Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2020 23:30 Mitt Romney er lítt hrifinn af Donald Trump. AP/Susan Walsh) Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. Romney, sem hefur verið afar gagnrýninn á stefnu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var hluti af hópi um þúsund kristinna mótmælenda sem gengu í átt að Hvíta húsinu í dag til þess að mótmæla morðinu á George Floyd, lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. Romney ræddi stuttlega við blaðamann Washington Post sem spurði þingmanninn af hverju hann tæki þátt í mótmælunum „Það þarf að finna leið til að binda enda á ofbeldi og hrottaskap og að tryggja að fólk skilji að svört líf skipta máli,“ sagði Romney. .@SenatorRomney marching in front of the WH: “We need a voice against racism, we need many voices against racism and against brutality. And we need to stand up and say black lives matter.” (w/ @alivitali) pic.twitter.com/rGrXvM6wty— Haley Talbot (@haleytalbotnbc) June 7, 2020 Romney er einn af háttsettum Repúblikönum sem segjast ekki geta stutt Trump en á meðal þeirra eru George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Colin Powell, sem starfaði sem utanríkisráðherra í forsetatíð Bush. Powell hefur raunar sagst ætla að styðja Joe Biden, forsetaframbjóðenda Demókrata í forsetakosningunum í haust. Ekkert lát er á mótmælum í Bandaríkjunum vegna dauða George Floyd. Gríðarlega fjölmenn mótmæli voru haldin um gervöll Bandaríkin í gær og þau virðast ætla að halda áfram í dag. Þannig eru á annað þúsund manns fyrir utan Trump International Hotel í New York þar sem stefnu forsetans er mótmælt. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram og hafa yfirvöld dregið úr viðbúnaði vegna þeirra. Sagði Donald Trump meðal annars á Twitter í morgun að hann hefði fyrirskipað að sveitir þjóðvarnarliðsins myndu hefja brottflutning frá Washington. Þá hefur borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. Romney, sem hefur verið afar gagnrýninn á stefnu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var hluti af hópi um þúsund kristinna mótmælenda sem gengu í átt að Hvíta húsinu í dag til þess að mótmæla morðinu á George Floyd, lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. Romney ræddi stuttlega við blaðamann Washington Post sem spurði þingmanninn af hverju hann tæki þátt í mótmælunum „Það þarf að finna leið til að binda enda á ofbeldi og hrottaskap og að tryggja að fólk skilji að svört líf skipta máli,“ sagði Romney. .@SenatorRomney marching in front of the WH: “We need a voice against racism, we need many voices against racism and against brutality. And we need to stand up and say black lives matter.” (w/ @alivitali) pic.twitter.com/rGrXvM6wty— Haley Talbot (@haleytalbotnbc) June 7, 2020 Romney er einn af háttsettum Repúblikönum sem segjast ekki geta stutt Trump en á meðal þeirra eru George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Colin Powell, sem starfaði sem utanríkisráðherra í forsetatíð Bush. Powell hefur raunar sagst ætla að styðja Joe Biden, forsetaframbjóðenda Demókrata í forsetakosningunum í haust. Ekkert lát er á mótmælum í Bandaríkjunum vegna dauða George Floyd. Gríðarlega fjölmenn mótmæli voru haldin um gervöll Bandaríkin í gær og þau virðast ætla að halda áfram í dag. Þannig eru á annað þúsund manns fyrir utan Trump International Hotel í New York þar sem stefnu forsetans er mótmælt. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram og hafa yfirvöld dregið úr viðbúnaði vegna þeirra. Sagði Donald Trump meðal annars á Twitter í morgun að hann hefði fyrirskipað að sveitir þjóðvarnarliðsins myndu hefja brottflutning frá Washington. Þá hefur borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira