Öllum krísum fylgja tækifæri Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar 5. júní 2020 07:30 Ég á frænda í Þýskalandi sem er menntaður smiður. Hann rak einu sinni eigið fyrirtæki en rekstur þess gekk frekar illa, sérstaklega þegar efnahagshrunið gekk í garð árið 2008. Merkilegt nokk þá fundu þjóðverjar einnig fyrir hruninu, en reyndar var upplifun þeirra ekki alveg jafn dramatísk og okkar hér á Íslandi. Eftir að hafa gefist upp á rekstrinum gerðist frændi minn verktaki. Vinnan sem hann fékk var kannski ekki sú sem hann hafði upphaflega vonast eftir en tekjurnar og vinnutíminn voru í það minnsta stöðug. Alveg þar til núna í vor. Skyndilega biðu hans fleiri verkefni og meiri vinna en hann hafði nokkru sinni fengið og fór nú aldeilis að hækka í pyngjunni hans. Frændi minn er verktaki hjá líkkistusmiðju. Sambandslandið hans er eitt þeirra sem að í Þýskalandi fóru hvað verst út úr Covid-19 faraldrinum. Hér sannast gamalt spakmæli um að dauði eins er annars brauð. Það er ekkert leyndarmál að framundan eru erfiðir tímar. Atvinnuleysi er í algleymingi, efnahagurinn hefur tekið á sig gríðarlegt högg og hvert sem litið er blasir við óvissa og örvænting. Er mér m.a. hugsað til föður míns sem að rekur ferðaþjónustufyrirtæki útá landi, en fyrir honum er útlitið kolsvart framundan. Við megum samt ekki gleyma því sem að mikilvægast er, en það er lífið sjálft. Þrátt fyrir ástandið hér á landi og þrátt fyrir að hér hafi orðið mannfall, þá þykir mér samt rétt að benda á að ástandið gæti verið mun verra. Þeir sem hafa það að atvinnu hérlendis að smíða líkkistur munu ekki verða jafn ríkir af þessu og sumir af kolegum þeirra erlendis. Nú ber okkur, sem þjóð, að horfa fram á vegin, að finna björtu hliðarnar. Og við munum finna þær. Öllum krísum fylgja tækifæri. Við Íslendingar höfum sýnt fram á það í gegnum tíðina að við erum einstaklega þrautseig þegar kemur að krísum. Við endurbyggðum Heimaey, við höfum endurbyggt efnahaginn eftir hrun, oftar en einu sinni. Við virðumst hafa staðið af okkur mest allan faraldurinn og við munum, með þessari sömu þrautsegju, samvinnu og aðlögunarhæfni, standast þetta högg sem efnahagurinn varð fyrir. Við munum endurbyggja efnahag og velferð landsins. Aftur! Höfundur er meðlimur Framsóknarflokksins og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ég á frænda í Þýskalandi sem er menntaður smiður. Hann rak einu sinni eigið fyrirtæki en rekstur þess gekk frekar illa, sérstaklega þegar efnahagshrunið gekk í garð árið 2008. Merkilegt nokk þá fundu þjóðverjar einnig fyrir hruninu, en reyndar var upplifun þeirra ekki alveg jafn dramatísk og okkar hér á Íslandi. Eftir að hafa gefist upp á rekstrinum gerðist frændi minn verktaki. Vinnan sem hann fékk var kannski ekki sú sem hann hafði upphaflega vonast eftir en tekjurnar og vinnutíminn voru í það minnsta stöðug. Alveg þar til núna í vor. Skyndilega biðu hans fleiri verkefni og meiri vinna en hann hafði nokkru sinni fengið og fór nú aldeilis að hækka í pyngjunni hans. Frændi minn er verktaki hjá líkkistusmiðju. Sambandslandið hans er eitt þeirra sem að í Þýskalandi fóru hvað verst út úr Covid-19 faraldrinum. Hér sannast gamalt spakmæli um að dauði eins er annars brauð. Það er ekkert leyndarmál að framundan eru erfiðir tímar. Atvinnuleysi er í algleymingi, efnahagurinn hefur tekið á sig gríðarlegt högg og hvert sem litið er blasir við óvissa og örvænting. Er mér m.a. hugsað til föður míns sem að rekur ferðaþjónustufyrirtæki útá landi, en fyrir honum er útlitið kolsvart framundan. Við megum samt ekki gleyma því sem að mikilvægast er, en það er lífið sjálft. Þrátt fyrir ástandið hér á landi og þrátt fyrir að hér hafi orðið mannfall, þá þykir mér samt rétt að benda á að ástandið gæti verið mun verra. Þeir sem hafa það að atvinnu hérlendis að smíða líkkistur munu ekki verða jafn ríkir af þessu og sumir af kolegum þeirra erlendis. Nú ber okkur, sem þjóð, að horfa fram á vegin, að finna björtu hliðarnar. Og við munum finna þær. Öllum krísum fylgja tækifæri. Við Íslendingar höfum sýnt fram á það í gegnum tíðina að við erum einstaklega þrautseig þegar kemur að krísum. Við endurbyggðum Heimaey, við höfum endurbyggt efnahaginn eftir hrun, oftar en einu sinni. Við virðumst hafa staðið af okkur mest allan faraldurinn og við munum, með þessari sömu þrautsegju, samvinnu og aðlögunarhæfni, standast þetta högg sem efnahagurinn varð fyrir. Við munum endurbyggja efnahag og velferð landsins. Aftur! Höfundur er meðlimur Framsóknarflokksins og rithöfundur.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar