Fagnaðarfundir þegar ástvinir hittust í Leifsstöð eftir langa bið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júní 2020 18:42 Þeir voru ófáir fagnaðarfundirnir á Keflavíkurflugvelli í morgun. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Landamæri Íslands voru formlega opnuð ferðamönnum í dag og urðu fagnaðarfundirnir á Keflavíkurflugvelli. Skimun gekk vel en einum Bandaríkjamanni var vísað úr landi. Fyrsta flugvél lenti í morgun og meðal farþega var móðir sem hafði ekki hitt börnin sín síðan á jólunum. Átta flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í dag og með þeim komu rúmlega 600 farþegar. „Klukkan er tuttugu mínútur í tólf og það eru tvær flugvélar lentar hér á Keflavíkurflugvelli. Von er á sex vélum til viðbótar í dag. Hér sjáum við farþega streyma út og allir bera þeir andlitsgrímur.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Baldur Skimun á farþegum gekk heilt yfir vel í dag. „Fólk sýnir þessu mikinn skilning þetta tekur auðvitað smá tíma. Hluti þeirra farþega sem komu í morgun voru ekki búnir að skrá sig fyrirfram sem tafði þeirra för,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Þeir sem höfðu forskráð sig þurftu einungis að bíða í um tvær mínútur. Hafa einhverjir valið að fara frekar í sóttkí en að fara í sýnatöku? „Enginn ennþá,“ sagði Víðir. Allir farþegar þurftu að bera andlitsgrímurELISABET INGA Einum Bandaríkjamanni var þó vísað úr landi þar sem hann uppfyllti ekki kröfur til að fara yfir landamærin. Var hann sendur til Bretlands með sömu vél og hann kom. Hefur ekki séð börnin sín síðan á jólunum Kristín Hannesdóttir var á meðal þeirra farþega sem komu til landsins með fyrsta millilandafluginu í morgun. „Ég er ekki búin a sjá börnin mín síðan á jólunum þannig ég er mjög spennt,“ sagði Kristín. Hvernig er tilfinningin að vera komin heim? „Rosalega góð. Ég er alveg ótrúlega spennt,“ sagði Kristín. Hvað er það fyrsta sem þú ætlar að gera þegar þú hittir börnin? „Knúsa þau og koma við þau og þurfa ekki að vera með grímu og hanska,“ sagði Kristín. Starfsmaður flugvallarins er feginn að sjá líf á vellinum. „Það kom okkur á óvart hvað það var mikið að gera á fyrstu vélunum þannig að við kvörtum ekki. Bara gaman að fá þetta af stað aftur. ,“ sagði Kristján Helgi Olsen Ævarsson. Hvað er fólk helst að kaupa? „Það er áfengið það klikkar aldrei. Fólk verður að nýta tollinn,“ sagði Kristján. Ófáir fagnaðarfundir fóru fram á Keflavíkurflugvelli í dag þegar ástvinir hittust eftir langa bið. Auður Þráinsdóttir hefur verið nánast innilokuð á Ítalíu í tvo mánuði. „Ég nennti reyndar ekki að fara aftur í sóttkví. Ég er búin að vera alveg lokuð inni í tvo mánuði þannig að við bara komum núna. Það er bara yndislegt,“ sagði Auður Þráinsdóttir. Hvernig er tilfinningin að vera komin heim til Íslands? „Bara æðisleg alltaf gott að koma heim,“ sagði Auður. Gott að geta gengið um án andlitsgrímu Ragnar er búsettur Í London. Þar er flest allt enn lokað og enginn fer neitt án þess að bera andlitsgrímu. Þannig þú ert feginn að koma hingað og geta tekið af þér grímuna? „Algjörlega, er það ekki,“ sagði Ragnar Ingi Arnarsson. Þú fórst í skimun? „Já þeir tóku tvö sýni. Þeir tóku úr koki og nefi. Það var ekkert frábærlega þægilegt að taka úr nefinu. Það var eins og verið væri að pota alveg upp í auga. En þetta fylgir þessu,“ sagði Ragnar. Hér ætlar hann að njóta sumarsins. „Ætli ég fari ekki í Bláa lónið, það er víst afsláttur þar heyri ég,“ sagði Ragnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36 Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36 Komin heim eftir langa fjarveru: „Ég er ekki búin að sjá börnin mín síðan á jólunum“ Kristín Hannesdóttir var á meðal þeirra farþega sem komu til landsins með flugi Wizz air frá London, en það var fyrsta flugið sem lenti hér á landi eftir að skimun hófst á Keflavíkurflugvelli. 