Lítið um hátíðarhöld í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2020 13:21 Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík í dag. Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. Víðast hvar hefur hátíðarhöldum verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Á völdum stöðum fer þó óhefðbundin dagskrá fram og eru hátíðarhöld þá minni en alla jafna. Í Vestmannaeyjum fer sjómannamessa og minningarathöfn fram klukkan 13. Í Hrísey fara hátíðarhöld fram með heldur óbreyttu sniði. „Við erum byrjuð. Við byrjuðum hér klukkan 10 með siglingu og erum í henni núna. Tökum klukkutíma siglinu, það er ferjan og svo flestir smábárat sem eru hér í eynni,“ sagði Þröstur Jóhannsson, skipstjóri á Hríseyjarferjunni. Sjómannamessa fer fram klukkan rúmlega ellefu og munu ferjumenn síðan grilla pylsur ofan í mannskapinn. „Nú síðan verður börnunum boðið upp á að fara á slöngubát björgunarsveitarinnar. Það er alltaf vinsælt að fara hring og fara hratt. Veðrið býður upp á það í dag. Það er frábært veður, sunnangola það gerist ekki betra,“ sagði Þröstur. Hátíð hafsins sem haldin hefur verið við Gömlu höfnina í Reykjavík undanfarin ár hefur verið vel sótt. Í ár var hátíðinni aflýstHátíð hafsins Formaður Sjómannasambandsins segir daginn í ár ansi skrítinn enda er vaninn að margir komi saman og gleðjist með sjómönnum. Í dag hrósar hann sjómönnum fyrir varkárni á tímum kórónuveirunnar. Lítið var um smit á sjó. „Menn fóru bara í þetta af alvöru. Gerðu þetta vel. Hlýddu fyrirmælum sóttvarnarlæknis og landlækni og unnu þetta með útgerðunum sínum. Það er ekki annað hægt en að hrósa sjómönnum fyrir það hve duglegir þeir voru við þetta því þetta hefði getað orðið mjög alvarlegt ef marar sýkingar hefðu komið upp í skipin. Þá hefðu menn ekki haldið vinnunni. Til hamingju með daginn strákar og stelpur og allir bara. Gerum þetta vel áfram og skemmtum okkur í dag þó dagurinn sé ekki eins og undanfarin ár. Verum saman og höfum gaman,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjómannadagurinn Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. Víðast hvar hefur hátíðarhöldum verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Á völdum stöðum fer þó óhefðbundin dagskrá fram og eru hátíðarhöld þá minni en alla jafna. Í Vestmannaeyjum fer sjómannamessa og minningarathöfn fram klukkan 13. Í Hrísey fara hátíðarhöld fram með heldur óbreyttu sniði. „Við erum byrjuð. Við byrjuðum hér klukkan 10 með siglingu og erum í henni núna. Tökum klukkutíma siglinu, það er ferjan og svo flestir smábárat sem eru hér í eynni,“ sagði Þröstur Jóhannsson, skipstjóri á Hríseyjarferjunni. Sjómannamessa fer fram klukkan rúmlega ellefu og munu ferjumenn síðan grilla pylsur ofan í mannskapinn. „Nú síðan verður börnunum boðið upp á að fara á slöngubát björgunarsveitarinnar. Það er alltaf vinsælt að fara hring og fara hratt. Veðrið býður upp á það í dag. Það er frábært veður, sunnangola það gerist ekki betra,“ sagði Þröstur. Hátíð hafsins sem haldin hefur verið við Gömlu höfnina í Reykjavík undanfarin ár hefur verið vel sótt. Í ár var hátíðinni aflýstHátíð hafsins Formaður Sjómannasambandsins segir daginn í ár ansi skrítinn enda er vaninn að margir komi saman og gleðjist með sjómönnum. Í dag hrósar hann sjómönnum fyrir varkárni á tímum kórónuveirunnar. Lítið var um smit á sjó. „Menn fóru bara í þetta af alvöru. Gerðu þetta vel. Hlýddu fyrirmælum sóttvarnarlæknis og landlækni og unnu þetta með útgerðunum sínum. Það er ekki annað hægt en að hrósa sjómönnum fyrir það hve duglegir þeir voru við þetta því þetta hefði getað orðið mjög alvarlegt ef marar sýkingar hefðu komið upp í skipin. Þá hefðu menn ekki haldið vinnunni. Til hamingju með daginn strákar og stelpur og allir bara. Gerum þetta vel áfram og skemmtum okkur í dag þó dagurinn sé ekki eins og undanfarin ár. Verum saman og höfum gaman,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjómannadagurinn Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“