Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2020 20:00 Lilja Alfreðsdóttir skipaði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Viðreisnar segir útlit fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi á umsækjanda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu sem ekki fékk stöðuna. Forsætisráðherra segir hægt að gera betur í að fækka brotum á jafnréttislögum. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið jafnréttislög á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu þegar Páll Magnússon fyrrverandi aðstoðarmaður tveggja ráðherra Framsóknarflokksins var skipaður ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á nýlegt svar forsætisráðherra við fyrirspurn hennar þar sem fram hefði komið að frá því jafnréttislög voru sett árið 2009 hafi stofnanir ríkisins brotið jafnréttislög á átján konum og sjö karlmönnum. „Hvernig ætlar hæstvirtur forsætisráðherra, ráðherra jafnréttismála, að bregðast hér við.Það er nefninlega af rökstuðningi nefndarinnar erfitt að draga aðra ályktun en að hér sé um ásetningsbrot að ræða,“ sagði Hanna Katrín. Þingflokksformaður Viðreisnar segir brotið á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur eitt versta dæmið um brot ríkisisstofnana á jafnréttislögum á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði menntamálaráðherra hafa upplýst ríkisstjórnina um þennan úrskurð í morgun og hyggðist ræða málið á næsta ríkisstjórnarfundi. Tuttugu og fimm brot á undanförnum árum vekti spurningar um hvort leiðsögn úrskurðarnefndar hafi ekki verið nýtt til betrumbóta. „Getum við gert betur í því? Það er eitt af því sem við verðum að ræða sérstaklega í tengslum við heildarendurskoðun jafnréttislaga sem ég hyggst leggja hér fram á komandi haustþingi,“ sagði Katrín. Hanna Katrín sagði Hafdísi Höllu hafa verið neitað um gögn sem stuðst hafi verið við þegar Páll var skipaður vegna persónulegra hagsmuna þriðja aðila. Það vekti spurningar um hagsmuni hverra væri verið að verja. Forsætisráðherra boðar frumvarp til heildarendurskoðunar jafnréttirlaga á haustþingi.Vísir/Vilhelm „Þetta dæmi er einfaldlega eitt af þeim verri sem við höfum séð. Þaðer ekki hægt að líta á þetta öðruvísi en falleinkun til stjórnvalda. Ég veit aðþetta á sér stað yfir langt tímabil. Þaðer ekki eingöngu þessi ríkisstjórn hér en þetta gengur ekki lengur svona,“ sagði Hanna Katrín. Forsætisráðherra sagði margt hafa verið unnið íjafnréttismálum ítíð ríkisstjórnarinnar. „En ég held aðí stóru myndinni, þegar við tökum þáúrskurði sem falliðhafa að hálfu kærunefndar jafnréttismála, skipti máli að við íhugum hvernig við getum staðiðokkur betur í að leiðsegja stjórnsýslunni til aðkoma í veg fyrir brot,“ sagði Katrín Jakobsdóttir og ítrekaði að brotin væru of mörg. Jafnréttismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Þingflokksformaður Viðreisnar segir útlit fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi á umsækjanda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu sem ekki fékk stöðuna. Forsætisráðherra segir hægt að gera betur í að fækka brotum á jafnréttislögum. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið jafnréttislög á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu þegar Páll Magnússon fyrrverandi aðstoðarmaður tveggja ráðherra Framsóknarflokksins var skipaður ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á nýlegt svar forsætisráðherra við fyrirspurn hennar þar sem fram hefði komið að frá því jafnréttislög voru sett árið 2009 hafi stofnanir ríkisins brotið jafnréttislög á átján konum og sjö karlmönnum. „Hvernig ætlar hæstvirtur forsætisráðherra, ráðherra jafnréttismála, að bregðast hér við.Það er nefninlega af rökstuðningi nefndarinnar erfitt að draga aðra ályktun en að hér sé um ásetningsbrot að ræða,“ sagði Hanna Katrín. Þingflokksformaður Viðreisnar segir brotið á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur eitt versta dæmið um brot ríkisisstofnana á jafnréttislögum á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði menntamálaráðherra hafa upplýst ríkisstjórnina um þennan úrskurð í morgun og hyggðist ræða málið á næsta ríkisstjórnarfundi. Tuttugu og fimm brot á undanförnum árum vekti spurningar um hvort leiðsögn úrskurðarnefndar hafi ekki verið nýtt til betrumbóta. „Getum við gert betur í því? Það er eitt af því sem við verðum að ræða sérstaklega í tengslum við heildarendurskoðun jafnréttislaga sem ég hyggst leggja hér fram á komandi haustþingi,“ sagði Katrín. Hanna Katrín sagði Hafdísi Höllu hafa verið neitað um gögn sem stuðst hafi verið við þegar Páll var skipaður vegna persónulegra hagsmuna þriðja aðila. Það vekti spurningar um hagsmuni hverra væri verið að verja. Forsætisráðherra boðar frumvarp til heildarendurskoðunar jafnréttirlaga á haustþingi.Vísir/Vilhelm „Þetta dæmi er einfaldlega eitt af þeim verri sem við höfum séð. Þaðer ekki hægt að líta á þetta öðruvísi en falleinkun til stjórnvalda. Ég veit aðþetta á sér stað yfir langt tímabil. Þaðer ekki eingöngu þessi ríkisstjórn hér en þetta gengur ekki lengur svona,“ sagði Hanna Katrín. Forsætisráðherra sagði margt hafa verið unnið íjafnréttismálum ítíð ríkisstjórnarinnar. „En ég held aðí stóru myndinni, þegar við tökum þáúrskurði sem falliðhafa að hálfu kærunefndar jafnréttismála, skipti máli að við íhugum hvernig við getum staðiðokkur betur í að leiðsegja stjórnsýslunni til aðkoma í veg fyrir brot,“ sagði Katrín Jakobsdóttir og ítrekaði að brotin væru of mörg.
Jafnréttismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira