Þúsundir minnast George Floyd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2020 20:50 Fólk stendur í röðum til að votta George Floyd virðingu sína í Houston. Mario Tama/Getty Images Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. Lík Floyd er nú í Houston en hann varði æskuárunum í þessari fjölmennustu borg Texasríkis. Almenningi hefur verið boðið að votta honum virðingu sína á milli klukkan fimm og ellefu í kvöld og sögðust borgaryfirvöld búast við um tíu þúsund gestum. Dauði Floyd hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum og reyndar víðs vegar um heiminn. Fjölmargir hafa safnast saman til þess að mótmæla lögregluofbeldi og krafið stjórnvöld um aðgerðir. Meirihluti borgarstjórnar Minneapolis, þar sem Floyd lést, hét því í gærkvöldi að lögreglan í borginni yrði lögð niður. Embættið hefur ítrekað verið sakað um kynþáttamismunun og ofbeldisverk á undanförnum árum. Ekki liggur fyrir hvernig löggæslu verður háttað í framtíðinni en til stendur að leita tillagna hjá almenningi. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings brugðust við stöðunni í dag og kynntu nýtt frumvarp um breytingar á starfsemi lögreglunnar í landinu. Frumvarpið gengur meðal annars út á að auðvelda það að sækja lögregluþjóna til saka. Þá yrðu hálstök einnig bönnuð. Derek Chauvin, maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt Floyd, mætti fyrir dóm í dag rétt eftir klukkan 18 að íslenskum tíma. Hann er sakaður um morð af annarri gráðu og á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsisdóm. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Framboð Trump í miklum vandræðum Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. 8. júní 2020 16:09 Borgarfulltrúar í Minneapolis vilja leggja lögregluna niður 7. júní 2020 23:39 Vilja auka eftirlit og breyta verkferlum lögreglu Demókratar á bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, og öldungadeildinni ætla að leggja fram frumvarp sem snýr að umfangsmiklum breytingum á eftirliti með störfum lögreglu og verkferlum. 8. júní 2020 09:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. Lík Floyd er nú í Houston en hann varði æskuárunum í þessari fjölmennustu borg Texasríkis. Almenningi hefur verið boðið að votta honum virðingu sína á milli klukkan fimm og ellefu í kvöld og sögðust borgaryfirvöld búast við um tíu þúsund gestum. Dauði Floyd hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum og reyndar víðs vegar um heiminn. Fjölmargir hafa safnast saman til þess að mótmæla lögregluofbeldi og krafið stjórnvöld um aðgerðir. Meirihluti borgarstjórnar Minneapolis, þar sem Floyd lést, hét því í gærkvöldi að lögreglan í borginni yrði lögð niður. Embættið hefur ítrekað verið sakað um kynþáttamismunun og ofbeldisverk á undanförnum árum. Ekki liggur fyrir hvernig löggæslu verður háttað í framtíðinni en til stendur að leita tillagna hjá almenningi. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings brugðust við stöðunni í dag og kynntu nýtt frumvarp um breytingar á starfsemi lögreglunnar í landinu. Frumvarpið gengur meðal annars út á að auðvelda það að sækja lögregluþjóna til saka. Þá yrðu hálstök einnig bönnuð. Derek Chauvin, maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt Floyd, mætti fyrir dóm í dag rétt eftir klukkan 18 að íslenskum tíma. Hann er sakaður um morð af annarri gráðu og á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsisdóm.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Framboð Trump í miklum vandræðum Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. 8. júní 2020 16:09 Borgarfulltrúar í Minneapolis vilja leggja lögregluna niður 7. júní 2020 23:39 Vilja auka eftirlit og breyta verkferlum lögreglu Demókratar á bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, og öldungadeildinni ætla að leggja fram frumvarp sem snýr að umfangsmiklum breytingum á eftirliti með störfum lögreglu og verkferlum. 8. júní 2020 09:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Framboð Trump í miklum vandræðum Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. 8. júní 2020 16:09
Vilja auka eftirlit og breyta verkferlum lögreglu Demókratar á bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, og öldungadeildinni ætla að leggja fram frumvarp sem snýr að umfangsmiklum breytingum á eftirliti með störfum lögreglu og verkferlum. 8. júní 2020 09:15