Brynjar segir fráleitt að tala um gjafakvóta, þjófnað og Samherja í sömu andrá Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2020 09:12 Brynjar telur fráleitt að tala um Samherja og gjafakvótakerfið í sömu andrá. Fyrirtækið efldist vegna dugnaðar eigenda sem lögðu allt í sölurnar. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur staðið í ströngu að undanförnu. visir/vilhelm Brynjar Níelsson alþingismaður segist ekki ætla að vera fávitinn sem eyðilagði mikilvægustu atvinnugrein landsins, sjávarútveginn, með sýndarmennsku og illa útfærðum breytingartillögum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta kemur fram í annarri grein Brynjars sem hann birtir á Vísi og fjallar um kvótakerfið. Þar beinir hann spjótum sínum í allar áttir. Sakar ónafngreinda stjórnmálamenn um lýðskrum og gefur lítið fyrir fjölmiðlana Stundina og Kjarnann sem hann kallar skoðanamiðla. Brynjar segist sjálfur ekki eiga neinna hagsmuna að gæta nema þeirra að hann sé sem Íslendingur þakklátur fyrir sjálfbæran sjávarútveg sem lagt hefur sitt til samfélagsins. Og hann telur fyrirtækið Samherja, sem hefur verið í fréttum að undanförnu bæði vegna meintra mútugreiðslna í Namibíu og í kjölfarið þegar það var skráð á aðra kynslóð, ómaklega gagnrýnt. „Þegar talað er um gjafakvóta og þjófnað á auðlindinni er Samherji afleitt dæmi. Nú er svo komið að nánast allur kvóti sem úthlutað var á sínum tíma eftir málefnalegum sjónarmiðum og í samræmi við réttindaákvæði stjórnarskrárinnar, hefur gengið kaupum og sölum samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma. Því er fráleitt að tala um gjafakvóta í dag, hvað þá þjófnað.“ Hann segir fyrirtækið Samherja hafa vaxið og dafnað vegna dugmikilla eigenda sem lögðu allt í sölurnar. Brynjar telur allt tal um gjafakvóta fleipur og kjafthátt. „Við upphaf kvótakerfisins hófu Samherjamenn útgerð með að kaupa gamlan ryðdall sem þeir gerðu upp með því að skuldsetja sig og fjölskyldurnar upp í rjáfur. Eina aflaheimildin var svokallaður skipstjórakvóti. Þetta var líkara trilluútgerð. Áfram héldu Samherjamenn að skuldsetja sig til að geta aukið við aflaheimildir sínar. Reksturinn reyndist áhættunnar virði og fyrirtækið óx jafnt og þétt. Haslaði Samherji sér völl víðar en á Íslandi og á í öflugum útgerðarfélögum í öðrum löndum.“ Sjávarútvegur Alþingi Panama-skjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fiskveiðiauðlindin II Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði. 3. júní 2020 08:56 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Brynjar Níelsson alþingismaður segist ekki ætla að vera fávitinn sem eyðilagði mikilvægustu atvinnugrein landsins, sjávarútveginn, með sýndarmennsku og illa útfærðum breytingartillögum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta kemur fram í annarri grein Brynjars sem hann birtir á Vísi og fjallar um kvótakerfið. Þar beinir hann spjótum sínum í allar áttir. Sakar ónafngreinda stjórnmálamenn um lýðskrum og gefur lítið fyrir fjölmiðlana Stundina og Kjarnann sem hann kallar skoðanamiðla. Brynjar segist sjálfur ekki eiga neinna hagsmuna að gæta nema þeirra að hann sé sem Íslendingur þakklátur fyrir sjálfbæran sjávarútveg sem lagt hefur sitt til samfélagsins. Og hann telur fyrirtækið Samherja, sem hefur verið í fréttum að undanförnu bæði vegna meintra mútugreiðslna í Namibíu og í kjölfarið þegar það var skráð á aðra kynslóð, ómaklega gagnrýnt. „Þegar talað er um gjafakvóta og þjófnað á auðlindinni er Samherji afleitt dæmi. Nú er svo komið að nánast allur kvóti sem úthlutað var á sínum tíma eftir málefnalegum sjónarmiðum og í samræmi við réttindaákvæði stjórnarskrárinnar, hefur gengið kaupum og sölum samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma. Því er fráleitt að tala um gjafakvóta í dag, hvað þá þjófnað.“ Hann segir fyrirtækið Samherja hafa vaxið og dafnað vegna dugmikilla eigenda sem lögðu allt í sölurnar. Brynjar telur allt tal um gjafakvóta fleipur og kjafthátt. „Við upphaf kvótakerfisins hófu Samherjamenn útgerð með að kaupa gamlan ryðdall sem þeir gerðu upp með því að skuldsetja sig og fjölskyldurnar upp í rjáfur. Eina aflaheimildin var svokallaður skipstjórakvóti. Þetta var líkara trilluútgerð. Áfram héldu Samherjamenn að skuldsetja sig til að geta aukið við aflaheimildir sínar. Reksturinn reyndist áhættunnar virði og fyrirtækið óx jafnt og þétt. Haslaði Samherji sér völl víðar en á Íslandi og á í öflugum útgerðarfélögum í öðrum löndum.“
Sjávarútvegur Alþingi Panama-skjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fiskveiðiauðlindin II Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði. 3. júní 2020 08:56 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Fiskveiðiauðlindin II Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði. 3. júní 2020 08:56