Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2020 19:20 Heilbrigðisráðherra segir bæði formlegar og óformlegar viðræður eiga sér stað til lausnar á kjaradeilu ríkisins og hjúkrunarfræðinga og hún voni að deilan leysist áður en til aðgerða þeirra komi eftir um hálfan mánuð. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherrsa kynntu aðgerðir í dag til að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Svandís segir að unnið hafi verið að því frá því í fyrra haust að móta aðgerðir til að fjölga nemendum í læknisfræði, hjúkrunarfræði og sjúkraliðanámi. Þá verður boðið upp á nám í sjúkraþjálfun á háskólastigi við Háskólann á Akureyri. „Við erum að tala um að ráðist verði í að undirbúa fagnám á háskólastigi fyrir tuttugu sjúkraliða á ári við Háskólann á Akureyri. Það nám hefjist haustið 2021. En strax nú í haust hefjist undirbúningur í þeim efnum,“ segir Svandís. Þá verði skref stigið til að fjölga hjúkrunarfræðingum meðal annars með því að bjóða upp á BS nám í hjúkrunarfræði fyrir þá sem hafi lokið öðru háskólaprófi og hafi verið í þróun í töluverðan tíma, auk fjölgunar í inntöku í almennt hjúkrunarnám. Heilbrigðis- og menntamálaráðherra kynntu aðgerðir í morgun til að fjölga nemendum í hjúkrunarfræði og til að koma á sjúkraliðanámi á háskólastigi frá og með haustinu 2021.Stöð 2/Baldur „En við erum hér að tala um að bæta við tuttugu nemendum í haust í þessu námi við Háskóla Íslands og tuttugu nemendur í grunnnámi við Háskólann á Akureyri til BS prófs í hjúkrunarfræði. Þannig að við erum að tala um fjörtíu til viðbótar þarna,“ sagði Svandís. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir þetta mikilvægt skref í að bæta menntakerfið og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi fjölgun kennara. Þegar ríkisstjórnin tók við hafi tíu ára spá gert ráð fyrir að þörf yrði á fleiri kennurum. „Við réðumst þar í markvissar aðgerðir og höfum algerlega náð að snúa við þróuninni. Til að mynda er 120 prósent aukning í leikskólakennarann á framhaldsskólastigi sem eru algerlega frábærar fréttir. Við erum að fjárfesta markvisst í mentun til að styrkja samfélagið okkar,“ segir Lilja. Hjúkrunarfræðingar hafa boðað til verkfallsaðgerða frá og með 22. júní en ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilu þeirra á fimmtudag. Svandís segir heilbrigðismál alltaf á dagskrá. „Þannig að þessi tillaga sprettur ekki bara upp úr því umhverfi sem við erum í núna varðandi kjaraviðræður við hjúkrunarfræðinga. Og heldur ekki þeirri staðreynd að við erum búin að vera að glíma við covid19 í vetur, heldur vegna þess að við erum búinn að undirbúa okkur undir þetta með löngum aðdraganda,“ segir Svandís. Hún vilji leggja allt að mörkum til að samningar náist sem fyrst við hjúkrunarfræðinga. „En Það eru samtöl í gangi, bæði formlega og óformleg og ég auðvitað vonast til að við náum að leysa þetta í tæka tíð.“ Þannig að það verði ekki að aðgerðum? „Já, þannig að það verði ekki að aðgerðum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri verða teknir í nám í hjúkrun og boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi Gripið verður til ráðstafana til að fjölga nemum í hjúkrunarfræði um árlega um tuttugu í Haskóla Íslands og annað eins við Háskólann á Akureyri. Auk þess verður boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi haustið 2021 fyrir norðan. 9. júní 2020 14:16 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir bæði formlegar og óformlegar viðræður eiga sér stað til lausnar á kjaradeilu ríkisins og hjúkrunarfræðinga og hún voni að deilan leysist áður en til aðgerða þeirra komi eftir um hálfan mánuð. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherrsa kynntu aðgerðir í dag til að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Svandís segir að unnið hafi verið að því frá því í fyrra haust að móta aðgerðir til að fjölga nemendum í læknisfræði, hjúkrunarfræði og sjúkraliðanámi. Þá verður boðið upp á nám í sjúkraþjálfun á háskólastigi við Háskólann á Akureyri. „Við erum að tala um að ráðist verði í að undirbúa fagnám á háskólastigi fyrir tuttugu sjúkraliða á ári við Háskólann á Akureyri. Það nám hefjist haustið 2021. En strax nú í haust hefjist undirbúningur í þeim efnum,“ segir Svandís. Þá verði skref stigið til að fjölga hjúkrunarfræðingum meðal annars með því að bjóða upp á BS nám í hjúkrunarfræði fyrir þá sem hafi lokið öðru háskólaprófi og hafi verið í þróun í töluverðan tíma, auk fjölgunar í inntöku í almennt hjúkrunarnám. Heilbrigðis- og menntamálaráðherra kynntu aðgerðir í morgun til að fjölga nemendum í hjúkrunarfræði og til að koma á sjúkraliðanámi á háskólastigi frá og með haustinu 2021.Stöð 2/Baldur „En við erum hér að tala um að bæta við tuttugu nemendum í haust í þessu námi við Háskóla Íslands og tuttugu nemendur í grunnnámi við Háskólann á Akureyri til BS prófs í hjúkrunarfræði. Þannig að við erum að tala um fjörtíu til viðbótar þarna,“ sagði Svandís. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir þetta mikilvægt skref í að bæta menntakerfið og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi fjölgun kennara. Þegar ríkisstjórnin tók við hafi tíu ára spá gert ráð fyrir að þörf yrði á fleiri kennurum. „Við réðumst þar í markvissar aðgerðir og höfum algerlega náð að snúa við þróuninni. Til að mynda er 120 prósent aukning í leikskólakennarann á framhaldsskólastigi sem eru algerlega frábærar fréttir. Við erum að fjárfesta markvisst í mentun til að styrkja samfélagið okkar,“ segir Lilja. Hjúkrunarfræðingar hafa boðað til verkfallsaðgerða frá og með 22. júní en ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilu þeirra á fimmtudag. Svandís segir heilbrigðismál alltaf á dagskrá. „Þannig að þessi tillaga sprettur ekki bara upp úr því umhverfi sem við erum í núna varðandi kjaraviðræður við hjúkrunarfræðinga. Og heldur ekki þeirri staðreynd að við erum búin að vera að glíma við covid19 í vetur, heldur vegna þess að við erum búinn að undirbúa okkur undir þetta með löngum aðdraganda,“ segir Svandís. Hún vilji leggja allt að mörkum til að samningar náist sem fyrst við hjúkrunarfræðinga. „En Það eru samtöl í gangi, bæði formlega og óformleg og ég auðvitað vonast til að við náum að leysa þetta í tæka tíð.“ Þannig að það verði ekki að aðgerðum? „Já, þannig að það verði ekki að aðgerðum,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri verða teknir í nám í hjúkrun og boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi Gripið verður til ráðstafana til að fjölga nemum í hjúkrunarfræði um árlega um tuttugu í Haskóla Íslands og annað eins við Háskólann á Akureyri. Auk þess verður boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi haustið 2021 fyrir norðan. 9. júní 2020 14:16 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Fleiri verða teknir í nám í hjúkrun og boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi Gripið verður til ráðstafana til að fjölga nemum í hjúkrunarfræði um árlega um tuttugu í Haskóla Íslands og annað eins við Háskólann á Akureyri. Auk þess verður boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi haustið 2021 fyrir norðan. 9. júní 2020 14:16