Frestar stuðningsmannafundi eftir harða gagnrýni á dagavalið Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 11:19 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta stuðningsmannafundi sem átti að fara fram í Tulsa í Oklahoma eftir tæplega eina viku, eða þann 19. júní, til þess að fundurinn fari ekki fram á degi sem fagnar endalokum þrælahalds í Bandaríkjunum. Stuðningsmannafundurinn verður sá fyrsti eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fundurinn verður því degi seinna en í upphafi átti hann að fara fram næstkomandi laugardag. Dagavalið vakti hörð viðbrögð, enda er dagurinn haldinn hátíðlegur af svörtu fólki víða um Bandaríkin til þess að fagna því að þrælahaldi lauk vestanhafs. Dagurinn er einnig þekktur sem Juneteenth. Þann dag árið 1865 tilkynnti Gordon Granger að allir þrælar í Texas skyldu verða frjálsir, tveimur og hálfum árum eftir að Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti tilkynnti afnám þrælahalds í landinu. We had previously scheduled our #MAGA Rally in Tulsa, Oklahoma, for June 19th – a big deal. Unfortunately, however, this would fall on the Juneteenth Holiday. Many of my African American friends and supporters have reached out to suggest that we consider changing the date out...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2020 Í upphafi ætlaði Trump að standa við dagsetninguna og sagði Bandaríkjamenn geta hugsað um stuðningsmannafundinn sem „fögnuð“ og að enginn forseti hefði haldið sambærilega stuðningsmannafundi í sögu stjórnmála. Í samtali við Fox News sagði hann fundi sína vera sögulega í þeim skilningi. Sakaður um að „halda partý“ fyrir hvíta þjóðernissinna Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður Demókrata og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, gagnrýndi dagsetninguna harðlega og sagði Trump vera að bjóða hvíta þjóðernissinna velkomna í Repúblikanaflokkinn. „Hann er ekki bara að nikka til hvítra þjóðernissinna – hann er að halda partý fyrir þá,“ sagði Harris. Trump segist nú hafa tekið gagnrýnina til greina eftir að margir svartir vinir hans bentu honum á að íhuga að breyta dagsetningunni. Þannig sýni hann deginum virðingu og því sem hann standi fyrir. „Ég hef þar með ákveðið að færa fundinn til laugardagsins 20. júní til þess að virða óskir þeirra,“ sagði forsetinn. Líkt og áður sagði verður stuðningsmannafundurinn sá fyrsti frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst, en síðasti fundur forsetans fór fram þann 2. mars. Síðan þá hefur verið lagt bann við fjöldasamkomum sem setti strik í reikninginn. Fundurinn er hluti af kosningabaráttu forsetans sem sækist eftir endurkjöri í nóvember næstkomandi. Þá munu Bandaríkjamenn velja á milli hans og Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, en skoðanakannanir hafa sýnt fram á að fylgi sitjandi forseta fari minnkandi og að Biden sé nú með forskot. Á meðal þess sem hefur haft töluverð áhrif á fylgi forsetans eru viðbrögð hans við mótmælum um öll Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi og mismunun í garð svartra er mótmælt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta stuðningsmannafundi sem átti að fara fram í Tulsa í Oklahoma eftir tæplega eina viku, eða þann 19. júní, til þess að fundurinn fari ekki fram á degi sem fagnar endalokum þrælahalds í Bandaríkjunum. Stuðningsmannafundurinn verður sá fyrsti eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fundurinn verður því degi seinna en í upphafi átti hann að fara fram næstkomandi laugardag. Dagavalið vakti hörð viðbrögð, enda er dagurinn haldinn hátíðlegur af svörtu fólki víða um Bandaríkin til þess að fagna því að þrælahaldi lauk vestanhafs. Dagurinn er einnig þekktur sem Juneteenth. Þann dag árið 1865 tilkynnti Gordon Granger að allir þrælar í Texas skyldu verða frjálsir, tveimur og hálfum árum eftir að Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti tilkynnti afnám þrælahalds í landinu. We had previously scheduled our #MAGA Rally in Tulsa, Oklahoma, for June 19th – a big deal. Unfortunately, however, this would fall on the Juneteenth Holiday. Many of my African American friends and supporters have reached out to suggest that we consider changing the date out...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2020 Í upphafi ætlaði Trump að standa við dagsetninguna og sagði Bandaríkjamenn geta hugsað um stuðningsmannafundinn sem „fögnuð“ og að enginn forseti hefði haldið sambærilega stuðningsmannafundi í sögu stjórnmála. Í samtali við Fox News sagði hann fundi sína vera sögulega í þeim skilningi. Sakaður um að „halda partý“ fyrir hvíta þjóðernissinna Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður Demókrata og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, gagnrýndi dagsetninguna harðlega og sagði Trump vera að bjóða hvíta þjóðernissinna velkomna í Repúblikanaflokkinn. „Hann er ekki bara að nikka til hvítra þjóðernissinna – hann er að halda partý fyrir þá,“ sagði Harris. Trump segist nú hafa tekið gagnrýnina til greina eftir að margir svartir vinir hans bentu honum á að íhuga að breyta dagsetningunni. Þannig sýni hann deginum virðingu og því sem hann standi fyrir. „Ég hef þar með ákveðið að færa fundinn til laugardagsins 20. júní til þess að virða óskir þeirra,“ sagði forsetinn. Líkt og áður sagði verður stuðningsmannafundurinn sá fyrsti frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst, en síðasti fundur forsetans fór fram þann 2. mars. Síðan þá hefur verið lagt bann við fjöldasamkomum sem setti strik í reikninginn. Fundurinn er hluti af kosningabaráttu forsetans sem sækist eftir endurkjöri í nóvember næstkomandi. Þá munu Bandaríkjamenn velja á milli hans og Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, en skoðanakannanir hafa sýnt fram á að fylgi sitjandi forseta fari minnkandi og að Biden sé nú með forskot. Á meðal þess sem hefur haft töluverð áhrif á fylgi forsetans eru viðbrögð hans við mótmælum um öll Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi og mismunun í garð svartra er mótmælt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57
Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05
Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07