Icelandair flýgur til ellefu áfangastaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2020 06:52 Icelandair hefur að undanförnu aðeins flogið til þriggja áfangastaða. Þann 15. júní bætast sjö við. Vísir/Vilhelm Icelandair stefnir á flug til ellefu áfangastaða frá og með 15. júní næstkomandi, en þá verður ferðatakmörkunum hingað til lands breytt. Ferðalangar sem koma hingað til lands munu ekki þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Þess í stað verður boðið upp á skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Um fyrirætlanir Icelandair er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að áfangastaðirnir sem um ræðir séu Amsterdam, Berlín, Boston, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, München, París, Stokkhólmur, Ósló og Zürich. Undanfarið hefur aðeins verið flogið til Stokkhólms, London og Boston. Það eru því átta áfangastaðir sem bætast við flugflóruna um miðjan mánuðinn. Haft er eftir Birnu Ósk Einarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair, að mikil eftirspurn sé eftir flugi til Kaupmannahafnar. Fyrstu dagarnir sem flogið verði til borgarinnar séu vel bókaðir. Þá segir Birna að unnið sé með áætlanagerð til tveggja vikna í senn. Áfangastaðirnir sem um ræðir verði því í boði tveim vikum frá 15. júní að lágmarki. Hún setur þó þann varnagla á að mögulegt sé að ekki verði farið í þau flug sem illa gengur að bóka í. Nú stendur yfir vinna við að útbúa flugáætlun fyrir dagana 1. til 15. júlí. Skimunargjald þyrnir í augum margra Birna segir einnig að fyrirhugað 15 þúsund króna skimunargjald, það er að segja gjald sem flestum sem hingað ferðast verður gert að greiða fyrir próf við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli, trufli marga sem höfðu ætlað sér að ferðast hingað til lands. Hún segir marga Dani hafi afbókað sig vegna gjaldsins. Eins hafi stórir þýskir hópar, sem bókað höfðu ferðir hingað fyrir einhverju síðan, ákveðið að hætta við með tilkomu gjaldsins. Fyrstu tvær vikurnar frá því skimun hefst á Keflavíkurflugvelli verður ekkert gjald tekið fyrir skimun. Eftir það verður öllum sem hingað ferðast og eru fæddir fyrir árið 2005 gert að greiða 15 þúsund krónur fyrir hvert próf. Uppfært klukkan 10:40: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að áfangastaðirnir sem flogið verður til væru tíu. Það er rangt. Hið rétta er að þeir eru ellefu, og hefur Ósló verið bætt við lista yfir áfangastaði. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Icelandair stefnir á flug til ellefu áfangastaða frá og með 15. júní næstkomandi, en þá verður ferðatakmörkunum hingað til lands breytt. Ferðalangar sem koma hingað til lands munu ekki þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Þess í stað verður boðið upp á skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Um fyrirætlanir Icelandair er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að áfangastaðirnir sem um ræðir séu Amsterdam, Berlín, Boston, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, München, París, Stokkhólmur, Ósló og Zürich. Undanfarið hefur aðeins verið flogið til Stokkhólms, London og Boston. Það eru því átta áfangastaðir sem bætast við flugflóruna um miðjan mánuðinn. Haft er eftir Birnu Ósk Einarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair, að mikil eftirspurn sé eftir flugi til Kaupmannahafnar. Fyrstu dagarnir sem flogið verði til borgarinnar séu vel bókaðir. Þá segir Birna að unnið sé með áætlanagerð til tveggja vikna í senn. Áfangastaðirnir sem um ræðir verði því í boði tveim vikum frá 15. júní að lágmarki. Hún setur þó þann varnagla á að mögulegt sé að ekki verði farið í þau flug sem illa gengur að bóka í. Nú stendur yfir vinna við að útbúa flugáætlun fyrir dagana 1. til 15. júlí. Skimunargjald þyrnir í augum margra Birna segir einnig að fyrirhugað 15 þúsund króna skimunargjald, það er að segja gjald sem flestum sem hingað ferðast verður gert að greiða fyrir próf við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli, trufli marga sem höfðu ætlað sér að ferðast hingað til lands. Hún segir marga Dani hafi afbókað sig vegna gjaldsins. Eins hafi stórir þýskir hópar, sem bókað höfðu ferðir hingað fyrir einhverju síðan, ákveðið að hætta við með tilkomu gjaldsins. Fyrstu tvær vikurnar frá því skimun hefst á Keflavíkurflugvelli verður ekkert gjald tekið fyrir skimun. Eftir það verður öllum sem hingað ferðast og eru fæddir fyrir árið 2005 gert að greiða 15 þúsund krónur fyrir hvert próf. Uppfært klukkan 10:40: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að áfangastaðirnir sem flogið verður til væru tíu. Það er rangt. Hið rétta er að þeir eru ellefu, og hefur Ósló verið bætt við lista yfir áfangastaði.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent