Frestar fundi G7 aftur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 11:03 Donald Trump Bandaríkjaforseti vill gjarnan bjóða Rússa aftur velkomna í hóp G7 ríkjanna auk Indlands, Suður-Kóreu og Ástralíu. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. Þá segist hann jafnan vilja bjóða fleiri ríkjum að taka þátt í fundinum. G7 fundur þessa árs hefur verið umtalaður en í fyrra, þegar undirbúningur fundarins hófst, vildi forsetinn halda hann í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í hans eigu. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þar og sögðu margir gagnrýnendur mjög óeðlilegt að forsetinn myndi hagnast persónulega á embættisstörfum sínum. Þá var fundinum frestað í byrjun þessa árs eftir að kórónuveirufaraldurinn breiddist út en í síðustu viku kom fram að stefnt væri að því að halda fundinn á Camp David, sumarbústað forsetans rétt fyrir utan Washington borg í lok júní þessa árs. Leiðtogarnir áttu bókaðan fjarfund í júní en Trump telur mikilvægt að þeir hittist augliti til auglits. Angela Merkel Þýskalandsforseti afþakkaði boð forsetans til Bandaríkjanna í ljósi kórónuveirufaraldursins og Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sagðist tilbúinn að koma til Washington ef aðstæður í ljósi Covid breyttust. Þá sagðist Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sammála Trump með það að mikilvægt væri að leiðtogar G7 ríkjanna hittust augliti til auglits í náinni framtíð. Það verður þó ekki eins og staðan er nú. Löndin sjö sem taka þátt í fundinum eru Bandaríkin, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland en þau eru sjö stærstu hagkerfin í heiminum. Trump segist gjarnan vilja að Rússland, Suður-Kórea, Ástralía og Indland bætist í hópinn. Trump hefur áður lýst því yfir að hann vilji bjóða Rússa aftur velkomna í hópinn en Rússar voru í hópnum, sem þá var kallaður G8, til ársins 2014 en þeim var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu. Donald Trump Bretland Bandaríkin Kanada Frakkland Þýskaland Japan Ítalía Rússland Indland Ástralía Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. Þá segist hann jafnan vilja bjóða fleiri ríkjum að taka þátt í fundinum. G7 fundur þessa árs hefur verið umtalaður en í fyrra, þegar undirbúningur fundarins hófst, vildi forsetinn halda hann í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í hans eigu. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þar og sögðu margir gagnrýnendur mjög óeðlilegt að forsetinn myndi hagnast persónulega á embættisstörfum sínum. Þá var fundinum frestað í byrjun þessa árs eftir að kórónuveirufaraldurinn breiddist út en í síðustu viku kom fram að stefnt væri að því að halda fundinn á Camp David, sumarbústað forsetans rétt fyrir utan Washington borg í lok júní þessa árs. Leiðtogarnir áttu bókaðan fjarfund í júní en Trump telur mikilvægt að þeir hittist augliti til auglits. Angela Merkel Þýskalandsforseti afþakkaði boð forsetans til Bandaríkjanna í ljósi kórónuveirufaraldursins og Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sagðist tilbúinn að koma til Washington ef aðstæður í ljósi Covid breyttust. Þá sagðist Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sammála Trump með það að mikilvægt væri að leiðtogar G7 ríkjanna hittust augliti til auglits í náinni framtíð. Það verður þó ekki eins og staðan er nú. Löndin sjö sem taka þátt í fundinum eru Bandaríkin, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland en þau eru sjö stærstu hagkerfin í heiminum. Trump segist gjarnan vilja að Rússland, Suður-Kórea, Ástralía og Indland bætist í hópinn. Trump hefur áður lýst því yfir að hann vilji bjóða Rússa aftur velkomna í hópinn en Rússar voru í hópnum, sem þá var kallaður G8, til ársins 2014 en þeim var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu.
Donald Trump Bretland Bandaríkin Kanada Frakkland Þýskaland Japan Ítalía Rússland Indland Ástralía Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira