Gamla NBA stjarnan lofar því að fylgja dóttur George Floyd upp að altarinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 23:00 Stephen Jackson birti þessa mynd af sér og Giönnu, dóttur George Floyd á Instagram síðu sinni en hún er aðeins sex ára gömul. Mynd/Instagram Stephen Jackson, fyrrum stjarna í NBA-deildinni í körfubolta og náinn vinur George Floyd, ætlar að standa með barnsmóður George Floyd og dóttur hans Giönnu. George Floyd lést í höndum hvítra lögreglumanna í Minneapolis eftir að einn lögreglumaðurinn lá í langan tíma með hné sitt ofan á hálsi hans. Í kjölfarið hafa verið mikil mótlæti og óeirðir út um öll Bandaríkin en þetta var enn eitt dæmið um það að hvítir lögreglumenn drepa svarta menn í Bandaríkjunum án dóms og laga. Stephen Jackson promises to remain in George Floyd's daughter's life: 'I'm here for her' https://t.co/TQZlh17CN6— Sporting News NBA (@sn_nba) June 3, 2020 Stephen Jackson mætti á blaðamannafund með Roxie Washington, barnsmóður George Floyd, og sex ára dóttur hennar og George Floyd sem heitir Gianna. Roxie kom þarna fram í fyrsta sinn opinberlega eftir dauða George Floyd. Roxie Washington talaði um það á blaðamannafundinum að lögreglumennirnir hafi tekið föðurinn af Giönnu. „Gianna á ekki lengur föður. Hann mun aldrei sjá hana alast upp eða útskrifast. Hann mun ekki fylgja henni upp að altarinu. Ef hún er í vandræðum og þarf á föður sínum að halda þá getur hún ekki leitað til hans lengur,“ sagði Roxie Washington. Stephen Jackson steig þá fram og tók orðið. Stephen Jackson spoke out at a news conference, promising to take care of George Floyd's daughter and demanding justice for his death. pic.twitter.com/qozf5R6ZKI— ESPN (@espn) June 3, 2020 „Það eru fullt af hlutum sem hann mun nú missa af en ég verð til staðar. Ég mun fylgja henni upp að altarinu. Ég verð til staðar fyrir hana. Ég mun þurrka tárin ykkar. Ég verð hér fyrir þig og Gigi. Floyd verður kannski ekki hér en ég er ekki að fara neitt. Ég ætla að ná fram réttlæti og við munum ná fram réttlæti fyrir bróður okkar,“ sagði Stephen Jackson. „Við erum ekki á förum og við munum halda áfram að berjast. Við munum fylgja honum heim á fallegan hátt. Ég fullvissa ykkur um leið að við erum ekki á förum og við munum heimta réttlæti,“ sagði Jackson. Stephen Jackson spilaði í NBA-deildinni með fjölmörgum liðum og varð NBA-meistari með San Antonio Spurs árið 2003. George Floyd s daughter saying DADDY CHANGED THE WORLD is the sweetest heartbreaking thing on the internet. pic.twitter.com/sIwUFxpcSV— Vada_Fly (@Vada_Fly) June 2, 2020 NBA Dauði George Floyd Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira
Stephen Jackson, fyrrum stjarna í NBA-deildinni í körfubolta og náinn vinur George Floyd, ætlar að standa með barnsmóður George Floyd og dóttur hans Giönnu. George Floyd lést í höndum hvítra lögreglumanna í Minneapolis eftir að einn lögreglumaðurinn lá í langan tíma með hné sitt ofan á hálsi hans. Í kjölfarið hafa verið mikil mótlæti og óeirðir út um öll Bandaríkin en þetta var enn eitt dæmið um það að hvítir lögreglumenn drepa svarta menn í Bandaríkjunum án dóms og laga. Stephen Jackson promises to remain in George Floyd's daughter's life: 'I'm here for her' https://t.co/TQZlh17CN6— Sporting News NBA (@sn_nba) June 3, 2020 Stephen Jackson mætti á blaðamannafund með Roxie Washington, barnsmóður George Floyd, og sex ára dóttur hennar og George Floyd sem heitir Gianna. Roxie kom þarna fram í fyrsta sinn opinberlega eftir dauða George Floyd. Roxie Washington talaði um það á blaðamannafundinum að lögreglumennirnir hafi tekið föðurinn af Giönnu. „Gianna á ekki lengur föður. Hann mun aldrei sjá hana alast upp eða útskrifast. Hann mun ekki fylgja henni upp að altarinu. Ef hún er í vandræðum og þarf á föður sínum að halda þá getur hún ekki leitað til hans lengur,“ sagði Roxie Washington. Stephen Jackson steig þá fram og tók orðið. Stephen Jackson spoke out at a news conference, promising to take care of George Floyd's daughter and demanding justice for his death. pic.twitter.com/qozf5R6ZKI— ESPN (@espn) June 3, 2020 „Það eru fullt af hlutum sem hann mun nú missa af en ég verð til staðar. Ég mun fylgja henni upp að altarinu. Ég verð til staðar fyrir hana. Ég mun þurrka tárin ykkar. Ég verð hér fyrir þig og Gigi. Floyd verður kannski ekki hér en ég er ekki að fara neitt. Ég ætla að ná fram réttlæti og við munum ná fram réttlæti fyrir bróður okkar,“ sagði Stephen Jackson. „Við erum ekki á förum og við munum halda áfram að berjast. Við munum fylgja honum heim á fallegan hátt. Ég fullvissa ykkur um leið að við erum ekki á förum og við munum heimta réttlæti,“ sagði Jackson. Stephen Jackson spilaði í NBA-deildinni með fjölmörgum liðum og varð NBA-meistari með San Antonio Spurs árið 2003. George Floyd s daughter saying DADDY CHANGED THE WORLD is the sweetest heartbreaking thing on the internet. pic.twitter.com/sIwUFxpcSV— Vada_Fly (@Vada_Fly) June 2, 2020
NBA Dauði George Floyd Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira