„Óábyrgt að lofa að bæta hag allra, bara ef þeir kjósa mig“ Andri Eysteinsson skrifar 10. júní 2020 17:16 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sækist eftir endurkjöri 27. júní. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands fer ekki með fjárveitingarvald og það væri óábyrgt af þeim sem situr á Bessastöðum að lofa öllu fögru og segjast munu bæta hag allra bara ef þið kjósið mig,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands spurður um hlutverk forseta. „Ég myndi aldrei vanmeta óbein áhrif sem forseti hefur. Þótt menn geti ekki lofað öllu fögru þá geta þeir beitt sínum óbeinu áhrifum svo að ráðamenn, og almenningur allur kappkosti að bæta ráð allra í þessu landi“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sat fyrir svörum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag og hringdu hlustendur inn með sínar vangaveltur og spurningar. Guðni mun brátt leggja land undir fót og kynna sig og sitt framboð á landsbyggðinni en um næstu helgi verður ferðinni heitið norður til Akureyrar. Guðni sem gegnt hefur embætti forseta í eitt kjörtímabil, eða frá árinu 2016, hvatti þjóðina til að kynna sér möguleikann á að kjósa utan kjörfundar. Forsetinn var spurður að því hve virkur forseti skyldi vera í embætti og var þá sérstaklega vísað til beitingu málskotsréttar forseta í 26. grein stjórnarskrár. Guðni sagði forsetann stjórnarskrá samkvæmt ekki eiga að standa á hinu pólitíska sviði frá degi til dags. Hann verði þó að geta beitt fyrir sig stjórnarskrárákvæðinu þegar þjóðin óskar þess líkt og forveri hans Ólafur Ragnar Grímsson gerði í þrígang á tuttugu ára valdatíð sinni. Guðni hefur lagt embættisbílnum og sinnir kosningabáráttunni á rafbíl.Vísir/Kristófer Áfram var vísað til stjórnarskrár Íslands þegar opnað var fyrir símann í hljóðveri Bylgjunnar og eftir að brösuglega hefði gengið að fá spurningar velti hlustandi fyrir sér vinnubrögðum forseta í kringum Landsréttarmálið. „Alþingismenn eru bundnir af sinni sannfæringu og stjórnarskrá og það var í þeirra höndum að haga atkvæðagreiðslu á þingi eftir eigin höfði. Það lá fyrir samkomulag fulltrúa allra þingflokka að haga atkvæðagreiðslunni með þessum hætti og þá er það ekki í verkahring forseta að grípa þar inn í, “ sagði Guðni Th. og bætti við „embætti Forseta Íslands er ekki stjórnlagadómstóll.“ Þá snerist næsta spurning að Orkupakkanum og ástæðum þess að Forseti beitti ekki málskotsrétti sínum og vísaði málinu til þjóðarinnar. „Þegar undirskriftir eru það margar að þunginn sé greinilegur [er málum vísað til þjóðarinnar]. Í þessu tilfelli bárust mér undirskriftir innan við 3% kjósenda og það segir sig sjálft. Svoleiðis fyrirkomulag viljum við tæplega hafa. „Forseti er forseti fram að og fram yfir kjördag“ Nefni Guðni því næst áskoranir sem bárust forseta í embættistíð Ólafs Ragnars Grímssonar sem ekki var mætt. „Frumvarp um breytingu á veiðigjöldum, 35 þúsund undirskriftir árið 2013. Öryrkjalög, Kárahnjúkavirkun og svo framvegis“, sagði forseti lýðveldisins. Sagði forseti það ekki hafa verið svo og muni ekki verða í hans stjórnartíð að undirskriftir innan við þriggja prósenta kjósenda leiði til þess að forseti beiti 26. grein stjórnarskrár og vísi málinu til þjóðarinnar. Þá var Guðni spurður út í afstöðu hans til þeirra hugmynda að forseti skuli draga sig frá embættisskyldum sínum þegar líður að kjördegi til þess að gæta jafnræðis í kosningabaráttunni. Guðni var ósammála þeim kenningum og talaði um hlutverk og skyldur forseta í embætti. „Forseti er Forseti Íslands fram að og fram yfir kjördag ef forsetaskipti verða. Forseti Íslands hefur skyldum að gegn gagnvart landi og þjóð og sinnir þeim eftir bestu samvisku,“ sagði Guðni. Sérstaklega var rædd þátttaka Guðna í verkefnum sem snúa að landkynningu eftir faraldur kórónuveirunnar, sagði forsetinn það liggja í augum uppi að innan verkahrings forseta væri að styðja við góð mál af þessu tagi. „Við erum í þeirri stöðu að ferðaþjónustan hlaut þungt högg, vægast sagt, vegna farsóttarinnar. Við ætlum að reyna eftir bestu getu að snúa vörn í sókn. Við ætlum að hvetja Íslendinga til þess að ferðast innanlands,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ætlar ekki að staðfesta lög um skerðingu réttinda öryrkja Guðmundur Franklín Jónsson ætlar ekki að staðfesta lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara komi þau á hans borð nái hann kjöri. Hann myndi beita málskotsrétti sparlega og fannst farið offari í umræðum þegar frumvarp um þungunarrof var samþykkt í fyrra. 9. júní 2020 12:10 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Forseti Íslands fer ekki með fjárveitingarvald og það væri óábyrgt af þeim sem situr á Bessastöðum að lofa öllu fögru og segjast munu bæta hag allra bara ef þið kjósið mig,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands spurður um hlutverk forseta. „Ég myndi aldrei vanmeta óbein áhrif sem forseti hefur. Þótt menn geti ekki lofað öllu fögru þá geta þeir beitt sínum óbeinu áhrifum svo að ráðamenn, og almenningur allur kappkosti að bæta ráð allra í þessu landi“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sat fyrir svörum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag og hringdu hlustendur inn með sínar vangaveltur og spurningar. Guðni mun brátt leggja land undir fót og kynna sig og sitt framboð á landsbyggðinni en um næstu helgi verður ferðinni heitið norður til Akureyrar. Guðni sem gegnt hefur embætti forseta í eitt kjörtímabil, eða frá árinu 2016, hvatti þjóðina til að kynna sér möguleikann á að kjósa utan kjörfundar. Forsetinn var spurður að því hve virkur forseti skyldi vera í embætti og var þá sérstaklega vísað til beitingu málskotsréttar forseta í 26. grein stjórnarskrár. Guðni sagði forsetann stjórnarskrá samkvæmt ekki eiga að standa á hinu pólitíska sviði frá degi til dags. Hann verði þó að geta beitt fyrir sig stjórnarskrárákvæðinu þegar þjóðin óskar þess líkt og forveri hans Ólafur Ragnar Grímsson gerði í þrígang á tuttugu ára valdatíð sinni. Guðni hefur lagt embættisbílnum og sinnir kosningabáráttunni á rafbíl.Vísir/Kristófer Áfram var vísað til stjórnarskrár Íslands þegar opnað var fyrir símann í hljóðveri Bylgjunnar og eftir að brösuglega hefði gengið að fá spurningar velti hlustandi fyrir sér vinnubrögðum forseta í kringum Landsréttarmálið. „Alþingismenn eru bundnir af sinni sannfæringu og stjórnarskrá og það var í þeirra höndum að haga atkvæðagreiðslu á þingi eftir eigin höfði. Það lá fyrir samkomulag fulltrúa allra þingflokka að haga atkvæðagreiðslunni með þessum hætti og þá er það ekki í verkahring forseta að grípa þar inn í, “ sagði Guðni Th. og bætti við „embætti Forseta Íslands er ekki stjórnlagadómstóll.“ Þá snerist næsta spurning að Orkupakkanum og ástæðum þess að Forseti beitti ekki málskotsrétti sínum og vísaði málinu til þjóðarinnar. „Þegar undirskriftir eru það margar að þunginn sé greinilegur [er málum vísað til þjóðarinnar]. Í þessu tilfelli bárust mér undirskriftir innan við 3% kjósenda og það segir sig sjálft. Svoleiðis fyrirkomulag viljum við tæplega hafa. „Forseti er forseti fram að og fram yfir kjördag“ Nefni Guðni því næst áskoranir sem bárust forseta í embættistíð Ólafs Ragnars Grímssonar sem ekki var mætt. „Frumvarp um breytingu á veiðigjöldum, 35 þúsund undirskriftir árið 2013. Öryrkjalög, Kárahnjúkavirkun og svo framvegis“, sagði forseti lýðveldisins. Sagði forseti það ekki hafa verið svo og muni ekki verða í hans stjórnartíð að undirskriftir innan við þriggja prósenta kjósenda leiði til þess að forseti beiti 26. grein stjórnarskrár og vísi málinu til þjóðarinnar. Þá var Guðni spurður út í afstöðu hans til þeirra hugmynda að forseti skuli draga sig frá embættisskyldum sínum þegar líður að kjördegi til þess að gæta jafnræðis í kosningabaráttunni. Guðni var ósammála þeim kenningum og talaði um hlutverk og skyldur forseta í embætti. „Forseti er Forseti Íslands fram að og fram yfir kjördag ef forsetaskipti verða. Forseti Íslands hefur skyldum að gegn gagnvart landi og þjóð og sinnir þeim eftir bestu samvisku,“ sagði Guðni. Sérstaklega var rædd þátttaka Guðna í verkefnum sem snúa að landkynningu eftir faraldur kórónuveirunnar, sagði forsetinn það liggja í augum uppi að innan verkahrings forseta væri að styðja við góð mál af þessu tagi. „Við erum í þeirri stöðu að ferðaþjónustan hlaut þungt högg, vægast sagt, vegna farsóttarinnar. Við ætlum að reyna eftir bestu getu að snúa vörn í sókn. Við ætlum að hvetja Íslendinga til þess að ferðast innanlands,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson sjötti forseti lýðveldisins Íslands.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ætlar ekki að staðfesta lög um skerðingu réttinda öryrkja Guðmundur Franklín Jónsson ætlar ekki að staðfesta lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara komi þau á hans borð nái hann kjöri. Hann myndi beita málskotsrétti sparlega og fannst farið offari í umræðum þegar frumvarp um þungunarrof var samþykkt í fyrra. 9. júní 2020 12:10 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ætlar ekki að staðfesta lög um skerðingu réttinda öryrkja Guðmundur Franklín Jónsson ætlar ekki að staðfesta lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara komi þau á hans borð nái hann kjöri. Hann myndi beita málskotsrétti sparlega og fannst farið offari í umræðum þegar frumvarp um þungunarrof var samþykkt í fyrra. 9. júní 2020 12:10