Skilaboð Michael Jordan í hópi með þeim áhrifaríkustu að mati USA Today Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2020 12:30 Michael Jordan gaf yfirlýsinguna út á sunnudaginn síðasta. EPA/SHAWN THEW Bandaríski miðillinn USA Today safnaði saman nokkrum af áhrifmestu skilaboðunum sem íþróttafólk í landinu hefur sent frá sér eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir ómanneskjulega handtöku hvítra lögreglumanna. Bandarískt þjóðfélag hefur verið á öðrum endanum eftir að myndband birtist af því hvernig hvítur lögreglumaður lá með hnéð sitt ofan á hálsi hins óvopnaða George Floyd þar til að hann lést. Fyrstur á blaði er Michael Jordan sem er búinn að fá nóg af óréttlætinu sem blökkumenn þurfa að þola í Bandaríkjunum þrátt fyrir að árið sé 2020. Jordan er ekki vanur að tjá sig um þjóðfélagsmál eins og mikið var gert úr í Last Dance heimildarþáttunum og því vöktu skilaboð hans mikla athygli. „Ég finn fyrir sársauka allra, hneykslun þeirra og pirringi. Ég stend með þeim sem kalla eftir breytingum á kerfi þar sem kynþáttamisrétti og ofbeldi gagnvart lituðu fólki er rótgróið. Við erum búin að fá nóg,“ skrifaði Michael Jordan. Looking at some of the most powerful messages from athletes and coaches in the aftermath of George Floyd's death. pic.twitter.com/inonNhLe71— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 3, 2020 Sá næsti sem komst í hópinn með áhrifamestu skilaboðunum er NFL-leikstjórnandinn Russel Wilson sem sagði að bandaríska þjóðin geti ekki lengur látið sem ekkert séð því ástandið þurfi að breytast strax í dag. „Við getum ekki lengur látið sem svo að rasismi heyri sögunni til eða að hann hafi aldrei verið til. Ofbeldið gagnvart svörtu og lituðu fólki verður að hætta. Við þurfum breytingu strax í dag,“ skrifaði Russell Wilson. Þriðji í röðinni var Patrick Mahomes, leikstjórnandi NFL-meistara Kansas City Chiefs og einn allra besti leikmaður deildarinnar. „Ég vona að þjóðin geti lært af óréttlætinu sem við höfum orðið vitni að svo að þetta verði eins og í búningsklefanum þar sem allir eru viðurkenndir,“ skrifaði Patrick Mahomes. Aðrir sem eru teknir fyrir í samantekt USA Today eru bandaríski landsliðsþjálfarinn Gregg Popovich og nýliðinn Joe Burrow sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali NFL-deildarinnar. „Þetta er ekki pólitík. Þetta eru mannréttindi,“ skrifaði Joe Burrow meðal annars. Síðastur er síðan Colin Kaepernick sem fórnaði NFL-ferlinum sínum til að berjast fyrir réttindum blökkumanna og var í staðinn útskúfaður úr NFL-deildinni. Hans orð eru líka tekin fyrir þar sem hann segir að uppreisn fólksins séu einu rökréttu viðbrögðin. Dauði George Floyd NBA NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Bandaríski miðillinn USA Today safnaði saman nokkrum af áhrifmestu skilaboðunum sem íþróttafólk í landinu hefur sent frá sér eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir ómanneskjulega handtöku hvítra lögreglumanna. Bandarískt þjóðfélag hefur verið á öðrum endanum eftir að myndband birtist af því hvernig hvítur lögreglumaður lá með hnéð sitt ofan á hálsi hins óvopnaða George Floyd þar til að hann lést. Fyrstur á blaði er Michael Jordan sem er búinn að fá nóg af óréttlætinu sem blökkumenn þurfa að þola í Bandaríkjunum þrátt fyrir að árið sé 2020. Jordan er ekki vanur að tjá sig um þjóðfélagsmál eins og mikið var gert úr í Last Dance heimildarþáttunum og því vöktu skilaboð hans mikla athygli. „Ég finn fyrir sársauka allra, hneykslun þeirra og pirringi. Ég stend með þeim sem kalla eftir breytingum á kerfi þar sem kynþáttamisrétti og ofbeldi gagnvart lituðu fólki er rótgróið. Við erum búin að fá nóg,“ skrifaði Michael Jordan. Looking at some of the most powerful messages from athletes and coaches in the aftermath of George Floyd's death. pic.twitter.com/inonNhLe71— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 3, 2020 Sá næsti sem komst í hópinn með áhrifamestu skilaboðunum er NFL-leikstjórnandinn Russel Wilson sem sagði að bandaríska þjóðin geti ekki lengur látið sem ekkert séð því ástandið þurfi að breytast strax í dag. „Við getum ekki lengur látið sem svo að rasismi heyri sögunni til eða að hann hafi aldrei verið til. Ofbeldið gagnvart svörtu og lituðu fólki verður að hætta. Við þurfum breytingu strax í dag,“ skrifaði Russell Wilson. Þriðji í röðinni var Patrick Mahomes, leikstjórnandi NFL-meistara Kansas City Chiefs og einn allra besti leikmaður deildarinnar. „Ég vona að þjóðin geti lært af óréttlætinu sem við höfum orðið vitni að svo að þetta verði eins og í búningsklefanum þar sem allir eru viðurkenndir,“ skrifaði Patrick Mahomes. Aðrir sem eru teknir fyrir í samantekt USA Today eru bandaríski landsliðsþjálfarinn Gregg Popovich og nýliðinn Joe Burrow sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali NFL-deildarinnar. „Þetta er ekki pólitík. Þetta eru mannréttindi,“ skrifaði Joe Burrow meðal annars. Síðastur er síðan Colin Kaepernick sem fórnaði NFL-ferlinum sínum til að berjast fyrir réttindum blökkumanna og var í staðinn útskúfaður úr NFL-deildinni. Hans orð eru líka tekin fyrir þar sem hann segir að uppreisn fólksins séu einu rökréttu viðbrögðin.
Dauði George Floyd NBA NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira