„Setur hættulegt fordæmi“ að hætta frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júní 2020 12:31 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Það setur hættulegt fordæmi ef meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nær vilja sínum fram um að hætta frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins. Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði til í desember að ráðist yrði í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Tillaga hennar naut stuðnings tveggja annarra þingmanna stjórnarandstöðu sem dugði til að hefja frumkvæðisathugun. Meirihluti nefndarinnar ákvað þó að fela Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins og varaformanni nefndarinnar, að fara með framsögu málsins í nefndinni. Í bókun Líneikur Önnu frá fundi nefndarinnar í síðustu viku segir, að eftir umfjöllun nefndarinnar telji hún frekari könnun tilgangslausa og ekki sé tilefni til frekari umfjöllunar um frumkvæðisathugunina. Þórhildur Sunna telur málið hins vegar ekki fullrannsakað. „Meirihlutinn sem sagt rannsakar sjálfan sig og kemst að því að það sé ekkert athugavert við sína stjórnarhætti. En það er ekki mjög trúverðug niðurstaða, það verður að segjast eins og er,“ segir Þórhildur Sunna. Í bókun Líneikur segir einnig að eftir umfjöllun nefndarinnar liggi fyrir, að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum. Samkvæmt lögum meti ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hafi komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á opnum fundi í janúar í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Þau halda því líka fram að hann hafi engra hagsmuna að gæta, persónulega né fjárhagslega, gagnvart Samherja en það stangast þá á við það að ráðherra hefur sjálfur sagt sig frá stjórnsýslumálum er tengjast Samherja vegna hagsmunatengsla. Þannig að þetta stenst ekki skoðun, þessi skoðun meirihlutans. Og þar að auki þá er þessi málsmeðferð, hún setur hættulegt fordæmi gagnvart skýlausum rétti minni hlutans til að hafa eftirlit með verklagi og störfum ráðherra en þeir sitja einmitt í skjóli meirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Óljóst hvernig ber að ljúka frumkvæðisathugunum Ef rétt er sem meirihlutinn heldur fram, að framkvæmd og verklag ráðherra stangist ekki á við lög og reglur, segist Þórhildur Sunna aðspurð ekki vera viss um hvort ástæða sé til að gera breytingar á lögum um hæfi ráðherra. „Ég veit ekki hvort ég myndi leggja til lagabreytingu. Það liggur auðvitað fyrir beiðni til forseta þingsins um að úrskurða um hvernig nefndir geta lokið frumkvæðisathugunum almennt. Þetta vekur auðvitað upp spurningar, hver er réttur minnihlutans til þess að athuga verklag ráðherra og hversu langt getur meirihlutinn gengið í að loka slíkum athugunum án þess að minnihlutinn hafi fengið þau gögn sem hann óskaði eftir og þá gesti sem að minnihlutinn vildi fá til sín til að upplýsa málið,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Það setur hættulegt fordæmi ef meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nær vilja sínum fram um að hætta frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins. Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði til í desember að ráðist yrði í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Tillaga hennar naut stuðnings tveggja annarra þingmanna stjórnarandstöðu sem dugði til að hefja frumkvæðisathugun. Meirihluti nefndarinnar ákvað þó að fela Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins og varaformanni nefndarinnar, að fara með framsögu málsins í nefndinni. Í bókun Líneikur Önnu frá fundi nefndarinnar í síðustu viku segir, að eftir umfjöllun nefndarinnar telji hún frekari könnun tilgangslausa og ekki sé tilefni til frekari umfjöllunar um frumkvæðisathugunina. Þórhildur Sunna telur málið hins vegar ekki fullrannsakað. „Meirihlutinn sem sagt rannsakar sjálfan sig og kemst að því að það sé ekkert athugavert við sína stjórnarhætti. En það er ekki mjög trúverðug niðurstaða, það verður að segjast eins og er,“ segir Þórhildur Sunna. Í bókun Líneikur segir einnig að eftir umfjöllun nefndarinnar liggi fyrir, að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum. Samkvæmt lögum meti ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hafi komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á opnum fundi í janúar í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Þau halda því líka fram að hann hafi engra hagsmuna að gæta, persónulega né fjárhagslega, gagnvart Samherja en það stangast þá á við það að ráðherra hefur sjálfur sagt sig frá stjórnsýslumálum er tengjast Samherja vegna hagsmunatengsla. Þannig að þetta stenst ekki skoðun, þessi skoðun meirihlutans. Og þar að auki þá er þessi málsmeðferð, hún setur hættulegt fordæmi gagnvart skýlausum rétti minni hlutans til að hafa eftirlit með verklagi og störfum ráðherra en þeir sitja einmitt í skjóli meirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Óljóst hvernig ber að ljúka frumkvæðisathugunum Ef rétt er sem meirihlutinn heldur fram, að framkvæmd og verklag ráðherra stangist ekki á við lög og reglur, segist Þórhildur Sunna aðspurð ekki vera viss um hvort ástæða sé til að gera breytingar á lögum um hæfi ráðherra. „Ég veit ekki hvort ég myndi leggja til lagabreytingu. Það liggur auðvitað fyrir beiðni til forseta þingsins um að úrskurða um hvernig nefndir geta lokið frumkvæðisathugunum almennt. Þetta vekur auðvitað upp spurningar, hver er réttur minnihlutans til þess að athuga verklag ráðherra og hversu langt getur meirihlutinn gengið í að loka slíkum athugunum án þess að minnihlutinn hafi fengið þau gögn sem hann óskaði eftir og þá gesti sem að minnihlutinn vildi fá til sín til að upplýsa málið,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira