Helmingur stúdenta óttast að geta ekki mætt útgjöldum sínum Sylvía Hall skrifar 8. júní 2020 15:25 Tæplega 2500 tóku þátt í könnuninni og bárust svör frá nemendum í öllum háskólum landsins sem og í háskólum erlendis. Vísir/vilhelm Könnun Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19 dregur upp svarta mynd af stöðu stúdenta. LÍS telur stöðuna lítið hafa skánað frá því að svipaðar kannanir voru gerðar í apríl. Tæplega 2500 tóku þátt í könnuninni og bárust svör frá nemendum í öllum háskólum landsins sem og í háskólum erlendis. Niðurstaðan var sú að atvinnuleysi stúdenta væri enn um 40 prósent en í fyrrasumar voru 80 prósent svarenda í fullu starfi eða hlutastarfi. Aðeins 3,5 prósent voru þá atvinnulaus í virkri atvinnuleit. Þau segja stöðuna grafalvarlega en háskólanemar eru um átján þúsund talsins. Séu niðurstöðurnar heimfærðar á heildarfjöldann eru sjö þúsund stúdentar atvinnulausir samanborið við sex hundruð síðasta sumar. Þá sögðust 54,6 prósent ekki geta mætt útgjöldum sínum eða að þau myndu eiga erfitt með það. Í tilkynningu frá LÍS segja samtökin störf hjá hinu opinbera hjálpa mörgum stúdentum en aðeins hafi 1.500 störf verið auglýst. Það muni ekki grípa alla þá sem eru í atvinnuleit og stúdentar geti ekki beðið mikið lengur. „Sumarið líður og atvinnulausir stúdentar þurfa stuðning núna. Það er ekki hægt að bíða eftir næstu könnun eða næstu umferð auglýstra starfa, það verður of seint.“ Skrásetningargjöld íþyngjandi Þá segja þau úrræði vera nauðsynleg, einnig fyrir þá sem fá störf hjá hinu opinbera. Ráðningartímabilið sé aðeins tveir mánuðir og því einn mánuður sem stúdentar verða án tekna yfir sumartímann. Það vegi þungt í ljósi þess að 45,6 stúdenta telja 75 þúsund króna skrásetningargjöld opinberra háskóla vera íþyngjandi, og þau séu það enn frekar í einkareknum skólum. Jóhanna Ásgeirsdóttir, forseti LÍS. Háskóli Íslands ákvað að bjóða upp á sumarnám í sumar en samkvæmt tölfræði LÍS ætla 63 prósent ekki að nýta sér þann kost. Jafnframt myndu tólf prósent íhuga að taka námslán yfir sumartímann og af þeim aðeins sjö prósent ef þau yrðu áfram atvinnulaus. „LÍS furða sig ekki á þessari afstöðu stúdenta að vilja ekki skuldsetja sig frekar í efnahagskreppu. Stúdentar nýta sumarið í að safna fyrir vetrinum en námslán duga skammt í framfærslu og enganveginn til þess að safna sér inn framfærslu fyrir næsta skólaár.“ Landssamtök íslenskra stúdenta kallar eftir því að stúdentum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta. Það sé nauðsynlegt í núverandi efnahagsástandi og sé jafnframt afstaða margra, en um 2.600 skrifuðu undir ákall LÍS um að stúdentum verði tryggður réttur til bóta. „Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var tekinn af þeim árið 2010 en nú í efnahagsástandinu sem ríkir vegna COVID-19 gefst tækifæri til þess að leiðrétta það misrétti og veita stúdentum sama öryggisnet og öðru vinnandi fólki.“ Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stúdentar senda fjögurra milljarða króna reikning á stjórnvöld Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010 19. maí 2020 12:19 „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Könnun Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19 dregur upp svarta mynd af stöðu stúdenta. LÍS telur stöðuna lítið hafa skánað frá því að svipaðar kannanir voru gerðar í apríl. Tæplega 2500 tóku þátt í könnuninni og bárust svör frá nemendum í öllum háskólum landsins sem og í háskólum erlendis. Niðurstaðan var sú að atvinnuleysi stúdenta væri enn um 40 prósent en í fyrrasumar voru 80 prósent svarenda í fullu starfi eða hlutastarfi. Aðeins 3,5 prósent voru þá atvinnulaus í virkri atvinnuleit. Þau segja stöðuna grafalvarlega en háskólanemar eru um átján þúsund talsins. Séu niðurstöðurnar heimfærðar á heildarfjöldann eru sjö þúsund stúdentar atvinnulausir samanborið við sex hundruð síðasta sumar. Þá sögðust 54,6 prósent ekki geta mætt útgjöldum sínum eða að þau myndu eiga erfitt með það. Í tilkynningu frá LÍS segja samtökin störf hjá hinu opinbera hjálpa mörgum stúdentum en aðeins hafi 1.500 störf verið auglýst. Það muni ekki grípa alla þá sem eru í atvinnuleit og stúdentar geti ekki beðið mikið lengur. „Sumarið líður og atvinnulausir stúdentar þurfa stuðning núna. Það er ekki hægt að bíða eftir næstu könnun eða næstu umferð auglýstra starfa, það verður of seint.“ Skrásetningargjöld íþyngjandi Þá segja þau úrræði vera nauðsynleg, einnig fyrir þá sem fá störf hjá hinu opinbera. Ráðningartímabilið sé aðeins tveir mánuðir og því einn mánuður sem stúdentar verða án tekna yfir sumartímann. Það vegi þungt í ljósi þess að 45,6 stúdenta telja 75 þúsund króna skrásetningargjöld opinberra háskóla vera íþyngjandi, og þau séu það enn frekar í einkareknum skólum. Jóhanna Ásgeirsdóttir, forseti LÍS. Háskóli Íslands ákvað að bjóða upp á sumarnám í sumar en samkvæmt tölfræði LÍS ætla 63 prósent ekki að nýta sér þann kost. Jafnframt myndu tólf prósent íhuga að taka námslán yfir sumartímann og af þeim aðeins sjö prósent ef þau yrðu áfram atvinnulaus. „LÍS furða sig ekki á þessari afstöðu stúdenta að vilja ekki skuldsetja sig frekar í efnahagskreppu. Stúdentar nýta sumarið í að safna fyrir vetrinum en námslán duga skammt í framfærslu og enganveginn til þess að safna sér inn framfærslu fyrir næsta skólaár.“ Landssamtök íslenskra stúdenta kallar eftir því að stúdentum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta. Það sé nauðsynlegt í núverandi efnahagsástandi og sé jafnframt afstaða margra, en um 2.600 skrifuðu undir ákall LÍS um að stúdentum verði tryggður réttur til bóta. „Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var tekinn af þeim árið 2010 en nú í efnahagsástandinu sem ríkir vegna COVID-19 gefst tækifæri til þess að leiðrétta það misrétti og veita stúdentum sama öryggisnet og öðru vinnandi fólki.“
Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stúdentar senda fjögurra milljarða króna reikning á stjórnvöld Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010 19. maí 2020 12:19 „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Stúdentar senda fjögurra milljarða króna reikning á stjórnvöld Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010 19. maí 2020 12:19
„Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45