Skipta nöfnum leikmanna í enska út fyrir „Black Lives Matter“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 08:47 Mohamed Salah verður ekki með eftirnafn sitt aftan á Liverpool treyjunni í næsta leik liðsins í ensk úrvalsdeildinni sem verður á móti Everton á Goodison Park. Getty/Catherine Ivill Enska úrvalsdeildin hefst á ný á Þjóðhátíðardag Íslendinga í næstu viku og við munum sjá áberandi mun á keppnistreyjum leikmanna liðanna í leikjum fyrstu umferðarinnar eftir þriggja mánaða hlé. Ensku úrvalsdeildarliðin hafa nefnilega samþykkt það að skipta út nöfnum leikmanna á keppnistreyjunum. Í stað eftirnafna leikmanna verða sett einkunnarorð réttindabaráttu svartra, „Black Lives Matter“, og með því er ætlunin að vekja athygli á og sýna réttindabaráttu blökkumanna stuðning. Premier League player names to be replaced on shirts by Black Lives Matter https://t.co/CgPeJXQqRw— The Guardian (@guardian) June 11, 2020 Tillagan var samþykkt á fundi ensku úrvalsdeildarinnar liðanna í gær en enskir miðlar segja frá þessu. Þetta verður samt ekki eina breytingin á búningum leikmanna því á þeim verður einnig hjartalagað barmmerki til heiðurs starfsmanna breska heilbrigðiskerfisins sem hafa staðið í ströngu í baráttunni við kórónuveiruna. Það er ekki búið að ákveða nákvæma staðsetningu barmmerkisins en það á að vera framan á keppnistreyjum leikmanna. Leikmenn fá einnig leyfi til þess að fara niður á hnén til að sýna réttindabaráttu svartra stuðnings en í Þýskalandi hafa lið stillt sér þannig upp við miðjuhringinn fyrir marga leiki að undanförnu. The Premier League is expected to replace player names on shirts with the words 'Black Lives Matter' | @JBurtTelegraph https://t.co/DYxsIN4WcH— Telegraph Football (@TeleFootball) June 11, 2020 Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað með leik Aston Villa og Sheffield United á miðvikudaginn og strax á eftir verður síðan spilaður leikur Manchester City og Arsenal. Þessi fjögur lið áttu einmitt leik inni á hin lið deildarinnar. Eftir þessa leiki munu öll tuttugu lið deildarinnar eiga eftir að spila níu leiki. Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefst á ný á Þjóðhátíðardag Íslendinga í næstu viku og við munum sjá áberandi mun á keppnistreyjum leikmanna liðanna í leikjum fyrstu umferðarinnar eftir þriggja mánaða hlé. Ensku úrvalsdeildarliðin hafa nefnilega samþykkt það að skipta út nöfnum leikmanna á keppnistreyjunum. Í stað eftirnafna leikmanna verða sett einkunnarorð réttindabaráttu svartra, „Black Lives Matter“, og með því er ætlunin að vekja athygli á og sýna réttindabaráttu blökkumanna stuðning. Premier League player names to be replaced on shirts by Black Lives Matter https://t.co/CgPeJXQqRw— The Guardian (@guardian) June 11, 2020 Tillagan var samþykkt á fundi ensku úrvalsdeildarinnar liðanna í gær en enskir miðlar segja frá þessu. Þetta verður samt ekki eina breytingin á búningum leikmanna því á þeim verður einnig hjartalagað barmmerki til heiðurs starfsmanna breska heilbrigðiskerfisins sem hafa staðið í ströngu í baráttunni við kórónuveiruna. Það er ekki búið að ákveða nákvæma staðsetningu barmmerkisins en það á að vera framan á keppnistreyjum leikmanna. Leikmenn fá einnig leyfi til þess að fara niður á hnén til að sýna réttindabaráttu svartra stuðnings en í Þýskalandi hafa lið stillt sér þannig upp við miðjuhringinn fyrir marga leiki að undanförnu. The Premier League is expected to replace player names on shirts with the words 'Black Lives Matter' | @JBurtTelegraph https://t.co/DYxsIN4WcH— Telegraph Football (@TeleFootball) June 11, 2020 Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað með leik Aston Villa og Sheffield United á miðvikudaginn og strax á eftir verður síðan spilaður leikur Manchester City og Arsenal. Þessi fjögur lið áttu einmitt leik inni á hin lið deildarinnar. Eftir þessa leiki munu öll tuttugu lið deildarinnar eiga eftir að spila níu leiki.
Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira