Bush á meðal repúblikana sem ætla ekki að kjósa Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 12:13 George W. Bush, sem var forseti Bandaríkjanna frá 2001 til 2009, kaus Trump ekki árið 2016 og ætlar heldur ekki að gera það nú. Hann gaf frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem hann hvatti bandarísku þjóðina til einingar á sama tíma og Trump hótaði að beita mótmælendur lögregluofbeldis og kynþáttahyggju hörku. Vísir/EPA Nokkrir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum ætla annað hvort ekki að kjósa Donald Trump í forsetakosningunum í haust eða jafnvel greiða Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt. George W. Bush, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem ætlar ekki að styðja Trump til endurkjörs. Eftir að Trump tryggði sér útnefningu Repúblikanaflokksins og vann sigur í kosningunum árið 2016 þögnuðu nær allar gagnrýnisraddir sem heyrðust innan flokksins þegar framboð raunveruleikastjörnunnar var ekki tekið alvarlega. Sem forseti hefur Trump nánast ekki mætt neinu andófi innan eigin flokks jafnvel þegar hann hefur þótt brjóta gegn gamalgrónum hefðum og venjum um hegðun forseta. Repúblikanar sem voru ósammála Trump hafa ýmist fylkt sér að baki honum eða hætt á þingi frekar en að þurfa að þola formælingar forsetans á samfélagmiðlum og kosningafundum. Þannig hafa þingmenn repúblikana að miklu leyti setið hljóðir undir furðulegustu uppákomum forsetatíðar Trump eins og þegar forsetinn þráaðist við að fordæma nýnasista og hvíta þjóðernissinna eftir óeirðir í Charlottesville árið 2017 og hann tók orð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta fram yfir bandarísku leyniþjónustuna á fundi þeirra árið 2018. Nú segir New York Times hins vegar að nokkrir nafntogaðir repúblikanar glími við hversu langt þeir eigi að ganga í að upplýsa um að þeir ætli ekki að styðja Trump til endurkjörs í nóvember. Sumir eru jafnvel sagðir ætla að greiða Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og forsetaefni demókrata, atkvæði sitt. Romney (t.h.) var harðorður gegn Trump í forvalin repúblikana árið 2016. Eftir að Trump varð forseti dró Romney úr gagnrýni sinni. Hann var síðan eini öldungadeildarþingmaður repúblikana sem greiddi atkvæði með því að Trump væri sakfelldur fyrir embættisbrot í febrúar.Vísir/Getty Viðbrögð við mótmælum og faraldurinn auka á áhyggjurnar Atburðir undanfarinna vikna eru sagðar hafa aukið áhyggjur þeirra um hæfni Trump til að gegna embætti forseta. Trump hefur hóta að beita hernum til að kveða niður mótmæli gegn lögregluofbeldi og kynþáttahyggju og er sakaður um að hafa klúðrað viðbrögðum alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum. Bush ætlar ekki að kjósa Trump og bróðir hans Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri á Flórída og frambjóðandi í forvali repúblikana árið 2016, er ekki viss um hvernig hann ætlar að kjósa. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah og forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, ætlar heldur ekki að kjósa Trump. Romney var eini repúblikaninn sem greiddi atkvæði með því að Trump yrði sakfelldur fyrir embættisbrot í þinginu í vetur. Cindy McCain, ekkja Johns McCain öldungadeildarþingmanns, er sögð ætla að greiða Biden atkvæði sitt nær örugglega en óviss um hvort hún eigi að lýsa því yfir opinberlega vegna þess að sonur hennar hyggur á framboð. Trump hefur haldið áfram að níða McCain jafnvel eftir að hann lést úr krabbameini í fyrra. Ekkert þeirra greiddi Trump þó atkvæði sitt heldur árið 2016. Andstaða þeirra nú er hins vegar talin geta vegið þyngra þar sem að þessu sinni reyna repúblikanar að halda forsetaembættinu og völdum í öldungadeild þingsins. Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Bush og formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, varð fyrsti þekkti repúblikaninn til þess að lýsa formlega yfir stuðningi við Biden í sjónvarpsviðtali í dag. Fleiri repúblikanar hafa lýst miklum efasemdum um Trump undanfarið. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Alaska, lýsti sig sammála harðorðri yfirlýsingu James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trump, í síðustu viku. Mattis sakaði Trump um að ala á sundrung og ýjaði að því að hann virti ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir forsetinn lét rýma torg af mótmælendum við Hvíta húsið á mánudag til þess að hann gæti látið taka myndir af sér við kirkju. Murkowski sagðist „vandræðast“ með hvort hún ætlaði að kjósa Trump í haust. Fyrir vikið uppskar Murkowski reiði Trump sem tísti um að hann ætlaði sér að berjast gegn endurkjöri hennar á þing eftir tvö ár. Few people know where they ll be in two years from now, but I do, in the Great State of Alaska (which I love) campaigning against Senator Lisa Murkowski. She voted against HealthCare, Justice Kavanaugh, and much else...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020 Á hinn bóginn nýtur Trump stuðnings mun fleiri kjörinna fulltrúa nú sem forseti en hann gerði fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum, þar á meðal einarðs stuðnings forystusveitar Repúblikanaflokksins á þingi. Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd George W. Bush Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Nokkrir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum ætla annað hvort ekki að kjósa Donald Trump í forsetakosningunum í haust eða jafnvel greiða Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt. George W. Bush, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem ætlar ekki að styðja Trump til endurkjörs. Eftir að Trump tryggði sér útnefningu Repúblikanaflokksins og vann sigur í kosningunum árið 2016 þögnuðu nær allar gagnrýnisraddir sem heyrðust innan flokksins þegar framboð raunveruleikastjörnunnar var ekki tekið alvarlega. Sem forseti hefur Trump nánast ekki mætt neinu andófi innan eigin flokks jafnvel þegar hann hefur þótt brjóta gegn gamalgrónum hefðum og venjum um hegðun forseta. Repúblikanar sem voru ósammála Trump hafa ýmist fylkt sér að baki honum eða hætt á þingi frekar en að þurfa að þola formælingar forsetans á samfélagmiðlum og kosningafundum. Þannig hafa þingmenn repúblikana að miklu leyti setið hljóðir undir furðulegustu uppákomum forsetatíðar Trump eins og þegar forsetinn þráaðist við að fordæma nýnasista og hvíta þjóðernissinna eftir óeirðir í Charlottesville árið 2017 og hann tók orð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta fram yfir bandarísku leyniþjónustuna á fundi þeirra árið 2018. Nú segir New York Times hins vegar að nokkrir nafntogaðir repúblikanar glími við hversu langt þeir eigi að ganga í að upplýsa um að þeir ætli ekki að styðja Trump til endurkjörs í nóvember. Sumir eru jafnvel sagðir ætla að greiða Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og forsetaefni demókrata, atkvæði sitt. Romney (t.h.) var harðorður gegn Trump í forvalin repúblikana árið 2016. Eftir að Trump varð forseti dró Romney úr gagnrýni sinni. Hann var síðan eini öldungadeildarþingmaður repúblikana sem greiddi atkvæði með því að Trump væri sakfelldur fyrir embættisbrot í febrúar.Vísir/Getty Viðbrögð við mótmælum og faraldurinn auka á áhyggjurnar Atburðir undanfarinna vikna eru sagðar hafa aukið áhyggjur þeirra um hæfni Trump til að gegna embætti forseta. Trump hefur hóta að beita hernum til að kveða niður mótmæli gegn lögregluofbeldi og kynþáttahyggju og er sakaður um að hafa klúðrað viðbrögðum alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum. Bush ætlar ekki að kjósa Trump og bróðir hans Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri á Flórída og frambjóðandi í forvali repúblikana árið 2016, er ekki viss um hvernig hann ætlar að kjósa. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah og forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, ætlar heldur ekki að kjósa Trump. Romney var eini repúblikaninn sem greiddi atkvæði með því að Trump yrði sakfelldur fyrir embættisbrot í þinginu í vetur. Cindy McCain, ekkja Johns McCain öldungadeildarþingmanns, er sögð ætla að greiða Biden atkvæði sitt nær örugglega en óviss um hvort hún eigi að lýsa því yfir opinberlega vegna þess að sonur hennar hyggur á framboð. Trump hefur haldið áfram að níða McCain jafnvel eftir að hann lést úr krabbameini í fyrra. Ekkert þeirra greiddi Trump þó atkvæði sitt heldur árið 2016. Andstaða þeirra nú er hins vegar talin geta vegið þyngra þar sem að þessu sinni reyna repúblikanar að halda forsetaembættinu og völdum í öldungadeild þingsins. Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Bush og formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, varð fyrsti þekkti repúblikaninn til þess að lýsa formlega yfir stuðningi við Biden í sjónvarpsviðtali í dag. Fleiri repúblikanar hafa lýst miklum efasemdum um Trump undanfarið. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Alaska, lýsti sig sammála harðorðri yfirlýsingu James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trump, í síðustu viku. Mattis sakaði Trump um að ala á sundrung og ýjaði að því að hann virti ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir forsetinn lét rýma torg af mótmælendum við Hvíta húsið á mánudag til þess að hann gæti látið taka myndir af sér við kirkju. Murkowski sagðist „vandræðast“ með hvort hún ætlaði að kjósa Trump í haust. Fyrir vikið uppskar Murkowski reiði Trump sem tísti um að hann ætlaði sér að berjast gegn endurkjöri hennar á þing eftir tvö ár. Few people know where they ll be in two years from now, but I do, in the Great State of Alaska (which I love) campaigning against Senator Lisa Murkowski. She voted against HealthCare, Justice Kavanaugh, and much else...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020 Á hinn bóginn nýtur Trump stuðnings mun fleiri kjörinna fulltrúa nú sem forseti en hann gerði fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum, þar á meðal einarðs stuðnings forystusveitar Repúblikanaflokksins á þingi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd George W. Bush Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13
Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08
Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38