Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 11:11 Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli komu með flugi Wizz air frá London sem lenti klukkan 9:40 í morgun. Vísir/Frikki Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. Farþegar vélarinnar eru þeir fyrstu sem kost höfðu á því að velja á milli þess að láta skima sig fyrir kórónuveirunni eða sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Neiti farþegar öðrum þessara kosta verður þeim vísað úr landi. Fréttastofa var á vettvangi þegar fyrstu skimuðu farþegarnir komu út úr komusalnum á Keflavíkurflugvelli. Hér fyrir neðan má sjá myndir af farþegum sem komu með fyrsta flugi dagsins. Að sögn eins farþega vélarinnar voru um 70 til 80 farþegar um borð. Meirihluti þeirra voru Íslendingar. Mesta umferðin í lengri tíma Í dag munu alls átta vélar lenda á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða mestu umferð um völlinn í nokkuð langan tíma, eða frá því flugsamgöngur röskuðust allverulega sökum kórónuveirufaraldursins. Til samanburðar við þær átta vélar sem koma til landsins í dag lenti aðeins ein vél á vellinum í gær, flug Icelandair frá London. Daginn áður voru þær þó fjórar, tvær frá Wizz Air og tvær frá Icelandair. Um 60 manns koma með beinum hætti að skimun farþega í flugstöðinni. Gert er ráð fyrir að sýnataka á hvern farþega taki á bilinu tvær til tvær og hálfa mínútu. Eins er búið að reikna út að biðtími eftir skimun á ekki að geta verið meiri en 33 mínútur. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. Farþegar vélarinnar eru þeir fyrstu sem kost höfðu á því að velja á milli þess að láta skima sig fyrir kórónuveirunni eða sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Neiti farþegar öðrum þessara kosta verður þeim vísað úr landi. Fréttastofa var á vettvangi þegar fyrstu skimuðu farþegarnir komu út úr komusalnum á Keflavíkurflugvelli. Hér fyrir neðan má sjá myndir af farþegum sem komu með fyrsta flugi dagsins. Að sögn eins farþega vélarinnar voru um 70 til 80 farþegar um borð. Meirihluti þeirra voru Íslendingar. Mesta umferðin í lengri tíma Í dag munu alls átta vélar lenda á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða mestu umferð um völlinn í nokkuð langan tíma, eða frá því flugsamgöngur röskuðust allverulega sökum kórónuveirufaraldursins. Til samanburðar við þær átta vélar sem koma til landsins í dag lenti aðeins ein vél á vellinum í gær, flug Icelandair frá London. Daginn áður voru þær þó fjórar, tvær frá Wizz Air og tvær frá Icelandair. Um 60 manns koma með beinum hætti að skimun farþega í flugstöðinni. Gert er ráð fyrir að sýnataka á hvern farþega taki á bilinu tvær til tvær og hálfa mínútu. Eins er búið að reikna út að biðtími eftir skimun á ekki að geta verið meiri en 33 mínútur. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira