Tveir lögreglumenn sviptir frelsi í útkalli: Annar rotaðist og báðir fluttir á slysadeild Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. maí 2020 18:55 Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, hefur áhyggjur af ofbeldi í garð lögreglumanna. Vísir/Egill Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verða fyrir ofbeldi. Í gærmorgun var lögregluþjónn kýldur þegar hann var kallaður út vegna heimilisofbeldis. Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir þetta annað málið á rétt um viku þar sem ráðist er á lögreglumenn. „Við fengum mál um síðustu helgi, fyrir viku síðan aðfaranótt sunnudagsins, þar er mjög alvarlegt mál þar sem að lögreglumenn voru frelsissviptir og ráðist á þá. Þau meinuðu þeim að fara út,“ segir Arinbjörn. Hann segir fólkið sem var inni hafa komið í veg fyrir að lögreglumennirnir tveir kæmust út. Fólkið hafi ráðist að þeim og gert þá óvíga. Arinbjörn segir báða lögreglumennina hafa verið flutta á slysadeild. „Það rotaðist þarna lögreglumaður.“ Saklaus tilkynning um hávaða í heimahúsi „Þetta var bara ósköp svona eins og við teljum oft saklaus tilkynning um samkvæmishávaða í heimahúsi og það var bara þetta voru viðbrögðin hjá heimilisfólki og gestum.“ Eftir að lögreglumennirnir komust út úr húsinu náðu þeir að kalla til liðsauka. „Þetta gerist í útjaðri á hérna löggæslusvæðinu okkar þannig að það leið þó nokkur tími.“ Tveir íslenskir karlmenn voru handteknir eftir að liðsaukinn kom. Málið er nú til rannsóknar hjá héraðssaksóknara en lögreglumennirnir voru með myndavélar á sér svo upptaka er til af því sem gerðist. Arinbjörn segir lögreglumenn finna fyrir því að meira hafi verið um drykkju og skemmtanahald í heimahúsum síðustu vikurnar. „Það er talið að heimilisofbeldisflokkurinn hann hafi stigið upp hjá okkur núna frá því að veiran fór í gang. Páskarnir voru slæmir hjá okkur.“ Svona fylgir manni alla tíð Hann segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verði fyrir ofbeldi og að dómar í slíkum málum sé oft of vægir. „Það er nánast ofbeldi gagnvart lögreglumönnum skráð hverja einustu viku hjá okkur. Sko okkur hefur nú alla tíð fundist refsingarnar varðandi ofbeldi gagnvart lögreglumönnum hafa verið mjög vægar og oftar en ekki er verið að dæma fólk til refsingar gagnvart öðrum brotum. Þannig að vægi ofbeldisins gagnvart lögreglumönnum virðist ekki vera mikið því miður.“ Arinbjörn segir mál eins og það sem kom upp í Hafnarfirðinum hafa mikil áhrif á lögregluþjónana sem lentu í því. „Þetta situr í fólki. Maður þekkir það á eigin skinni að þetta fylgir manni alla tíð svona ofbeldi.“ Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verða fyrir ofbeldi. Í gærmorgun var lögregluþjónn kýldur þegar hann var kallaður út vegna heimilisofbeldis. Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir þetta annað málið á rétt um viku þar sem ráðist er á lögreglumenn. „Við fengum mál um síðustu helgi, fyrir viku síðan aðfaranótt sunnudagsins, þar er mjög alvarlegt mál þar sem að lögreglumenn voru frelsissviptir og ráðist á þá. Þau meinuðu þeim að fara út,“ segir Arinbjörn. Hann segir fólkið sem var inni hafa komið í veg fyrir að lögreglumennirnir tveir kæmust út. Fólkið hafi ráðist að þeim og gert þá óvíga. Arinbjörn segir báða lögreglumennina hafa verið flutta á slysadeild. „Það rotaðist þarna lögreglumaður.“ Saklaus tilkynning um hávaða í heimahúsi „Þetta var bara ósköp svona eins og við teljum oft saklaus tilkynning um samkvæmishávaða í heimahúsi og það var bara þetta voru viðbrögðin hjá heimilisfólki og gestum.“ Eftir að lögreglumennirnir komust út úr húsinu náðu þeir að kalla til liðsauka. „Þetta gerist í útjaðri á hérna löggæslusvæðinu okkar þannig að það leið þó nokkur tími.“ Tveir íslenskir karlmenn voru handteknir eftir að liðsaukinn kom. Málið er nú til rannsóknar hjá héraðssaksóknara en lögreglumennirnir voru með myndavélar á sér svo upptaka er til af því sem gerðist. Arinbjörn segir lögreglumenn finna fyrir því að meira hafi verið um drykkju og skemmtanahald í heimahúsum síðustu vikurnar. „Það er talið að heimilisofbeldisflokkurinn hann hafi stigið upp hjá okkur núna frá því að veiran fór í gang. Páskarnir voru slæmir hjá okkur.“ Svona fylgir manni alla tíð Hann segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verði fyrir ofbeldi og að dómar í slíkum málum sé oft of vægir. „Það er nánast ofbeldi gagnvart lögreglumönnum skráð hverja einustu viku hjá okkur. Sko okkur hefur nú alla tíð fundist refsingarnar varðandi ofbeldi gagnvart lögreglumönnum hafa verið mjög vægar og oftar en ekki er verið að dæma fólk til refsingar gagnvart öðrum brotum. Þannig að vægi ofbeldisins gagnvart lögreglumönnum virðist ekki vera mikið því miður.“ Arinbjörn segir mál eins og það sem kom upp í Hafnarfirðinum hafa mikil áhrif á lögregluþjónana sem lentu í því. „Þetta situr í fólki. Maður þekkir það á eigin skinni að þetta fylgir manni alla tíð svona ofbeldi.“
Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira