Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2020 08:05 Skjáskot úr myndbandi sem náðist af handtöku Floyds má sjá til vinstri. Til hægri sjást mótmælendur í Minneapolis. Samsett/getty Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. Myndband náðist af atvikinu sem leitt hefur til fjölmennra mótmæla og óeirða í ríkinu. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur andlát mannsins nú til rannsóknar. Maðurinn hét George Floyd, var 46 ára og vann sem öryggisvörður á veitingastað. Hann var handtekinn í Minneapolis, höfuðborg Minnesota, á mánudagskvöld. Í myndbandi sem tekið var upp af vettvangi handtökunnar sést hvítur lögreglumaður krjúpa ofan á Floyd og þrýsta hné sínu á háls honum. Floyd heyrist hrópa: „Ég næ ekki andanum,“ og „ekki drepa mig!“ þar sem hann liggur á jörðinni í tökum lögreglumannsins. Vegfarendur sem fylgdust með báðu lögreglumanninn um að létta á takinu og bentu á að Floyd lægi hreyfingarlaus. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Medaria Arradondo, lögreglustjóri í Minneapolis, tilkynnti í gær að fjórir lögreglumenn væru nú „fyrrverandi starfsmenn“ lögregluembættisins. Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, staðfesti síðdegis í gær að lögregluþjónunum hefði verið sagt upp störfum. Það hefði verið „rétt ákvörðun“. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman á götum borgarinnar vegna andláts Floyd í gærkvöldi. Sumir mótmælenda báru skilti með orðunum „Ég næ ekki andanum“ og „ákærum lögregluna“. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að um hafi verið að ræða fjölmennustu mótmæli gegn lögregluofbeldi í garð svartra á síðustu árum. Margir mótmælendur létu reiði sína í ljós við lögreglumenn sem stóðu vaktina á staðnum; hentu í þá vatnsflöskum og hrópuðu að þeim ókvæðisorð. Lögregla sprautaði að endingu táragasi yfir hópinn er hann nálgaðist lögreglustöðina. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, tilkynnti í gær að rannsókn væri hafin á andláti Floyds. Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir „Ég segi þeim að svartur maður sé að ógna lífi mínu“ Myndband af hvítri konu hóta því að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja ól á hund sinn í New York hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarinn sólarhring. 26. maí 2020 12:22 Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. Myndband náðist af atvikinu sem leitt hefur til fjölmennra mótmæla og óeirða í ríkinu. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur andlát mannsins nú til rannsóknar. Maðurinn hét George Floyd, var 46 ára og vann sem öryggisvörður á veitingastað. Hann var handtekinn í Minneapolis, höfuðborg Minnesota, á mánudagskvöld. Í myndbandi sem tekið var upp af vettvangi handtökunnar sést hvítur lögreglumaður krjúpa ofan á Floyd og þrýsta hné sínu á háls honum. Floyd heyrist hrópa: „Ég næ ekki andanum,“ og „ekki drepa mig!“ þar sem hann liggur á jörðinni í tökum lögreglumannsins. Vegfarendur sem fylgdust með báðu lögreglumanninn um að létta á takinu og bentu á að Floyd lægi hreyfingarlaus. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Medaria Arradondo, lögreglustjóri í Minneapolis, tilkynnti í gær að fjórir lögreglumenn væru nú „fyrrverandi starfsmenn“ lögregluembættisins. Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, staðfesti síðdegis í gær að lögregluþjónunum hefði verið sagt upp störfum. Það hefði verið „rétt ákvörðun“. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman á götum borgarinnar vegna andláts Floyd í gærkvöldi. Sumir mótmælenda báru skilti með orðunum „Ég næ ekki andanum“ og „ákærum lögregluna“. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að um hafi verið að ræða fjölmennustu mótmæli gegn lögregluofbeldi í garð svartra á síðustu árum. Margir mótmælendur létu reiði sína í ljós við lögreglumenn sem stóðu vaktina á staðnum; hentu í þá vatnsflöskum og hrópuðu að þeim ókvæðisorð. Lögregla sprautaði að endingu táragasi yfir hópinn er hann nálgaðist lögreglustöðina. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, tilkynnti í gær að rannsókn væri hafin á andláti Floyds.
Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir „Ég segi þeim að svartur maður sé að ógna lífi mínu“ Myndband af hvítri konu hóta því að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja ól á hund sinn í New York hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarinn sólarhring. 26. maí 2020 12:22 Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
„Ég segi þeim að svartur maður sé að ógna lífi mínu“ Myndband af hvítri konu hóta því að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja ól á hund sinn í New York hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarinn sólarhring. 26. maí 2020 12:22
Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22