undir,“ sagði ráðherrann á Alþingi í gær. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra svarar fyrirspurn um vindorkugarða á Alþingi.Mynd/Alþingi. Hann var að svara fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og formanns umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, sem spurði nánar um afstöðu ráðherrans til vindmyllugarða. „Hver er afstaða hæstvirts ráðherra til þessara svokölluðu vindmyllugarða? Hugnast ráðherranum þetta vel sem framtíðarorkunýting eða hefur hann efasemdir um að þarna sé fetuð skynsamleg leið?“ spurði Bergþór. Guðmundur Ingi sagði að verið væri að skoða á milli ráðuneytanna þá leið að skipta landinu upp eftir því hvar vindorkukostir ættu við og hvar ekki. „Að grófskipta því með þeim hætti og þegar við vitum hvar þeir eiga ekki við út frá einhverjum ákveðnum viðmiðum — gæti verið friðlýst svæði, viðkvæmt fuglasvæði og svo framvegis — þá erum við búin að takmarka í rauninni það svæði þar sem hægt væri að nýta það.“ Ráðherrann kveðst vilja fara varlega í vindorkuna. „Það er gera það út frá þeim þáttum sem snúa að náttúrunni og náttúruverndinni, til þess að við getum áfram verið hér það land sem við auglýsum okkur fyrir að vera, sem hentar vel fyrir ferðaþjónustu, en tel að sjálfsögðu að vindorka sé eitthvað sem við eigum að skoða líka jafnframt öðru,“ svaraði Guðmundur Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Alþingi Dalabyggð Umhverfismál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira