Lögregluþjónar reknir fyrir misbeitingu valds við handtöku tveggja háskólanema Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2020 14:23 Tveir lögregluþjónar hafa verið reknir og þrír færðir úr starfi vegna handtöku í Atlanta á laugardagskvöld. Tveir lögregluþjónar í Atlanta í Bandaríkjunum voru reknir í gær eftir að myndband af handtöku þeirra og annarra lögregluþjóna birtist á netinu. Hópur lögregluþjóna handtók tvo háskólanemendur á laugardaginn og voru birt myndbönd af þeim brjóta rúður í bíl þeirra, stinga á dekk bílsins og beita rafbyssum gegn nemendunum, sem báðir eru svartir. Vinirnir voru í bíl á leið úr miðbæ Atlanta eftir að útgöngubann tók gildi klukkan níu á laugardagskvöldið. Myndbönd sýna að Messiah Young, sem ók bílnum, tók mynd eða myndband af lögregluþjónum þar sem þeir voru að handtaka einhvern. Á þeim tímapunkti var mikil umferð á götunni. Þá kölluðu lögregluþjónarnir á hann og spurðu hvort hann vildi enda í fangelsi. Hann skiptis á orðum við nokkra lögregluþjóna og keyrði rólega áfram með umferðinni. Einn lögregluþjónn gekk með honum og hélt áfram að tala við hann. Sá reyndi svo að draga Young út úr bílnum en hann reyndi að keyra í burtu. Hópur lögregluþjóna hljóp hann þó uppi, þar sem hann gat ekki keyrt á brott sökum umferðar. Lögregluþjónn opnaði hurðina farþega megin og skaut Taniyu Pilgrim með rafbyssu. Því næst stungu þeir á dekk bílsins og brutu rúðuna bílstjóramegin. Lögregluþjónarnir brutu að endingu rúðuna bílstjóramegin og skjóta Young einnig með rafbyssu. Sagði ljóst að þeir þyrftu að fjúka Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri Atlanta, segir ljóst að lögregluþjónarnir hafi farið fram úr sér og beitt of miklu valdi. Hún hefur þar að auki látið fella niður ákærur gegn Young. „Þegar ég horfði á myndbandið varð strax ljóst að varðandi ungu konuna var valdbeitingin úr hófi. Mér varð einnig ljóst að lögregluþjónninn sem skaut unga manninn þurfti einnig að fjúka,“ hefur CNN eftir Bottoms. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa staðið yfir í borgum Bandaríkjanna undanfarna daga. Óeirðirnar hófust eftir að myndbönd af grimmilegum dauða George Floyd frá því á mánudaginn í síðustu viku, birtust á netinu. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis. Þrír aðrir hafa verið færðir til í starfi. Myndband úr vestismyndavél annars lögregluþjónsins má sjá hér að neðan. Samskipti þeirra og Young hefjast eftir um tvær og hálfar mínútur. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59 Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Tveir lögregluþjónar í Atlanta í Bandaríkjunum voru reknir í gær eftir að myndband af handtöku þeirra og annarra lögregluþjóna birtist á netinu. Hópur lögregluþjóna handtók tvo háskólanemendur á laugardaginn og voru birt myndbönd af þeim brjóta rúður í bíl þeirra, stinga á dekk bílsins og beita rafbyssum gegn nemendunum, sem báðir eru svartir. Vinirnir voru í bíl á leið úr miðbæ Atlanta eftir að útgöngubann tók gildi klukkan níu á laugardagskvöldið. Myndbönd sýna að Messiah Young, sem ók bílnum, tók mynd eða myndband af lögregluþjónum þar sem þeir voru að handtaka einhvern. Á þeim tímapunkti var mikil umferð á götunni. Þá kölluðu lögregluþjónarnir á hann og spurðu hvort hann vildi enda í fangelsi. Hann skiptis á orðum við nokkra lögregluþjóna og keyrði rólega áfram með umferðinni. Einn lögregluþjónn gekk með honum og hélt áfram að tala við hann. Sá reyndi svo að draga Young út úr bílnum en hann reyndi að keyra í burtu. Hópur lögregluþjóna hljóp hann þó uppi, þar sem hann gat ekki keyrt á brott sökum umferðar. Lögregluþjónn opnaði hurðina farþega megin og skaut Taniyu Pilgrim með rafbyssu. Því næst stungu þeir á dekk bílsins og brutu rúðuna bílstjóramegin. Lögregluþjónarnir brutu að endingu rúðuna bílstjóramegin og skjóta Young einnig með rafbyssu. Sagði ljóst að þeir þyrftu að fjúka Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri Atlanta, segir ljóst að lögregluþjónarnir hafi farið fram úr sér og beitt of miklu valdi. Hún hefur þar að auki látið fella niður ákærur gegn Young. „Þegar ég horfði á myndbandið varð strax ljóst að varðandi ungu konuna var valdbeitingin úr hófi. Mér varð einnig ljóst að lögregluþjónninn sem skaut unga manninn þurfti einnig að fjúka,“ hefur CNN eftir Bottoms. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa staðið yfir í borgum Bandaríkjanna undanfarna daga. Óeirðirnar hófust eftir að myndbönd af grimmilegum dauða George Floyd frá því á mánudaginn í síðustu viku, birtust á netinu. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis. Þrír aðrir hafa verið færðir til í starfi. Myndband úr vestismyndavél annars lögregluþjónsins má sjá hér að neðan. Samskipti þeirra og Young hefjast eftir um tvær og hálfar mínútur.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59 Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59
Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29
Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12