Ósátt við að Ísland sé auglýst með peysum sem ekki eru prjónaðar hér á landi Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2020 12:40 Fátt er íslenskara en lopapeysan. En það þyrfti að segja Þuríði formanni Handprjónasambandsins tvisvar og aftur þá að þessi peysa sé prjónuð á Íslandi en ekki í Kína. Í gær var keyrð af stað herferð sem gengur út á að auglýsa íslenskar afurðir. Heilsíðuauglýsing birtist í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni: „Þegar þú velur íslenskt tekur atvinnulífið við sér“. Það sem hins vegar fer fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum er sú nöturlega staðreynd að ein fyrirsætan á myndinni, en á auglýsingunni getur að líta mynd af fjögurra manna fjölskyldu, er í peysu frá Farmers Market. Þuríði Einarsdóttur, sem er formaður Handprjónasambandsins, henni er ekki skemmt: Þuríður Einarsdóttir segir að hér sé alltof langt gengið. „Konan er í peysu sem í fljótu bragði gæti litið út eins og lopapeysa. En þessa peysu má finna á sölusíðunni hjá Farmers Market og það þarf að sýna mér fram á eitthvað annað það ef á að sannfæra mig um að þessi peysa sé ekki prjónuð í Kína eða Litháen,“ segir Þuríður. Pínlegt samhengi Atvinnulífið er líf okkar allra, segir í texta herferðarinnar: „Til að samfélagið okkar virki þurfa ótal þættir að koma saman. Atvinnulífið er þéttriðið net af framleiðslu, verslun og þjónustu, samofið lífinu í landinu. Við eigum allt okkar undir að halda því gangandi. Í hvert sinn sem þú velur íslenskar vörur í búðinni eða kaupir þjónustu af íslensku fyrirtæki hefur þú jákvæð áhrif um allt samfélagið.“ Í auglýsingunni er dregin upp sú mynd að vísitölufjölskyldan fer Gullna hringinn og þá tekur atvinnulífið kipp. „Þegar stelpan í sjoppunni við Geysi fer í klippingu á Selfossi kemur annar kippur…“ Fjölmörg virt íslensk samtök standa að auglýsingaherferðinni, öll þau helstu og standa þau á herðum sjálfu Stjórnarráði Íslands: Veljum íslenskt ... þegar hentar. Þuríður segir þetta skjóta skökku við. Fátt er íslenskara en lopapeysan. Hún segir það auðvitað svo að framleidd séu föt erlendis sem við svo kaupum. „En þegar það er komið út í að láta þetta líta út sem íslenskt en er ekki um leið og verið er að hvetja fólk til að kaupa íslenskt, þá er langt gengið.“ Vont að þau viti ekki betur Það er auglýsingastofan Hvíta húsið sem gerir auglýsinguna. Þuríður hefur sett sig í samband við teiknarann. „Já, stúlkuna sem gerir þessa auglýsingu. Hún var með stílista í þessu. Sá sem velur fötin þetta. Hún vissi ekki betur en að fólkið væri í íslenskum fötum,“ segir Þuríður og segir það eiginlega verra ef eitthvað er. Að við séum komin þangað að fólk viti ekki betur þegar íslenska lopapeysan er annars vegar. Henni þykir það ekki gott til afspurnar. Og allt þetta tiltæki reyndar hið pínlegasta. Uppfært 5. júlí kl. 10:50 Upphafleg fyrirsögn var „Veljum íslenskt í kínverskri lopapeysu“. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum sem fréttastofu hefur borist er umrædd peysa ekki framleidd í Kína og er fyrirsögnin því misvísandi. Beðist er velvirðingar á þessu. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Prjónaskapur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Sjá meira
Í gær var keyrð af stað herferð sem gengur út á að auglýsa íslenskar afurðir. Heilsíðuauglýsing birtist í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni: „Þegar þú velur íslenskt tekur atvinnulífið við sér“. Það sem hins vegar fer fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum er sú nöturlega staðreynd að ein fyrirsætan á myndinni, en á auglýsingunni getur að líta mynd af fjögurra manna fjölskyldu, er í peysu frá Farmers Market. Þuríði Einarsdóttur, sem er formaður Handprjónasambandsins, henni er ekki skemmt: Þuríður Einarsdóttir segir að hér sé alltof langt gengið. „Konan er í peysu sem í fljótu bragði gæti litið út eins og lopapeysa. En þessa peysu má finna á sölusíðunni hjá Farmers Market og það þarf að sýna mér fram á eitthvað annað það ef á að sannfæra mig um að þessi peysa sé ekki prjónuð í Kína eða Litháen,“ segir Þuríður. Pínlegt samhengi Atvinnulífið er líf okkar allra, segir í texta herferðarinnar: „Til að samfélagið okkar virki þurfa ótal þættir að koma saman. Atvinnulífið er þéttriðið net af framleiðslu, verslun og þjónustu, samofið lífinu í landinu. Við eigum allt okkar undir að halda því gangandi. Í hvert sinn sem þú velur íslenskar vörur í búðinni eða kaupir þjónustu af íslensku fyrirtæki hefur þú jákvæð áhrif um allt samfélagið.“ Í auglýsingunni er dregin upp sú mynd að vísitölufjölskyldan fer Gullna hringinn og þá tekur atvinnulífið kipp. „Þegar stelpan í sjoppunni við Geysi fer í klippingu á Selfossi kemur annar kippur…“ Fjölmörg virt íslensk samtök standa að auglýsingaherferðinni, öll þau helstu og standa þau á herðum sjálfu Stjórnarráði Íslands: Veljum íslenskt ... þegar hentar. Þuríður segir þetta skjóta skökku við. Fátt er íslenskara en lopapeysan. Hún segir það auðvitað svo að framleidd séu föt erlendis sem við svo kaupum. „En þegar það er komið út í að láta þetta líta út sem íslenskt en er ekki um leið og verið er að hvetja fólk til að kaupa íslenskt, þá er langt gengið.“ Vont að þau viti ekki betur Það er auglýsingastofan Hvíta húsið sem gerir auglýsinguna. Þuríður hefur sett sig í samband við teiknarann. „Já, stúlkuna sem gerir þessa auglýsingu. Hún var með stílista í þessu. Sá sem velur fötin þetta. Hún vissi ekki betur en að fólkið væri í íslenskum fötum,“ segir Þuríður og segir það eiginlega verra ef eitthvað er. Að við séum komin þangað að fólk viti ekki betur þegar íslenska lopapeysan er annars vegar. Henni þykir það ekki gott til afspurnar. Og allt þetta tiltæki reyndar hið pínlegasta. Uppfært 5. júlí kl. 10:50 Upphafleg fyrirsögn var „Veljum íslenskt í kínverskri lopapeysu“. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum sem fréttastofu hefur borist er umrædd peysa ekki framleidd í Kína og er fyrirsögnin því misvísandi. Beðist er velvirðingar á þessu.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Prjónaskapur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Sjá meira