Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Andri Eysteinsson skrifar 6. júní 2020 16:26 Donald Trump, hér á fundi með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, ætlar að minnka verulega þann fjölda hermanna sem staðsettir eru í Þýskalandi. Getty/Ralf Hirschberger Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. Viðvera bandarískra hermanna í Þýskalandi á sér langa sögu og þykir táknræn fyrir stuðning Washington við evrópska bandamenn sína. Politico greinir frá því að forsetinn vilji að ekki verði fleiri en 25.000 bandarískir hermenn staðsettir í Þýskalandi og þyrfti því að kalla um 9.700 hermenn heim til Bandaríkjanna, nærri 30% bandaríska heraflans. Þetta hefur miðillinn eftir ónefndum starfsmönnum og fyrrverandi starfsmönnum innan ríkisstjórnarinnar. Í byrjun apríl voru samkvæmt skýrslu Pentagon 34.674 bandarískir hermenn staðsettir í Þýskalandi, þar af voru 20.774 úr landgönguliði og 12.980 úr bandaríska flughernum. Þá starfa um 19.000 til viðbótar á bandarískum herstöðvum og þykir víst að skera verður niður fjölda starfsmanna eftir að hermenn verða kallaðir heim. Með fækkun hermanna í Evrópu er snúið við þeirri þróun sem hefur orðið síðustu ár með fjölgun bandarískra hermanna sem talin er hafa verið sett til höfuðs Rússum. Aðalritari norður-atlantshafsbandalagsins, Jens Stoltenberg, hefur neitað fyrir það að Bandaríkjaforseti hafi ekki áhuga á starfi Bandaríkjanna innan NATO en forsetinn hefur gagnrýnt bandalagið og sérstaklega ríki þess sem ekki greiða jafnmikið til bandalagsins og Bandaríkjamenn gera. Stoltenberg hefur bent á það að með fækkun Bandarískra hermanna í Evrópu hljóti yfirvöld í Rússlandi að kætast. Politico greinir frá því að yfirmönnum hjá NATO hafi ekki verið gert viðvart um áform bandarísku stjórnarinnar. Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. Viðvera bandarískra hermanna í Þýskalandi á sér langa sögu og þykir táknræn fyrir stuðning Washington við evrópska bandamenn sína. Politico greinir frá því að forsetinn vilji að ekki verði fleiri en 25.000 bandarískir hermenn staðsettir í Þýskalandi og þyrfti því að kalla um 9.700 hermenn heim til Bandaríkjanna, nærri 30% bandaríska heraflans. Þetta hefur miðillinn eftir ónefndum starfsmönnum og fyrrverandi starfsmönnum innan ríkisstjórnarinnar. Í byrjun apríl voru samkvæmt skýrslu Pentagon 34.674 bandarískir hermenn staðsettir í Þýskalandi, þar af voru 20.774 úr landgönguliði og 12.980 úr bandaríska flughernum. Þá starfa um 19.000 til viðbótar á bandarískum herstöðvum og þykir víst að skera verður niður fjölda starfsmanna eftir að hermenn verða kallaðir heim. Með fækkun hermanna í Evrópu er snúið við þeirri þróun sem hefur orðið síðustu ár með fjölgun bandarískra hermanna sem talin er hafa verið sett til höfuðs Rússum. Aðalritari norður-atlantshafsbandalagsins, Jens Stoltenberg, hefur neitað fyrir það að Bandaríkjaforseti hafi ekki áhuga á starfi Bandaríkjanna innan NATO en forsetinn hefur gagnrýnt bandalagið og sérstaklega ríki þess sem ekki greiða jafnmikið til bandalagsins og Bandaríkjamenn gera. Stoltenberg hefur bent á það að með fækkun Bandarískra hermanna í Evrópu hljóti yfirvöld í Rússlandi að kætast. Politico greinir frá því að yfirmönnum hjá NATO hafi ekki verið gert viðvart um áform bandarísku stjórnarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira