Stórfyrirtæki hafa fengið hundruð milljóna króna skattaafslætti vegna nýsköpunar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2020 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra segir mikilvægt að halda hátæknifyrirtækjum á landinu. Vísir/Vilhelm Össur, Alvotech, CCP, Advania, Brim og Marel eru meðal þeirra stórfyrirtækja hér á landi sem hafa fengið tugi til hundruði milljóna króna skattafslætti vegna nýsköpunar hér á landi síðustu ár. Ríkistjórnin hefur ákveðið að hækka skattaafsláttinn . Ráðherra nýsköpunarmála segir mikla samkeppni um fyrirtækin, aðgerðirnar séu til þess fallnar að þau haldist hér. Nýsköpunarverkefni sem hafa fengið staðfestingu frá Rannís eiga rétt á skattafrádrætti vegna nýsköpunar. Skattafrádrátturinn hefur numið um 20% af styrkhæfum kostnaði. Þá er einnig hægt að sækja um opinbera styrki til rannsóknar og þróunarverkefna. Í yfirliti Ríkisskattstjóra um þau fyrirtæki sem hafa fengið hæstu skattaafslætti vegna rannsóknar og þróunarverkefna eru fyrirtæki sem hafa notið afar góðs gengis hér á landi og erlendis síðustu ár. Þannig hefur systurfélag Alvogen eða líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech fengið samtals hátt í 300 milljónir króna í skattaafslátt síðustu þrjú ár. Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur fengið 240 milljóna króna afslátt á sköttum sínum. CCP og þróunarhluti fyrirtækisins hafa samtals fengið 330 milljónir í afslátt. Útgerðafyrirtækið Brim hefur fengið 86 milljónir. Nox Medical sem framleiðir lækningatæki hefur fengið 200 milljón króna afslátt. Advania 120 milljónir og Marel 60 milljónir. Þá er enn ótalið hvað fyrirtækin hafa á þessum tíma fengið í opinbera styrki. Stjórnvöld hafa kynnt viðamiklar aðgerðir til að efla nýsköpun í landinu og meðal þeirra er að skattaafsláttur stórfyrirtækja í nýsköpun hækkar í 25% og minni aðilar fá 35% skattaafslátt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra nýsköpunarmála segir brýnt að styðja vel við nýsköpun og stórfyrirtæki sem sinna henni. Við viljum að þau séu hér. Staðreyndin er sú að það er mikil samkeppni um þessa starfsemi um allan heim. Stjórnvöld leggja fram ákveðnar aðgerðir til að halda þeim hjá sér og að starfsemi þeirra byggist upp í því landi,“ segir Þórdís Kolbrún. Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. 30. apríl 2020 07:54 Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Össur, Alvotech, CCP, Advania, Brim og Marel eru meðal þeirra stórfyrirtækja hér á landi sem hafa fengið tugi til hundruði milljóna króna skattafslætti vegna nýsköpunar hér á landi síðustu ár. Ríkistjórnin hefur ákveðið að hækka skattaafsláttinn . Ráðherra nýsköpunarmála segir mikla samkeppni um fyrirtækin, aðgerðirnar séu til þess fallnar að þau haldist hér. Nýsköpunarverkefni sem hafa fengið staðfestingu frá Rannís eiga rétt á skattafrádrætti vegna nýsköpunar. Skattafrádrátturinn hefur numið um 20% af styrkhæfum kostnaði. Þá er einnig hægt að sækja um opinbera styrki til rannsóknar og þróunarverkefna. Í yfirliti Ríkisskattstjóra um þau fyrirtæki sem hafa fengið hæstu skattaafslætti vegna rannsóknar og þróunarverkefna eru fyrirtæki sem hafa notið afar góðs gengis hér á landi og erlendis síðustu ár. Þannig hefur systurfélag Alvogen eða líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech fengið samtals hátt í 300 milljónir króna í skattaafslátt síðustu þrjú ár. Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur fengið 240 milljóna króna afslátt á sköttum sínum. CCP og þróunarhluti fyrirtækisins hafa samtals fengið 330 milljónir í afslátt. Útgerðafyrirtækið Brim hefur fengið 86 milljónir. Nox Medical sem framleiðir lækningatæki hefur fengið 200 milljón króna afslátt. Advania 120 milljónir og Marel 60 milljónir. Þá er enn ótalið hvað fyrirtækin hafa á þessum tíma fengið í opinbera styrki. Stjórnvöld hafa kynnt viðamiklar aðgerðir til að efla nýsköpun í landinu og meðal þeirra er að skattaafsláttur stórfyrirtækja í nýsköpun hækkar í 25% og minni aðilar fá 35% skattaafslátt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra nýsköpunarmála segir brýnt að styðja vel við nýsköpun og stórfyrirtæki sem sinna henni. Við viljum að þau séu hér. Staðreyndin er sú að það er mikil samkeppni um þessa starfsemi um allan heim. Stjórnvöld leggja fram ákveðnar aðgerðir til að halda þeim hjá sér og að starfsemi þeirra byggist upp í því landi,“ segir Þórdís Kolbrún.
Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. 30. apríl 2020 07:54 Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12
Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. 30. apríl 2020 07:54
Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16