15. júní 2020 13:31 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Landamæri Íslands voru formlega opnuð ferðamönnum í dag og urðu fagnaðarfundirnir á Keflavíkurflugvelli. Skimun gekk vel en einum Bandaríkjamanni var vísað úr landi. Fyrsta flugvél lenti í morgun og meðal farþega var móðir sem hafði ekki hitt börnin sín síðan á jólunum. Átta flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í dag og með þeim komu rúmlega 600 farþegar. „Klukkan er tuttugu mínútur í tólf og það eru tvær flugvélar lentar hér á Keflavíkurflugvelli. Von er á sex vélum til viðbótar í dag. Hér sjáum við farþega streyma út og allir bera þeir andlitsgrímur.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Baldur Skimun á farþegum gekk heilt yfir vel í dag. „Fólk sýnir þessu mikinn skilning þetta tekur auðvitað smá tíma. Hluti þeirra farþega sem komu í morgun voru ekki búnir að skrá sig fyrirfram sem tafði þeirra för,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Þeir sem höfðu forskráð sig þurftu einungis að bíða í um tvær mínútur. Hafa einhverjir valið að fara frekar í sóttkí en að fara í sýnatöku? „Enginn ennþá,“ sagði Víðir. Allir farþegar þurftu að bera andlitsgrímurELISABET INGA Einum Bandaríkjamanni var þó vísað úr landi þar sem hann uppfyllti ekki kröfur til að fara yfir landamærin. Var hann sendur til Bretlands með sömu vél og hann kom. Hefur ekki séð börnin sín síðan á jólunum Kristín Hannesdóttir var á meðal þeirra farþega sem komu til landsins með fyrsta millilandafluginu í morgun. „Ég er ekki búin a sjá börnin mín síðan á jólunum þannig ég er mjög spennt,“ sagði Kristín. Hvernig er tilfinningin að vera komin heim? „Rosalega góð. Ég er alveg ótrúlega spennt,“ sagði Kristín. Hvað er það fyrsta sem þú ætlar að gera þegar þú hittir börnin? „Knúsa þau og koma við þau og þurfa ekki að vera með grímu og hanska,“ sagði Kristín. Starfsmaður flugvallarins er feginn að sjá líf á vellinum. „Það kom okkur á óvart hvað það var mikið að gera á fyrstu vélunum þannig að við kvörtum ekki. Bara gaman að fá þetta af stað aftur. ,“ sagði Kristján Helgi Olsen Ævarsson. Hvað er fólk helst að kaupa? „Það er áfengið það klikkar aldrei. Fólk verður að nýta tollinn,“ sagði Kristján. Ófáir fagnaðarfundir fóru fram á Keflavíkurflugvelli í dag þegar ástvinir hittust eftir langa bið. Auður Þráinsdóttir hefur verið nánast innilokuð á Ítalíu í tvo mánuði. „Ég nennti reyndar ekki að fara aftur í sóttkví. Ég er búin að vera alveg lokuð inni í tvo mánuði þannig að við bara komum núna. Það er bara yndislegt,“ sagði Auður Þráinsdóttir. Hvernig er tilfinningin að vera komin heim til Íslands? „Bara æðisleg alltaf gott að koma heim,“ sagði Auður. Gott að geta gengið um án andlitsgrímu Ragnar er búsettur Í London. Þar er flest allt enn lokað og enginn fer neitt án þess að bera andlitsgrímu. Þannig þú ert feginn að koma hingað og geta tekið af þér grímuna? „Algjörlega, er það ekki,“ sagði Ragnar Ingi Arnarsson. Þú fórst í skimun? „Já þeir tóku tvö sýni. Þeir tóku úr koki og nefi. Það var ekkert frábærlega þægilegt að taka úr nefinu. Það var eins og verið væri að pota alveg upp í auga. En þetta fylgir þessu,“ sagði Ragnar. Hér ætlar hann að njóta sumarsins. „Ætli ég fari ekki í Bláa lónið, það er víst afsláttur þar heyri ég,“ sagði Ragnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36 Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36 Komin heim eftir langa fjarveru: „Ég er ekki búin að sjá börnin mín síðan á jólunum“ Kristín Hannesdóttir var á meðal þeirra farþega sem komu til landsins með flugi Wizz air frá London, en það var fyrsta flugið sem lenti hér á landi eftir að skimun hófst á Keflavíkurflugvelli. 15. júní 2020 13:31 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11
Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36
Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36
Komin heim eftir langa fjarveru: „Ég er ekki búin að sjá börnin mín síðan á jólunum“ Kristín Hannesdóttir var á meðal þeirra farþega sem komu til landsins með flugi Wizz air frá London, en það var fyrsta flugið sem lenti hér á landi eftir að skimun hófst á Keflavíkurflugvelli. 15. júní 2020 13:31