Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2020 19:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. Minnisblað sóttvarnarlæknis um skimanir við landamæri var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Að öðrum kosti þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttvarnarlæknir mun bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku en að sögn forsætisráðherra er samtal í gangi um aðkomu íslenskrar erfðagreiningar. Ráðherrann hefur skipað samhæfingarteymi sem mun aðstoða sóttvarnarlækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Margt er þó enn óljóst. „Það er meðal annars gjaldtaka fyrir sýni og hvort hún á að snúast um gjald fyrir einstakt sýni eða vera hluti af fastakostnaði. Það eru líka ákveðnar laga- og reglugerðarbreytingar sem þarf að ráðast í til að mynda varðandi forskráningu upplýsinga af hálfu flugrekstraraðila. Hvernig á að fara með þá sem hingað koma og neita annað hvort að taka sýni eða fara í sóttkví og svo framvegis,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Forsætisráðherra segir að samtal sé í gangi um aðkomu íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá opnun landamæra yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins á dag. Nú er þetta breytilegt ástand. Hversu reglulega og hvenær ætlið þið að endurskoða stöðuna? „Ég hef lagt á það áherslu að við séum að endurskoða þetta mjög reglulega. Það er að segja að á tveggja vikna fresti munum við taka stöðuna. Hvaða árangri er þetta að skila og við verðum um leið að fylgjast með þróun faraldursins í heiminum,“ sagði Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Sóttvarnalæknir enn þeirrar skoðunar að skimun á Keflavíkurflugvelli sé rétta leiðin Sóttvarnalæknir er enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé enn rétta leiðin þegar kemur að opnun landamæranna. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 31. maí 2020 10:40 Þórólfur skilaði af sér drögum að minnisblaði um opnun landamæra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað drögum að minnisblaði um útfærslu skimunar fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá ráðuneytinu. 30. maí 2020 21:33 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. Minnisblað sóttvarnarlæknis um skimanir við landamæri var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Að öðrum kosti þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttvarnarlæknir mun bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku en að sögn forsætisráðherra er samtal í gangi um aðkomu íslenskrar erfðagreiningar. Ráðherrann hefur skipað samhæfingarteymi sem mun aðstoða sóttvarnarlækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Margt er þó enn óljóst. „Það er meðal annars gjaldtaka fyrir sýni og hvort hún á að snúast um gjald fyrir einstakt sýni eða vera hluti af fastakostnaði. Það eru líka ákveðnar laga- og reglugerðarbreytingar sem þarf að ráðast í til að mynda varðandi forskráningu upplýsinga af hálfu flugrekstraraðila. Hvernig á að fara með þá sem hingað koma og neita annað hvort að taka sýni eða fara í sóttkví og svo framvegis,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Forsætisráðherra segir að samtal sé í gangi um aðkomu íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá opnun landamæra yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins á dag. Nú er þetta breytilegt ástand. Hversu reglulega og hvenær ætlið þið að endurskoða stöðuna? „Ég hef lagt á það áherslu að við séum að endurskoða þetta mjög reglulega. Það er að segja að á tveggja vikna fresti munum við taka stöðuna. Hvaða árangri er þetta að skila og við verðum um leið að fylgjast með þróun faraldursins í heiminum,“ sagði Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Sóttvarnalæknir enn þeirrar skoðunar að skimun á Keflavíkurflugvelli sé rétta leiðin Sóttvarnalæknir er enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé enn rétta leiðin þegar kemur að opnun landamæranna. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 31. maí 2020 10:40 Þórólfur skilaði af sér drögum að minnisblaði um opnun landamæra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað drögum að minnisblaði um útfærslu skimunar fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá ráðuneytinu. 30. maí 2020 21:33 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33
Sóttvarnalæknir enn þeirrar skoðunar að skimun á Keflavíkurflugvelli sé rétta leiðin Sóttvarnalæknir er enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé enn rétta leiðin þegar kemur að opnun landamæranna. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 31. maí 2020 10:40
Þórólfur skilaði af sér drögum að minnisblaði um opnun landamæra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað drögum að minnisblaði um útfærslu skimunar fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá ráðuneytinu. 30. maí 2020 21:33