Því lengri bið eftir svörum þeim mun fleiri afbókanir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2020 15:31 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að símtölum frá áhugasömum en áhyggjufullum ferðamönnum, um allan heim, hafi rignt yfir bæði samtökin og alla sem selja ferðaþjónustu á Íslandi frá því tilkynnt var um fyrirhugaða opnun landsins í júní. Fólk standi á báðum áttum og íhugi hvort það eigi að afbóka sig eða láta slag standa þrátt fyrir að mörgum spurningum um fyrirkomulag opnunar sé enn ósvarað. „Það er grunnforsenda fyrir því að þegar fólk leggur í ferðalög og pantar sér ferð, og ég tala nú ekki um í þessum aðstæðum sem eru uppi núna, að það liggi fyrir skýrar upplýsingar um það hvað gerist. Hvað ef fólk mælist jákvætt fyrir veirunni, hver borgar þá fyrir sóttkví? Þarf ferðamaðurinn að borga það sjálfur eða getur hann farið heim í sóttkví? Þarf hann að vera hér? Verða allir að setja upp þetta app? Verða allir að fara í próf? Hversu lengi mun það standa og svo framvegis? Þessum spurningum hóf að rigna yfir alla í íslenskri ferðaþjónustu daginn sem þetta var tilkynnt og nú eru liðnir þónokkuð margir dagar síðan og enn liggja engin svör fyrir.“ Jóhannes bendir á að tíminn sé á þrotum og að óvissan skemmi fyrir greininni. „Þetta hefur verulega vond áhrif vegna þess að á meðan fólk getur ekki fengið skýrar upplýsingar aukast einfaldlega líkurnar á að það afpanti. Það líður alltaf nær og nær afbókunarfresti hjá fólki og þá vill það afbóka, eðlilega, á meðan það getur enn fengið endurgreitt, ef um það er að ræða. Þeim mun lengri tími sem líður án þess að fólk hafi skýr svör þeim mun meiri líkur eru á að það afbóki bara ferðina og komi þá ekki, jafnvel frá þeim mörkuðum sem hafa virkilegan áhuga á því að koma.“ Sumir Þjóðverjar gjaldi varhug við rakningarforritinu Málið snýr fyrst og fremst að þeim ferðamönnum sem eiga bókaðar ferðir og áttu jafnvel bókaða ferð til landsins áður en faraldurinn kom upp. „Þeir eru núna að velta fyrir sér hvort þeir geti nýtt þá ferð. Við erum með markaði í Þýskalandi sem eru ekki hrifnir á einhvers konar persónuupplýsingasöfnun eins og til dæmis í gegnum þetta app og ein spurningin sem við fáum er hvort fólk þurfi að setja upp þetta app,“ segir Jóhannes. Fjöldi þeirra Þjóðverja sem áður bjuggu í austur-þýska lýðveldinu DDR gjalda varhug við söfnun hins opinbera á persónuupplýsingum borgaranna vegna sárrar reynslu af austur-þýsku leyniþjónustunni Stasi sem njósnaði og safnaði upplýsingum um íbúa. Á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í gær sagði Þórólfur að bannað væri, samkvæmt alþjóðalögum að senda fólk úr landi, komi í ljós að það sé sýkt af veirunni á landamærunum. Því þyrftu íslensk stjórnvöld að bjóða upp á einangrun og sóttkví fyrir hinn veika og þá sem hafa verið í tæri við viðkomandi einstakling. Því þyrfti aðstöðu fyrir smitaða í Keflavík. „Við heyrðum til dæmis í gær á ráðstefnu íslenskrar erfðagreiningar, þar sem sóttvarnarlæknir fjallaði um þetta og lagði upp ýmsar sviðsmyndir, að það yrði hugsanlega skynsamlegt að prófa áfram í einhverja mánuði en ekkert nánar farið út í það hvernig og núna er beðið eftir minnisblað fá honum.“ Jóhannes segir að opinberar vangaveltur stjórnvalda um fyrirkomulag opnunar á landamærum geti reynst skaðlegt fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Ég held að það sé ekki gott ef að síðan fari að dreifast um veröldina frá íslenskum miðlum og enskum út í aðra miðla sem fylgjast mjög vel með því sem er að gerast á Íslandi, það er að segja berast einhverjar upplýsingar af svona fundum sem kannski eru svo ekki það sem á að taka ákvörðun að lokum eða einhver aðeins önnur útgáfa. Við þurfum að hafa upplýsingarnar skýrar og réttar og að þær séu tilkynntar þegar búið er að ákveða þær. Þannig þarf ferðamaðurinn að hafa það til þess að hann geti tekið ákvörðun um það hvort hann ætlar að koma eða ekki.“ Jóhannes segir að það sé mikilvægt þegar stjórnvöld ákveða næstu skref að taka mið af fyrirkomulagi í samanburðarlöndum Íslands til að vera samkeppnishæf. „Verði það niðurstaðan hjá flestum Evrópulöndum að opna á ferðir yfir landamæri án þess að það verði skimað eða sóttkví beitt, þá verður það kannski flókið fyrir Íslendinga að halda því fram að þeir séu betri og áhugaverðari áfangastaður ef við ætlum að vera með allskonar skimanir, próf, mikla kostnaðarþátttöku og fleiri atriði sem öll flækja ákvarðanatöku og málin fyrir ferðamanninum.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Skimanir í Keflavík vænlegur kostur en niðurstöður erlendra mótefnamælinga óhentugar Þrír möguleikar fyrir opnun Íslands að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn eru til staðar í huga sóttvarnalæknis. Einn möguleikinn væri mjög slæmt úrræði, annar mjög langsóttur og hægt væri að mæla með þeim þriðja sem snýr að opnun landsins á sama tíma og unnið er að því að halda veirunni í burtu með ýmsum aðgerðum. 28. maí 2020 22:00 Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að símtölum frá áhugasömum en áhyggjufullum ferðamönnum, um allan heim, hafi rignt yfir bæði samtökin og alla sem selja ferðaþjónustu á Íslandi frá því tilkynnt var um fyrirhugaða opnun landsins í júní. Fólk standi á báðum áttum og íhugi hvort það eigi að afbóka sig eða láta slag standa þrátt fyrir að mörgum spurningum um fyrirkomulag opnunar sé enn ósvarað. „Það er grunnforsenda fyrir því að þegar fólk leggur í ferðalög og pantar sér ferð, og ég tala nú ekki um í þessum aðstæðum sem eru uppi núna, að það liggi fyrir skýrar upplýsingar um það hvað gerist. Hvað ef fólk mælist jákvætt fyrir veirunni, hver borgar þá fyrir sóttkví? Þarf ferðamaðurinn að borga það sjálfur eða getur hann farið heim í sóttkví? Þarf hann að vera hér? Verða allir að setja upp þetta app? Verða allir að fara í próf? Hversu lengi mun það standa og svo framvegis? Þessum spurningum hóf að rigna yfir alla í íslenskri ferðaþjónustu daginn sem þetta var tilkynnt og nú eru liðnir þónokkuð margir dagar síðan og enn liggja engin svör fyrir.“ Jóhannes bendir á að tíminn sé á þrotum og að óvissan skemmi fyrir greininni. „Þetta hefur verulega vond áhrif vegna þess að á meðan fólk getur ekki fengið skýrar upplýsingar aukast einfaldlega líkurnar á að það afpanti. Það líður alltaf nær og nær afbókunarfresti hjá fólki og þá vill það afbóka, eðlilega, á meðan það getur enn fengið endurgreitt, ef um það er að ræða. Þeim mun lengri tími sem líður án þess að fólk hafi skýr svör þeim mun meiri líkur eru á að það afbóki bara ferðina og komi þá ekki, jafnvel frá þeim mörkuðum sem hafa virkilegan áhuga á því að koma.“ Sumir Þjóðverjar gjaldi varhug við rakningarforritinu Málið snýr fyrst og fremst að þeim ferðamönnum sem eiga bókaðar ferðir og áttu jafnvel bókaða ferð til landsins áður en faraldurinn kom upp. „Þeir eru núna að velta fyrir sér hvort þeir geti nýtt þá ferð. Við erum með markaði í Þýskalandi sem eru ekki hrifnir á einhvers konar persónuupplýsingasöfnun eins og til dæmis í gegnum þetta app og ein spurningin sem við fáum er hvort fólk þurfi að setja upp þetta app,“ segir Jóhannes. Fjöldi þeirra Þjóðverja sem áður bjuggu í austur-þýska lýðveldinu DDR gjalda varhug við söfnun hins opinbera á persónuupplýsingum borgaranna vegna sárrar reynslu af austur-þýsku leyniþjónustunni Stasi sem njósnaði og safnaði upplýsingum um íbúa. Á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í gær sagði Þórólfur að bannað væri, samkvæmt alþjóðalögum að senda fólk úr landi, komi í ljós að það sé sýkt af veirunni á landamærunum. Því þyrftu íslensk stjórnvöld að bjóða upp á einangrun og sóttkví fyrir hinn veika og þá sem hafa verið í tæri við viðkomandi einstakling. Því þyrfti aðstöðu fyrir smitaða í Keflavík. „Við heyrðum til dæmis í gær á ráðstefnu íslenskrar erfðagreiningar, þar sem sóttvarnarlæknir fjallaði um þetta og lagði upp ýmsar sviðsmyndir, að það yrði hugsanlega skynsamlegt að prófa áfram í einhverja mánuði en ekkert nánar farið út í það hvernig og núna er beðið eftir minnisblað fá honum.“ Jóhannes segir að opinberar vangaveltur stjórnvalda um fyrirkomulag opnunar á landamærum geti reynst skaðlegt fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Ég held að það sé ekki gott ef að síðan fari að dreifast um veröldina frá íslenskum miðlum og enskum út í aðra miðla sem fylgjast mjög vel með því sem er að gerast á Íslandi, það er að segja berast einhverjar upplýsingar af svona fundum sem kannski eru svo ekki það sem á að taka ákvörðun að lokum eða einhver aðeins önnur útgáfa. Við þurfum að hafa upplýsingarnar skýrar og réttar og að þær séu tilkynntar þegar búið er að ákveða þær. Þannig þarf ferðamaðurinn að hafa það til þess að hann geti tekið ákvörðun um það hvort hann ætlar að koma eða ekki.“ Jóhannes segir að það sé mikilvægt þegar stjórnvöld ákveða næstu skref að taka mið af fyrirkomulagi í samanburðarlöndum Íslands til að vera samkeppnishæf. „Verði það niðurstaðan hjá flestum Evrópulöndum að opna á ferðir yfir landamæri án þess að það verði skimað eða sóttkví beitt, þá verður það kannski flókið fyrir Íslendinga að halda því fram að þeir séu betri og áhugaverðari áfangastaður ef við ætlum að vera með allskonar skimanir, próf, mikla kostnaðarþátttöku og fleiri atriði sem öll flækja ákvarðanatöku og málin fyrir ferðamanninum.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Skimanir í Keflavík vænlegur kostur en niðurstöður erlendra mótefnamælinga óhentugar Þrír möguleikar fyrir opnun Íslands að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn eru til staðar í huga sóttvarnalæknis. Einn möguleikinn væri mjög slæmt úrræði, annar mjög langsóttur og hægt væri að mæla með þeim þriðja sem snýr að opnun landsins á sama tíma og unnið er að því að halda veirunni í burtu með ýmsum aðgerðum. 28. maí 2020 22:00 Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Skimanir í Keflavík vænlegur kostur en niðurstöður erlendra mótefnamælinga óhentugar Þrír möguleikar fyrir opnun Íslands að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn eru til staðar í huga sóttvarnalæknis. Einn möguleikinn væri mjög slæmt úrræði, annar mjög langsóttur og hægt væri að mæla með þeim þriðja sem snýr að opnun landsins á sama tíma og unnið er að því að halda veirunni í burtu með ýmsum aðgerðum. 28. maí 2020 22:00
Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30