Kláraði og vann sjöþraut fótbrotin: Helvíti en ég fór þetta á þrjóskunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 10:30 María Rún Gunnlaugsdóttir sagði söguna af því þegar hún vann sjöþrautina á danska meistaramótinu í fyrra og hvað hún þurfti þá að ganga í gegnum. Skjámynd/Fésbókin Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir er stjarna nýjasta þáttarins „Á æfingu“ hjá Frjálsíþróttasamband Íslands en þar fór hún yfir það hvernig hún æfir en einnig sinn feril og þar á meðal stærstu stundirnar á frjálsíþróttaferlinum. María Rún Gunnlaugsdóttir sagði meðal annars söguna af því þegar hún vann sjöþrautina á danska meistaramótinu í fyrra. María Rún var spurð út í eftirminnilegasta afrekið á ferlinum. „Það er ábyggilega bara besta þrautin mín sem ég náði í fyrra í Evrópubikarnum á Madeira þar sem ég lenti í þriðja sæti. Það gekk ekki alveg allt upp þar en það var samt bæting,“ sagði María Rún Gunnlaugsdóttir. Skjámynd/Fésbókin „Það er reyndar líka seinasta mótið mitt í fyrra þegar ég fór á danska meistaramótið í frjálsum og vann það,“ sagði María Rún en það var langt frá því að vera öll sagan af þessu móti. „Daginn áður en ég fór út þá var ég byrjuð að finna fyrir einhverju í fætinum en ég hálf hunsaði það. Síðan fór ég í gegnum fyrri daginn og það gekk allt í lagi. Ég fann alltaf smá fyrir en eftir fyrri daginn þá var ég að drepast í fætinum,“ sagði María Rún en hún hætti ekki keppni heldur harkaði af sér. Skilur ekki hvernig hún komst í gegnum þrautina „Ég ætlaði bara að koma mér í gegnum þetta af því að ég sá að ég átti möguleika á því að vinna. Ég skil samt ekki alveg, svona eftir á, hvernig ég komst í gegnum þetta því ég var að drepast. Seinni dagurinn er langstökk, spjótkast og 800 metra hlaup og þetta var stökkfóturinn,“ sagði María Rún. „Ég var alltaf með það á bak við eyrað hvort þetta væri brot eða eitthvað en ég vissi það ekkert. Það var ekki góður árangur hjá mér á þessum seinni degi en ég komst í gegnum þetta,“ sagði María Rún. María Rún keppti sem gestur á danska meistaramótinu í fjölþrautum og varð efst keppenda með 5285 stig. Sú sem varð á eftir henni og danskur meistari hlaut 5151 stig. Skjámynd/Fésbókin „800 metra hlaupið var eiginlega bara helvíti. Það tók svo langan tíma og þetta var svo vont í hverju einasta skrefi. Ég gat ekki hitað upp eða neitt. Þetta var mjög vont fyrstu 400 metrana en svo var þetta byrjað að dofna síðustu 300 metrana,“ sagði María Rún og eftir mótið kom alvarleiki meiðslanna í ljós. Gat ekki stigið í fótinn á eftir „Ég gat ekki stigið í fótinn og fór í myndatöku. Þá kom bara í ljós að ég var brotin en ég náði einhvern veginn að komast í gegnum þetta á þrjóskunni. Ég veit ekki hversu gott eða slæmt það er. Þetta var aðallega vegna þess að ég sá að ég gat unnið þetta og þess vegna reyndi ég að koma mér í gegnum þetta. Ég mun ekki gleyma því móti,“ sagði María Rún. María sigraði í hástökki og 200 metra hlaupi. Í hástökkinu stökk hún yfir 1,70 metra og í 200 metra hlaupinu kom hún í mark á 25,97 sekúndum. Hún varð svo í öðru sæti í þremur greinum. 100 metra grindahlaupið hljóp hún á 14,38 sekúndum, í spjótkasti kastaði hún 40,89 metra og í 800 metra hlaupi var tími hennar 2:25,03 mínútur. Í langstökki varð hún fjórða með 5,45 metra stökk og sjötta í kúluvarpi með 10,76 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir fór síðan yfir framhaldið hjá sér í sumar en hún ætlar að keppa á mótunum sem eru hér heima og vonast síðan til að komast út til að keppa í einni þraut á Norðurlöndunum í haust. Það má sjá allan þáttinn um Maríu Rún hér fyrir neðan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir er stjarna nýjasta þáttarins „Á æfingu“ hjá Frjálsíþróttasamband Íslands en þar fór hún yfir það hvernig hún æfir en einnig sinn feril og þar á meðal stærstu stundirnar á frjálsíþróttaferlinum. María Rún Gunnlaugsdóttir sagði meðal annars söguna af því þegar hún vann sjöþrautina á danska meistaramótinu í fyrra. María Rún var spurð út í eftirminnilegasta afrekið á ferlinum. „Það er ábyggilega bara besta þrautin mín sem ég náði í fyrra í Evrópubikarnum á Madeira þar sem ég lenti í þriðja sæti. Það gekk ekki alveg allt upp þar en það var samt bæting,“ sagði María Rún Gunnlaugsdóttir. Skjámynd/Fésbókin „Það er reyndar líka seinasta mótið mitt í fyrra þegar ég fór á danska meistaramótið í frjálsum og vann það,“ sagði María Rún en það var langt frá því að vera öll sagan af þessu móti. „Daginn áður en ég fór út þá var ég byrjuð að finna fyrir einhverju í fætinum en ég hálf hunsaði það. Síðan fór ég í gegnum fyrri daginn og það gekk allt í lagi. Ég fann alltaf smá fyrir en eftir fyrri daginn þá var ég að drepast í fætinum,“ sagði María Rún en hún hætti ekki keppni heldur harkaði af sér. Skilur ekki hvernig hún komst í gegnum þrautina „Ég ætlaði bara að koma mér í gegnum þetta af því að ég sá að ég átti möguleika á því að vinna. Ég skil samt ekki alveg, svona eftir á, hvernig ég komst í gegnum þetta því ég var að drepast. Seinni dagurinn er langstökk, spjótkast og 800 metra hlaup og þetta var stökkfóturinn,“ sagði María Rún. „Ég var alltaf með það á bak við eyrað hvort þetta væri brot eða eitthvað en ég vissi það ekkert. Það var ekki góður árangur hjá mér á þessum seinni degi en ég komst í gegnum þetta,“ sagði María Rún. María Rún keppti sem gestur á danska meistaramótinu í fjölþrautum og varð efst keppenda með 5285 stig. Sú sem varð á eftir henni og danskur meistari hlaut 5151 stig. Skjámynd/Fésbókin „800 metra hlaupið var eiginlega bara helvíti. Það tók svo langan tíma og þetta var svo vont í hverju einasta skrefi. Ég gat ekki hitað upp eða neitt. Þetta var mjög vont fyrstu 400 metrana en svo var þetta byrjað að dofna síðustu 300 metrana,“ sagði María Rún og eftir mótið kom alvarleiki meiðslanna í ljós. Gat ekki stigið í fótinn á eftir „Ég gat ekki stigið í fótinn og fór í myndatöku. Þá kom bara í ljós að ég var brotin en ég náði einhvern veginn að komast í gegnum þetta á þrjóskunni. Ég veit ekki hversu gott eða slæmt það er. Þetta var aðallega vegna þess að ég sá að ég gat unnið þetta og þess vegna reyndi ég að koma mér í gegnum þetta. Ég mun ekki gleyma því móti,“ sagði María Rún. María sigraði í hástökki og 200 metra hlaupi. Í hástökkinu stökk hún yfir 1,70 metra og í 200 metra hlaupinu kom hún í mark á 25,97 sekúndum. Hún varð svo í öðru sæti í þremur greinum. 100 metra grindahlaupið hljóp hún á 14,38 sekúndum, í spjótkasti kastaði hún 40,89 metra og í 800 metra hlaupi var tími hennar 2:25,03 mínútur. Í langstökki varð hún fjórða með 5,45 metra stökk og sjötta í kúluvarpi með 10,76 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir fór síðan yfir framhaldið hjá sér í sumar en hún ætlar að keppa á mótunum sem eru hér heima og vonast síðan til að komast út til að keppa í einni þraut á Norðurlöndunum í haust. Það má sjá allan þáttinn um Maríu Rún hér fyrir neðan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti