Erfiðleikar í bílastæðahúsi borgarinnar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 13. júní 2020 08:00 Í borgarstjórn á þriðjudaginn 16. júní er á dagskrá umræða um bílastæðahús Reykjavíkurborgar að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Kallað er eftir umræðu um aðgerðir til að gera bílastæðahúsin aðgengilegri, einfaldari, meira aðlaðandi og skilvirkari m.a. með tilliti til neyðarþjónustu. Borgin hefur byggt mörg bílastæðahús væntanlega með það að markmiði að þau verði nýtt sem best. Nýting þeirra er hins vegar alls ekki góð. Í umsögn vegna afgreiðslu tillögu Flokks fólksins um að hafa bílastæðahúsin opin allan sólarhringinn segir „að nýting húsanna á þessum tíma sé almennt lítil, 10-15% nýting ef langtímanotendur með mánaðarkort eru taldir með.“ Ef gjaldfrjálst verður í bílastæðahúsin frá kl. 22:00 til kl. 08:00 segja skipulagsyfirvöld að gróflega megi áætla að tekjur af rekstri þeirra dragist saman um 5-10 m.kr. á ári. Það er erfitt að skilja þessa röksemdafærslu í ljósi slakrar nýtingar bílastæðahúsa. Ef notkun bílastæðahúsa er eins lítil og raun ber vitni þá ætti það ekki að valda miklum kostnaði þótt þau (eitt eða fleiri) verði gjaldfrjáls á nóttunni. Slík tilhögun myndi eflaust skila samfélaginu meiri ábata en sá 5-10 m. kr. tekjumissir sem borgin kann að verða af. Það er fleira en gjaldheimtan sem veldur því að ekki hefur tekist að nýta betur bílastæðahús og verða nokkur atriði nefnd hér. Það hringdi t.d. í mig ung kona um daginn og vildi vita hvort borgarfulltrúi gæti aðstoðað hana við að ná sambandi við Reykjavíkurborg/bílastæðasjóð þar sem hún gat ekki náð bíl sínum út úr bílastæðahúsi. Þetta var eftir lokun þjónustuvers. Þegar hún hafði komið í bílastæðahúsið voru slárnar uppi og því ekki hægt að fá miða. Þegar konan mætti aftur til að ná í bílinn höfðu slárnar verið settar niður og engin leið var fyrir konuna að aka bílnum út þar sem hún var ekki með miða til að opna slárnar. Þess utan hafði hún gleymt greiðslukorti sínu heima og gat því ekki keypt „týndan miða“ sem kostar 1000 krónur. Konan hafði hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar en vegna þess að liðið var fram á kvöld tók símsvari við. Í símsvara sagði að sé um neyðartilvik að ræða skuli hringt í 112. Aðra aðstoð sagðist konan ekki sjá að boðið væri upp á lendi fólk í erfiðleikum sem þessum. Konan var með lítið barn sem var orðið óvært og var hún því orðin nokkuð uggandi. Þegar skoðuð er í smáatriðum sú aðstoð sem fólki býðst í þessum aðstæðum kemur í ljós að ef beðið er lengur á línu þjónustuversins, fram yfir tilkynninguna um að hringja í 112 í neyðartilvikum, segir í símsvara að hægt sé að velja númer ákveðinnar deildar þar á meðal bilanadeild. Einnig má sjá þegar rýnt er í merkingar greiðsluvéla þá er þar bending á hnapp sem segir „aðstoð/help“. Hvorugra þessara hjálparúrræða eru nægjanlega sýnileg eða skýr. Búið er að benda bílastæðasjóði á þessa vankanta og mikilvægi þess að hafa leiðbeiningar um hvernig nálgast skuli aðstoð með skýrari hætti. Fleiri vankantar og ókostir bílastæðahúsa sem fæla frá Fleira er sérkennilegt þegar kemur að bílastæðahúsum. Má sem dæmi nefna að gjald í bílastæðahúsum er heimtað allan opnunartímann en gjald í bílastæðum á götum fylgir nokkurn vegin opnunartíma verslana. Bílastæðahús taka heldur ekki við greiðslum frá snjallkerfum t. d. Leggja.is. Bílastæðahús eru lokuð að nóttu, en bílastæði á götum eru alltaf tiltæk. Næturlokun veldur því að þeir sem ætla að nýta þau að kvöldi og fara heim eftir miðnætti verða að bíða til morguns til að komast heim. Síðast en ekki síst þá eru mörg bílastæðahús illa lýst og kuldaleg. Vegna þess virka þau alls ekki sem þægilegur staður til að koma í. Sterkar vísbendingar eru um að fólk sem komið er á og yfir ákveðinn aldur noti ekki bílastæðahús. Margt eldra fólk segist heldur ekki treysta sér að eiga við miðakerfi greiðsluvélanna. Allt þetta má bæta með einföldum aðgerðum sem kosta lítið miðað við byggingarkostnað húsanna. Ef vilji er til að fækka bílum á götunum á að gera bílastæðahús aðlaðandi, aðgengileg og einföld til notkunar. Til að laða að fólk sem er óvant bílastæðishúsum lagði Flokkur fólksins til að starfsmaður yrði tiltækur á ákveðinn tíma dags t.d. um helgi. Hann tæki á móti þeim sem vilja fá frekari leiðbeiningar til að getað upplifað sig örugg í bílastæðahúsi. Með þessari einföldu aðgerð er vel líklegt að þeir sem hingað til hafa, af einhverjum orsökum ekki treyst sér til að leggja í bílastæðahús myndu skoða þennan valmöguleika með opnum huga. Bæta þarf almennar upplýsingar, merkingar og leiðbeiningar sem nýtast þegar aðstæður skapast eins og hér er lýst að ofan. Þeir sem lenda í vandræðum með að koma bíl sínum út úr bílastæðahúsi verða að fá þjónustu strax. Auk tillögu fulltrúa Flokks fólksins um næturopnun bílastæðahúsa hefur fulltrúi Flokks fólksins lagt til að bjóða ókeypis stæði í t.d. 90 mínútur í bílastæðahúsum um helgar. Það yrði hvatning fyrir fólk að velja að leggja í bílastæðahúsi fremur en í götustæði. Bygging bílastæðahúsanna var veruleg fjárfesting og það er því öfugsnúið að reyna ekki að nýta þau sem best. Það er rökleysa að halda því fram að bílastæðasjóður muni tapa tekjum þótt boðið sé upp á fáeinar ókeypis klukkustundir í bílastæðahúsi eða næturopnun. Taka á tillit til ábata borgarbúa af auknu aðgengi að bílastæðahúsum. Fjölmargar aðgerðir sem í hinu stóra samhengi kosta lítið falla á dauf eyru meirihlutans vegna þess eins að þær miða að því að bæta hag bifreiðareigenda. Það er miður. Borgarmeirihluti sem segist vilja fækka bílum á götum og á þegar neðanjarðarbílahús erður að gera betur en nú er gert. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Bílar Mest lesið Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Sjá meira
Í borgarstjórn á þriðjudaginn 16. júní er á dagskrá umræða um bílastæðahús Reykjavíkurborgar að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Kallað er eftir umræðu um aðgerðir til að gera bílastæðahúsin aðgengilegri, einfaldari, meira aðlaðandi og skilvirkari m.a. með tilliti til neyðarþjónustu. Borgin hefur byggt mörg bílastæðahús væntanlega með það að markmiði að þau verði nýtt sem best. Nýting þeirra er hins vegar alls ekki góð. Í umsögn vegna afgreiðslu tillögu Flokks fólksins um að hafa bílastæðahúsin opin allan sólarhringinn segir „að nýting húsanna á þessum tíma sé almennt lítil, 10-15% nýting ef langtímanotendur með mánaðarkort eru taldir með.“ Ef gjaldfrjálst verður í bílastæðahúsin frá kl. 22:00 til kl. 08:00 segja skipulagsyfirvöld að gróflega megi áætla að tekjur af rekstri þeirra dragist saman um 5-10 m.kr. á ári. Það er erfitt að skilja þessa röksemdafærslu í ljósi slakrar nýtingar bílastæðahúsa. Ef notkun bílastæðahúsa er eins lítil og raun ber vitni þá ætti það ekki að valda miklum kostnaði þótt þau (eitt eða fleiri) verði gjaldfrjáls á nóttunni. Slík tilhögun myndi eflaust skila samfélaginu meiri ábata en sá 5-10 m. kr. tekjumissir sem borgin kann að verða af. Það er fleira en gjaldheimtan sem veldur því að ekki hefur tekist að nýta betur bílastæðahús og verða nokkur atriði nefnd hér. Það hringdi t.d. í mig ung kona um daginn og vildi vita hvort borgarfulltrúi gæti aðstoðað hana við að ná sambandi við Reykjavíkurborg/bílastæðasjóð þar sem hún gat ekki náð bíl sínum út úr bílastæðahúsi. Þetta var eftir lokun þjónustuvers. Þegar hún hafði komið í bílastæðahúsið voru slárnar uppi og því ekki hægt að fá miða. Þegar konan mætti aftur til að ná í bílinn höfðu slárnar verið settar niður og engin leið var fyrir konuna að aka bílnum út þar sem hún var ekki með miða til að opna slárnar. Þess utan hafði hún gleymt greiðslukorti sínu heima og gat því ekki keypt „týndan miða“ sem kostar 1000 krónur. Konan hafði hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar en vegna þess að liðið var fram á kvöld tók símsvari við. Í símsvara sagði að sé um neyðartilvik að ræða skuli hringt í 112. Aðra aðstoð sagðist konan ekki sjá að boðið væri upp á lendi fólk í erfiðleikum sem þessum. Konan var með lítið barn sem var orðið óvært og var hún því orðin nokkuð uggandi. Þegar skoðuð er í smáatriðum sú aðstoð sem fólki býðst í þessum aðstæðum kemur í ljós að ef beðið er lengur á línu þjónustuversins, fram yfir tilkynninguna um að hringja í 112 í neyðartilvikum, segir í símsvara að hægt sé að velja númer ákveðinnar deildar þar á meðal bilanadeild. Einnig má sjá þegar rýnt er í merkingar greiðsluvéla þá er þar bending á hnapp sem segir „aðstoð/help“. Hvorugra þessara hjálparúrræða eru nægjanlega sýnileg eða skýr. Búið er að benda bílastæðasjóði á þessa vankanta og mikilvægi þess að hafa leiðbeiningar um hvernig nálgast skuli aðstoð með skýrari hætti. Fleiri vankantar og ókostir bílastæðahúsa sem fæla frá Fleira er sérkennilegt þegar kemur að bílastæðahúsum. Má sem dæmi nefna að gjald í bílastæðahúsum er heimtað allan opnunartímann en gjald í bílastæðum á götum fylgir nokkurn vegin opnunartíma verslana. Bílastæðahús taka heldur ekki við greiðslum frá snjallkerfum t. d. Leggja.is. Bílastæðahús eru lokuð að nóttu, en bílastæði á götum eru alltaf tiltæk. Næturlokun veldur því að þeir sem ætla að nýta þau að kvöldi og fara heim eftir miðnætti verða að bíða til morguns til að komast heim. Síðast en ekki síst þá eru mörg bílastæðahús illa lýst og kuldaleg. Vegna þess virka þau alls ekki sem þægilegur staður til að koma í. Sterkar vísbendingar eru um að fólk sem komið er á og yfir ákveðinn aldur noti ekki bílastæðahús. Margt eldra fólk segist heldur ekki treysta sér að eiga við miðakerfi greiðsluvélanna. Allt þetta má bæta með einföldum aðgerðum sem kosta lítið miðað við byggingarkostnað húsanna. Ef vilji er til að fækka bílum á götunum á að gera bílastæðahús aðlaðandi, aðgengileg og einföld til notkunar. Til að laða að fólk sem er óvant bílastæðishúsum lagði Flokkur fólksins til að starfsmaður yrði tiltækur á ákveðinn tíma dags t.d. um helgi. Hann tæki á móti þeim sem vilja fá frekari leiðbeiningar til að getað upplifað sig örugg í bílastæðahúsi. Með þessari einföldu aðgerð er vel líklegt að þeir sem hingað til hafa, af einhverjum orsökum ekki treyst sér til að leggja í bílastæðahús myndu skoða þennan valmöguleika með opnum huga. Bæta þarf almennar upplýsingar, merkingar og leiðbeiningar sem nýtast þegar aðstæður skapast eins og hér er lýst að ofan. Þeir sem lenda í vandræðum með að koma bíl sínum út úr bílastæðahúsi verða að fá þjónustu strax. Auk tillögu fulltrúa Flokks fólksins um næturopnun bílastæðahúsa hefur fulltrúi Flokks fólksins lagt til að bjóða ókeypis stæði í t.d. 90 mínútur í bílastæðahúsum um helgar. Það yrði hvatning fyrir fólk að velja að leggja í bílastæðahúsi fremur en í götustæði. Bygging bílastæðahúsanna var veruleg fjárfesting og það er því öfugsnúið að reyna ekki að nýta þau sem best. Það er rökleysa að halda því fram að bílastæðasjóður muni tapa tekjum þótt boðið sé upp á fáeinar ókeypis klukkustundir í bílastæðahúsi eða næturopnun. Taka á tillit til ábata borgarbúa af auknu aðgengi að bílastæðahúsum. Fjölmargar aðgerðir sem í hinu stóra samhengi kosta lítið falla á dauf eyru meirihlutans vegna þess eins að þær miða að því að bæta hag bifreiðareigenda. Það er miður. Borgarmeirihluti sem segist vilja fækka bílum á götum og á þegar neðanjarðarbílahús erður að gera betur en nú er gert. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun