Einmanalegt að standa vaktina í samkomubanni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2020 22:00 Ómar Freyr Söndruson segir að það hafi verið einmanalegt og raunar hundleiðinlegt að standa vaktina í samkomubanni. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Starfsmaður í ferðaþjónustu segir að það hafi verið einmanalegt að standa vaktina á meðan á samkomubanninu stóð. Íslendingar á ferðalagi segja yndislegt að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. Vanalega eru þrír til fjórir á hverri vakt í versluninni Baulu en þegar faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst stóð einn starfsmaður vaktina í einu. „Það var hundleiðinlegt. Maður var einn í átta tíma og hafði engan til að tala við. Það var enginn að koma þannig að maður þurfti bara að dunda sér og finna eitthvað að gera,“ sagði Ómar Freyr Söndruson, starfsmaður Baulu. Nú sé lífið komið í eðlilegra horf og segist hann sjá marga Íslendinga á ferðalagi. „Rosa, það er brjálað að gera um helgar. Núna á virkum dögum er fullt af fólki á ferðinni,“ sagði Ómar. Blómasetrið í Borgarnesi er fjölskyldufyrirtæki. Þau þurftu að skella í lás 24 mars og opnuðu aftur 16 maí. „Gistingin hrundi alveg hjá okkur og náttúrulega engin innkoma á þessum tíma,“ sagði Svava Víglundsdóttir, hjá Blómasetrinu. Hún segir erlenda ferðamenn byrjaða að bóka gistingu á ný. „Já fólk er bjartsýnt, ég held ég hafi fengið bókun í gær fyrir lok júní,“ sagði Katrín Huld Bjarnadóttir, hjá Blómasetrinu. Þær Sigrún og Vilborg voru á ferðalagi um landið í vikunni. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa rakst á þrjár konur sem voru á ferðalagi um landið. Þær segja einstakt að skoða landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. „Við fórum upp í Hraunfossa og Barnafoss. Við vorum aleinar og áttum bara svæðið. Ég var þarna í fyrra og þá voru um tíu rútur. Þannig að þetta var yndislegt,“ sagði Sigrún Knútsdóttir. Hvernig finnst þér að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum? „Ég held að þetta sé eini sénsinn að gera þetta núna,“ sagði vilborg Guðmundsdóttir. Þær ætla að nýta tímann og ferðast á meðan hér eru fáir ferðamenn. „Absalút að styðja við fólkið sem er að berjast í því að halda úti þjónustu við okkur,“ sagði Vilborg. „Hótelin eru að bjóða okkur svo mikinn afstlátt í sumar þannig að það er allt öðruvísi að ferðast núna heldur en oft áður,“ sagði Sigrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Borgarbyggð Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Starfsmaður í ferðaþjónustu segir að það hafi verið einmanalegt að standa vaktina á meðan á samkomubanninu stóð. Íslendingar á ferðalagi segja yndislegt að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. Vanalega eru þrír til fjórir á hverri vakt í versluninni Baulu en þegar faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst stóð einn starfsmaður vaktina í einu. „Það var hundleiðinlegt. Maður var einn í átta tíma og hafði engan til að tala við. Það var enginn að koma þannig að maður þurfti bara að dunda sér og finna eitthvað að gera,“ sagði Ómar Freyr Söndruson, starfsmaður Baulu. Nú sé lífið komið í eðlilegra horf og segist hann sjá marga Íslendinga á ferðalagi. „Rosa, það er brjálað að gera um helgar. Núna á virkum dögum er fullt af fólki á ferðinni,“ sagði Ómar. Blómasetrið í Borgarnesi er fjölskyldufyrirtæki. Þau þurftu að skella í lás 24 mars og opnuðu aftur 16 maí. „Gistingin hrundi alveg hjá okkur og náttúrulega engin innkoma á þessum tíma,“ sagði Svava Víglundsdóttir, hjá Blómasetrinu. Hún segir erlenda ferðamenn byrjaða að bóka gistingu á ný. „Já fólk er bjartsýnt, ég held ég hafi fengið bókun í gær fyrir lok júní,“ sagði Katrín Huld Bjarnadóttir, hjá Blómasetrinu. Þær Sigrún og Vilborg voru á ferðalagi um landið í vikunni. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa rakst á þrjár konur sem voru á ferðalagi um landið. Þær segja einstakt að skoða landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. „Við fórum upp í Hraunfossa og Barnafoss. Við vorum aleinar og áttum bara svæðið. Ég var þarna í fyrra og þá voru um tíu rútur. Þannig að þetta var yndislegt,“ sagði Sigrún Knútsdóttir. Hvernig finnst þér að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum? „Ég held að þetta sé eini sénsinn að gera þetta núna,“ sagði vilborg Guðmundsdóttir. Þær ætla að nýta tímann og ferðast á meðan hér eru fáir ferðamenn. „Absalút að styðja við fólkið sem er að berjast í því að halda úti þjónustu við okkur,“ sagði Vilborg. „Hótelin eru að bjóða okkur svo mikinn afstlátt í sumar þannig að það er allt öðruvísi að ferðast núna heldur en oft áður,“ sagði Sigrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Borgarbyggð Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira