Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2020 06:49 Mótmælendur í Seattle í Washington-ríki í gær. Útgöngubann í borginni hefur verið fellt úr gildi, fyrr en stóð til í fyrstu. Elaine Thompson/AP Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. Útgöngubannið átti að vara fram á laugardag. Jenny Durkan borgarstjóri sagði á Twitter í gærkvöldi að hún hefði tekið ákvörðun um að aflétta banninu. Ákvörðunin hafi verið tekin eftir fund hennar og Carmen Best, lögreglustjóra borgarinnar, við íbúa í samfélaginu. „Best lögreglustjóri hefur trú á því að við getum fundið jafnvægi almannaöryggis og tryggt að friðsamlega mótmæli fari áfram fram án útgöngubanns. Fyrir þá sem mótmæla friðsamlega í kvöld, þið megið vita að því megið þið halda áfram. Við viljum að þið haldið áfram að láta í ykkur heyra.“ Þúsundir mótmælenda voru áfram á götum borgarinnar eftir klukkan níu í gærkvöldi, en þá hefði útgöngubannið tekið gildi, líkt og síðustu kvöld. Mótmælendur kölluðu eftir því að fjármunum til lögreglunnar yrði varið í önnur samfélagslega verkefni og að lögreglumenn færu úr óeirðagöllum sínum. Margir héldu á skiltum sem á stóð Black Lives Matter ( Svört líf skipta máli). Ríkisstjóri Washington-ríkis, Cyrus Habib, lýsti því yfir á Twitter að hann væri ánægður með ákvörðunina. „Fyrirbyggjandi útgöngubann var bara til þess fallið að gera hlutina verri. Aðrar borgir ættu að fylgja þessu fordæmi.“ Kveikjan að mótmælaöldunni í Bandaríkjunum var morðið á George Floyd, svörtum manni sem lést þegar hvítur lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Floyd hafði þá verið handtekinn og lá handjárnaður á gangstéttinni. Lögreglumaðurinn hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. Útgöngubannið átti að vara fram á laugardag. Jenny Durkan borgarstjóri sagði á Twitter í gærkvöldi að hún hefði tekið ákvörðun um að aflétta banninu. Ákvörðunin hafi verið tekin eftir fund hennar og Carmen Best, lögreglustjóra borgarinnar, við íbúa í samfélaginu. „Best lögreglustjóri hefur trú á því að við getum fundið jafnvægi almannaöryggis og tryggt að friðsamlega mótmæli fari áfram fram án útgöngubanns. Fyrir þá sem mótmæla friðsamlega í kvöld, þið megið vita að því megið þið halda áfram. Við viljum að þið haldið áfram að láta í ykkur heyra.“ Þúsundir mótmælenda voru áfram á götum borgarinnar eftir klukkan níu í gærkvöldi, en þá hefði útgöngubannið tekið gildi, líkt og síðustu kvöld. Mótmælendur kölluðu eftir því að fjármunum til lögreglunnar yrði varið í önnur samfélagslega verkefni og að lögreglumenn færu úr óeirðagöllum sínum. Margir héldu á skiltum sem á stóð Black Lives Matter ( Svört líf skipta máli). Ríkisstjóri Washington-ríkis, Cyrus Habib, lýsti því yfir á Twitter að hann væri ánægður með ákvörðunina. „Fyrirbyggjandi útgöngubann var bara til þess fallið að gera hlutina verri. Aðrar borgir ættu að fylgja þessu fordæmi.“ Kveikjan að mótmælaöldunni í Bandaríkjunum var morðið á George Floyd, svörtum manni sem lést þegar hvítur lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Floyd hafði þá verið handtekinn og lá handjárnaður á gangstéttinni. Lögreglumaðurinn hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila