Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Sylvía Hall skrifar 29. maí 2020 18:52 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. Það séu lítil skref en þó í átt að auknu frelsi. Hann segir ýmsa fyrirvara vera til staðar enda vilji þjóðir heimsins stíga varlega til jarðar í þessum efnum. Til að mynda megi ferðamenn ekki gista í höfuðborginni, þó þeir megi fara þangað í dagsferðir. Það sé þó jákvætt og auki almennt frelsi Íslendinga. Guðlaugur segir íslensk stjórnvöld einnig ætla að stíga varlega til jarðar, en þó séu mörg sóknarfæri fyrir Ísland í ljósi þess hversu góður árangur hefur náðst í baráttunni við veiruna hér á landi. Utanríkisþjónustan hér á landi hafi hingað til gert allt sem í hennar valdi stendur til þess að halda merkjum landsins á lofti, en hann viti þó ekki hvort það komi margir ferðamenn hingað til lands. „Það er erfitt að átta sig á því. Það sem við finnum fyrir er mikill áhugi á Íslandi, af mörgum ástæðum. Meðal annars vegna þess hvernig við höfum staðið að þessu, en sömuleiðis held ég að margir líti til svæða eins og Íslands sem er dreifbýlt og heilnæmt að vera. Það eru sóknarmöguleikar í þessu en íslensk stjórnvöld eru líka að stíga varlega til jarðar, við erum ekki að taka neina óþarfa áhættu,“ sagði Guðlaugur Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hefur hann rætt við utanríkisráðherra Noregs og vonast til að samkomulag náist fyrr en seinna. Samtalið hafi í það minnsta gefið góð fyrirheit um slíkt. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30 Skimanir í Keflavík vænlegur kostur en niðurstöður erlendra mótefnamælinga óhentugar Þrír möguleikar fyrir opnun Íslands að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn eru til staðar í huga sóttvarnalæknis. Einn möguleikinn væri mjög slæmt úrræði, annar mjög langsóttur og hægt væri að mæla með þeim þriðja sem snýr að opnun landsins á sama tíma og unnið er að því að halda veirunni í burtu með ýmsum aðgerðum. 28. maí 2020 22:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. Það séu lítil skref en þó í átt að auknu frelsi. Hann segir ýmsa fyrirvara vera til staðar enda vilji þjóðir heimsins stíga varlega til jarðar í þessum efnum. Til að mynda megi ferðamenn ekki gista í höfuðborginni, þó þeir megi fara þangað í dagsferðir. Það sé þó jákvætt og auki almennt frelsi Íslendinga. Guðlaugur segir íslensk stjórnvöld einnig ætla að stíga varlega til jarðar, en þó séu mörg sóknarfæri fyrir Ísland í ljósi þess hversu góður árangur hefur náðst í baráttunni við veiruna hér á landi. Utanríkisþjónustan hér á landi hafi hingað til gert allt sem í hennar valdi stendur til þess að halda merkjum landsins á lofti, en hann viti þó ekki hvort það komi margir ferðamenn hingað til lands. „Það er erfitt að átta sig á því. Það sem við finnum fyrir er mikill áhugi á Íslandi, af mörgum ástæðum. Meðal annars vegna þess hvernig við höfum staðið að þessu, en sömuleiðis held ég að margir líti til svæða eins og Íslands sem er dreifbýlt og heilnæmt að vera. Það eru sóknarmöguleikar í þessu en íslensk stjórnvöld eru líka að stíga varlega til jarðar, við erum ekki að taka neina óþarfa áhættu,“ sagði Guðlaugur Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hefur hann rætt við utanríkisráðherra Noregs og vonast til að samkomulag náist fyrr en seinna. Samtalið hafi í það minnsta gefið góð fyrirheit um slíkt.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30 Skimanir í Keflavík vænlegur kostur en niðurstöður erlendra mótefnamælinga óhentugar Þrír möguleikar fyrir opnun Íslands að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn eru til staðar í huga sóttvarnalæknis. Einn möguleikinn væri mjög slæmt úrræði, annar mjög langsóttur og hægt væri að mæla með þeim þriðja sem snýr að opnun landsins á sama tíma og unnið er að því að halda veirunni í burtu með ýmsum aðgerðum. 28. maí 2020 22:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30
Skimanir í Keflavík vænlegur kostur en niðurstöður erlendra mótefnamælinga óhentugar Þrír möguleikar fyrir opnun Íslands að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn eru til staðar í huga sóttvarnalæknis. Einn möguleikinn væri mjög slæmt úrræði, annar mjög langsóttur og hægt væri að mæla með þeim þriðja sem snýr að opnun landsins á sama tíma og unnið er að því að halda veirunni í burtu með ýmsum aðgerðum. 28. maí 2020 22:00