Heilsulaus í boði Reykjavíkurborgar Jónína Sigurðardóttir skrifar 27. maí 2020 09:01 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið sunnudagskvöld birtist viðtal við dóttur mína, þar ræddi hún um bréf sem hún sendi nýverið til umboðsmanns barna. Ástæðan fyrir bréfinu til umboðsmanns barna er sú að dóttir mín hefur fundið fyrir miklum einkennum sem rekja má til raka- og loftgæðaskemmda í húsnæði Fossvogsskóla. Einkennin lýsa sér helst í þrálátum höfuðverkjum. Afleiðingarnar koma oft á tíðum í veg fyrir að hún geti stundað tómstundir og verið með vinum eftir skóla. Einkennin hafa þar að auki leitt til minni áhuga á mætingu í skólann af ótta við að fá mikla verki. Þessi staða hefur haft slæm áhrif á líðan hennar, andlega og líkamlega. Ég er orðin gjörsamlega ráðþrota. Við höfum leitað til lækna, sjúkraþjálfara, augnlæknis, leitað álits hjá sálfræðingi og sérfræðings í tannréttingum til þess að reyna að komast til botns í því hvað veldur verkjunum. Ekkert hefur komið út úr heimsóknum til fjölda ólíkra sérfræðinga. Að eiga barn sem glímir við slæm einkenni sem þessi er íþyngjandi og erfitt. Hins vegar er sú glíma sem við foreldrar höfum þurft að eiga við Reykjavíkurborg ekkert minna íþyngjandi ofan á allt. Okkur var lofað að húsnæðið yrði ekki opnað að nýju fyrr en fram hefði farið heildstæð úttekt á skólanum eftir að fyrst var farið í framkvæmdir vegna myglu og rakaskemmda. Sú sjálfsagða úttekt á húsnæðinu sem lofað var hefur enn ekki verið gerð og skólinn verið opinn síðan sl. haust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í fyrstu er staðan orðin sú að fulltrúar borgarinnar sjá sér ekki einu sinni lengur fært að svara áhyggjufullum foreldrum sem óttast um heilsu barna sinna. Málið er mjög alvarlegt. Börnin sem hafa veikst munu bera merki þess alla æfi og með vanhæfni borgarinnar í málinu er þeim sýnd vanvirðing. Foreldrafélag Fossvogsskóla hefur ráðið sér lögfræðing til þess að reyna að knýja fram svör við spurningum sem fulltrúum borgarinnar ber skylda að svara. Enginn samráðsvettvangur hefur verið settur á laggirnar milli foreldra barna í Fossvogsskóla og yfirvalda. Að foreldrafélag grunnskóla þurfi að ráða sér lögfræðing sýnir kannski í hvaða hnút Reykjavíkurborg er komin með málið. Kröfur foreldra skólans eru sjálfsagðar en meðal annars hefur verið fram á að: fram fari úttekt á húsnæði skólans af óháðum sérfræðingi, öðrum en Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að fá staðfestingu á því að allt rakaskemmt efni hafi verið fjarlægt úr húsnæðinu að stofnaður verði samráðsvettvangur fyrir foreldra, starfsfólk og borgina að unnin verði viðbragðsáætlun vegna veikinda og barna og starfsfólks Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein sem birtist á vísi.is um málið. Þar fór ég yfir ástandið og hversu gáttuð ég var og er enn á stöðunni. Ég hef enn ekki fengið svör við spurningum sem ég spurði að þá og er enn gáttuð á pólitískum útúrsnúningi borgaryfirvalda. Ég veit ekki hvort beðið sé eftir að málið fjari út eins og oft verður með mál sem koma á borð borgarinnar, ljóst er að borgin þarf að fara í sjálfsskoðun og skoða vandlega alla þá þætti sem hefðu betur mátt fara. Reykjavíkurborg hefur brugðist börnunum og starfsfólki í Fossvogsskóla. Viðbrögð vegna viðtalsins hafa verið hvetjandi og jákvæð. Einhugur virðist vera um þá einkennilegu staðreynd að 11 ára gamalt barn sjái sig knúið til þess að skrifa umboðsmanni barna bréf og koma fram í fréttum því fullorðna fólkið vinnur ekki vinnuna sína. Hvernig væri staðan í dag hefði verið farið strax í óháða úttekt á skólahúsnæðinu eftir síðustu framkvæmdir? Hvernig væri staðan í dag hefðu foreldrar, starfsmenn og börn samráðsvettvang við borgina um málið? Hvernig væri ef borgaryfirvöld leyfðu heilsu barna að njóta vafans? Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Rómur Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið sunnudagskvöld birtist viðtal við dóttur mína, þar ræddi hún um bréf sem hún sendi nýverið til umboðsmanns barna. Ástæðan fyrir bréfinu til umboðsmanns barna er sú að dóttir mín hefur fundið fyrir miklum einkennum sem rekja má til raka- og loftgæðaskemmda í húsnæði Fossvogsskóla. Einkennin lýsa sér helst í þrálátum höfuðverkjum. Afleiðingarnar koma oft á tíðum í veg fyrir að hún geti stundað tómstundir og verið með vinum eftir skóla. Einkennin hafa þar að auki leitt til minni áhuga á mætingu í skólann af ótta við að fá mikla verki. Þessi staða hefur haft slæm áhrif á líðan hennar, andlega og líkamlega. Ég er orðin gjörsamlega ráðþrota. Við höfum leitað til lækna, sjúkraþjálfara, augnlæknis, leitað álits hjá sálfræðingi og sérfræðings í tannréttingum til þess að reyna að komast til botns í því hvað veldur verkjunum. Ekkert hefur komið út úr heimsóknum til fjölda ólíkra sérfræðinga. Að eiga barn sem glímir við slæm einkenni sem þessi er íþyngjandi og erfitt. Hins vegar er sú glíma sem við foreldrar höfum þurft að eiga við Reykjavíkurborg ekkert minna íþyngjandi ofan á allt. Okkur var lofað að húsnæðið yrði ekki opnað að nýju fyrr en fram hefði farið heildstæð úttekt á skólanum eftir að fyrst var farið í framkvæmdir vegna myglu og rakaskemmda. Sú sjálfsagða úttekt á húsnæðinu sem lofað var hefur enn ekki verið gerð og skólinn verið opinn síðan sl. haust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í fyrstu er staðan orðin sú að fulltrúar borgarinnar sjá sér ekki einu sinni lengur fært að svara áhyggjufullum foreldrum sem óttast um heilsu barna sinna. Málið er mjög alvarlegt. Börnin sem hafa veikst munu bera merki þess alla æfi og með vanhæfni borgarinnar í málinu er þeim sýnd vanvirðing. Foreldrafélag Fossvogsskóla hefur ráðið sér lögfræðing til þess að reyna að knýja fram svör við spurningum sem fulltrúum borgarinnar ber skylda að svara. Enginn samráðsvettvangur hefur verið settur á laggirnar milli foreldra barna í Fossvogsskóla og yfirvalda. Að foreldrafélag grunnskóla þurfi að ráða sér lögfræðing sýnir kannski í hvaða hnút Reykjavíkurborg er komin með málið. Kröfur foreldra skólans eru sjálfsagðar en meðal annars hefur verið fram á að: fram fari úttekt á húsnæði skólans af óháðum sérfræðingi, öðrum en Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að fá staðfestingu á því að allt rakaskemmt efni hafi verið fjarlægt úr húsnæðinu að stofnaður verði samráðsvettvangur fyrir foreldra, starfsfólk og borgina að unnin verði viðbragðsáætlun vegna veikinda og barna og starfsfólks Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein sem birtist á vísi.is um málið. Þar fór ég yfir ástandið og hversu gáttuð ég var og er enn á stöðunni. Ég hef enn ekki fengið svör við spurningum sem ég spurði að þá og er enn gáttuð á pólitískum útúrsnúningi borgaryfirvalda. Ég veit ekki hvort beðið sé eftir að málið fjari út eins og oft verður með mál sem koma á borð borgarinnar, ljóst er að borgin þarf að fara í sjálfsskoðun og skoða vandlega alla þá þætti sem hefðu betur mátt fara. Reykjavíkurborg hefur brugðist börnunum og starfsfólki í Fossvogsskóla. Viðbrögð vegna viðtalsins hafa verið hvetjandi og jákvæð. Einhugur virðist vera um þá einkennilegu staðreynd að 11 ára gamalt barn sjái sig knúið til þess að skrifa umboðsmanni barna bréf og koma fram í fréttum því fullorðna fólkið vinnur ekki vinnuna sína. Hvernig væri staðan í dag hefði verið farið strax í óháða úttekt á skólahúsnæðinu eftir síðustu framkvæmdir? Hvernig væri staðan í dag hefðu foreldrar, starfsmenn og börn samráðsvettvang við borgina um málið? Hvernig væri ef borgaryfirvöld leyfðu heilsu barna að njóta vafans? Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar