Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2020 20:00 Lilja Alfreðsdóttir skipaði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Viðreisnar segir útlit fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi á umsækjanda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu sem ekki fékk stöðuna. Forsætisráðherra segir hægt að gera betur í að fækka brotum á jafnréttislögum. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið jafnréttislög á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu þegar Páll Magnússon fyrrverandi aðstoðarmaður tveggja ráðherra Framsóknarflokksins var skipaður ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á nýlegt svar forsætisráðherra við fyrirspurn hennar þar sem fram hefði komið að frá því jafnréttislög voru sett árið 2009 hafi stofnanir ríkisins brotið jafnréttislög á átján konum og sjö karlmönnum. „Hvernig ætlar hæstvirtur forsætisráðherra, ráðherra jafnréttismála, að bregðast hér við.Það er nefninlega af rökstuðningi nefndarinnar erfitt að draga aðra ályktun en að hér sé um ásetningsbrot að ræða,“ sagði Hanna Katrín. Þingflokksformaður Viðreisnar segir brotið á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur eitt versta dæmið um brot ríkisisstofnana á jafnréttislögum á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði menntamálaráðherra hafa upplýst ríkisstjórnina um þennan úrskurð í morgun og hyggðist ræða málið á næsta ríkisstjórnarfundi. Tuttugu og fimm brot á undanförnum árum vekti spurningar um hvort leiðsögn úrskurðarnefndar hafi ekki verið nýtt til betrumbóta. „Getum við gert betur í því? Það er eitt af því sem við verðum að ræða sérstaklega í tengslum við heildarendurskoðun jafnréttislaga sem ég hyggst leggja hér fram á komandi haustþingi,“ sagði Katrín. Hanna Katrín sagði Hafdísi Höllu hafa verið neitað um gögn sem stuðst hafi verið við þegar Páll var skipaður vegna persónulegra hagsmuna þriðja aðila. Það vekti spurningar um hagsmuni hverra væri verið að verja. Forsætisráðherra boðar frumvarp til heildarendurskoðunar jafnréttirlaga á haustþingi.Vísir/Vilhelm „Þetta dæmi er einfaldlega eitt af þeim verri sem við höfum séð. Þaðer ekki hægt að líta á þetta öðruvísi en falleinkun til stjórnvalda. Ég veit aðþetta á sér stað yfir langt tímabil. Þaðer ekki eingöngu þessi ríkisstjórn hér en þetta gengur ekki lengur svona,“ sagði Hanna Katrín. Forsætisráðherra sagði margt hafa verið unnið íjafnréttismálum ítíð ríkisstjórnarinnar. „En ég held aðí stóru myndinni, þegar við tökum þáúrskurði sem falliðhafa að hálfu kærunefndar jafnréttismála, skipti máli að við íhugum hvernig við getum staðiðokkur betur í að leiðsegja stjórnsýslunni til aðkoma í veg fyrir brot,“ sagði Katrín Jakobsdóttir og ítrekaði að brotin væru of mörg. Jafnréttismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Þingflokksformaður Viðreisnar segir útlit fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi á umsækjanda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu sem ekki fékk stöðuna. Forsætisráðherra segir hægt að gera betur í að fækka brotum á jafnréttislögum. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið jafnréttislög á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu þegar Páll Magnússon fyrrverandi aðstoðarmaður tveggja ráðherra Framsóknarflokksins var skipaður ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á nýlegt svar forsætisráðherra við fyrirspurn hennar þar sem fram hefði komið að frá því jafnréttislög voru sett árið 2009 hafi stofnanir ríkisins brotið jafnréttislög á átján konum og sjö karlmönnum. „Hvernig ætlar hæstvirtur forsætisráðherra, ráðherra jafnréttismála, að bregðast hér við.Það er nefninlega af rökstuðningi nefndarinnar erfitt að draga aðra ályktun en að hér sé um ásetningsbrot að ræða,“ sagði Hanna Katrín. Þingflokksformaður Viðreisnar segir brotið á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur eitt versta dæmið um brot ríkisisstofnana á jafnréttislögum á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði menntamálaráðherra hafa upplýst ríkisstjórnina um þennan úrskurð í morgun og hyggðist ræða málið á næsta ríkisstjórnarfundi. Tuttugu og fimm brot á undanförnum árum vekti spurningar um hvort leiðsögn úrskurðarnefndar hafi ekki verið nýtt til betrumbóta. „Getum við gert betur í því? Það er eitt af því sem við verðum að ræða sérstaklega í tengslum við heildarendurskoðun jafnréttislaga sem ég hyggst leggja hér fram á komandi haustþingi,“ sagði Katrín. Hanna Katrín sagði Hafdísi Höllu hafa verið neitað um gögn sem stuðst hafi verið við þegar Páll var skipaður vegna persónulegra hagsmuna þriðja aðila. Það vekti spurningar um hagsmuni hverra væri verið að verja. Forsætisráðherra boðar frumvarp til heildarendurskoðunar jafnréttirlaga á haustþingi.Vísir/Vilhelm „Þetta dæmi er einfaldlega eitt af þeim verri sem við höfum séð. Þaðer ekki hægt að líta á þetta öðruvísi en falleinkun til stjórnvalda. Ég veit aðþetta á sér stað yfir langt tímabil. Þaðer ekki eingöngu þessi ríkisstjórn hér en þetta gengur ekki lengur svona,“ sagði Hanna Katrín. Forsætisráðherra sagði margt hafa verið unnið íjafnréttismálum ítíð ríkisstjórnarinnar. „En ég held aðí stóru myndinni, þegar við tökum þáúrskurði sem falliðhafa að hálfu kærunefndar jafnréttismála, skipti máli að við íhugum hvernig við getum staðiðokkur betur í að leiðsegja stjórnsýslunni til aðkoma í veg fyrir brot,“ sagði Katrín Jakobsdóttir og ítrekaði að brotin væru of mörg.
Jafnréttismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira