Brottfarareftirlit ef Ísland slakar á ferðatakmörkunum Schengen Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 19:24 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áfram stendur til að opna landamærin þann 15. júní næstkomandi fyrir ferðamönnum innan Schengen og byrja að skima þá við komuna til landsins. Þó er nauðsynlegt að setja upp brottfarareftirlit ef Ísland ætlar að slaka á þeim ferðatakmörkunum sem eru í gildi innan Schengen. Í dag var tilkynnt að ytri landamæri svæðisins yrðu lokuð til 1. júlí og var fjallað um ferðatakmarkanir á ytri landamærum á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Flestir ferðamenn á leið hingað til lands eftir 15. júní eru innan svæðisins og segir dómsmálaráðherra að ytri landamærin opni ekki fyrir ónauðsynlegum ferðum fyrr en frekari áform liggja fyrir. „Við munum byrja að skima innan Schengen-svæðisins og það er markmið Schengen að byrja að opna innri landamærin þessar tvær vikur frá 15. júní til 1. júlí,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir enn talsverðar lokanir vera í gildi í Bandaríkjunum og þar verði landamærin lokuð til að minnsta kosti 22. júní. Það þurfi því að bíða og sjá hvað taki við eftir þann tíma en flestir ferðamenn sem eiga bókað flug hingað til lands eftir 15. júní og fram til 1. júlí eru innan Schengen. „Þeir Bandaríkjamenn sem myndu ferðast hingað þyrftu að fara heim að minnsta kosti í sóttkví og síðan er auðvitað erfitt að koma á flugum. Það er ljóst að það eru flestir ferðamenn sem hafa hingað bókað flug frá 15. júní til 1. júlí innan Schengen-svæðisins.“ Áslaug segir koma til greina að setja upp brottfarareftirlit og slaka þannig á takmörkunum ef staðan helst óbreytt eftir 1. júlí. Ísland hafi ákveðna sérstöðu vegna landfræðilegrar stöðu sinnar sem þurfi að taka tillit til og brottfarareftirlit sé raunhæfur valkostur, sérstaklega þegar skimunargetan verður meiri. „Ég hef tilkynnt ESB og Schengen að við erum auðvitað sérstök; við erum eyja og gætum sett upp þetta brottfarareftirit en það þarf að ganga sem skyldi sem og að skimunargeta okkar auðvitað bara tvö þúsund á dag en hún mun aukast í júlí.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. 9. júní 2020 17:22 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Áfram stendur til að opna landamærin þann 15. júní næstkomandi fyrir ferðamönnum innan Schengen og byrja að skima þá við komuna til landsins. Þó er nauðsynlegt að setja upp brottfarareftirlit ef Ísland ætlar að slaka á þeim ferðatakmörkunum sem eru í gildi innan Schengen. Í dag var tilkynnt að ytri landamæri svæðisins yrðu lokuð til 1. júlí og var fjallað um ferðatakmarkanir á ytri landamærum á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Flestir ferðamenn á leið hingað til lands eftir 15. júní eru innan svæðisins og segir dómsmálaráðherra að ytri landamærin opni ekki fyrir ónauðsynlegum ferðum fyrr en frekari áform liggja fyrir. „Við munum byrja að skima innan Schengen-svæðisins og það er markmið Schengen að byrja að opna innri landamærin þessar tvær vikur frá 15. júní til 1. júlí,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir enn talsverðar lokanir vera í gildi í Bandaríkjunum og þar verði landamærin lokuð til að minnsta kosti 22. júní. Það þurfi því að bíða og sjá hvað taki við eftir þann tíma en flestir ferðamenn sem eiga bókað flug hingað til lands eftir 15. júní og fram til 1. júlí eru innan Schengen. „Þeir Bandaríkjamenn sem myndu ferðast hingað þyrftu að fara heim að minnsta kosti í sóttkví og síðan er auðvitað erfitt að koma á flugum. Það er ljóst að það eru flestir ferðamenn sem hafa hingað bókað flug frá 15. júní til 1. júlí innan Schengen-svæðisins.“ Áslaug segir koma til greina að setja upp brottfarareftirlit og slaka þannig á takmörkunum ef staðan helst óbreytt eftir 1. júlí. Ísland hafi ákveðna sérstöðu vegna landfræðilegrar stöðu sinnar sem þurfi að taka tillit til og brottfarareftirlit sé raunhæfur valkostur, sérstaklega þegar skimunargetan verður meiri. „Ég hef tilkynnt ESB og Schengen að við erum auðvitað sérstök; við erum eyja og gætum sett upp þetta brottfarareftirit en það þarf að ganga sem skyldi sem og að skimunargeta okkar auðvitað bara tvö þúsund á dag en hún mun aukast í júlí.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. 9. júní 2020 17:22 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. 9. júní 2020 17:22
Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49