Trump kallar hermenn í Þýskalandi heim vegna NATO-deilna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 08:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar Þýskaland um að misnota Bandaríkin hernaðarlega og að koma illa fram í viðskiptum. Chip Somodevilla/Getty Images Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti á mánudag að hann hygðist kalla bandaríska hermenn í Þýskalandi heim vegna þess að Þýskaland hafi ekki styrkt NATO samkvæmt samkomulagi og sakaði landið um að misnota Bandaríkin í viðskiptum. Hann sagðist ætla að kalla 9.500 hermenn aftur heim og skilja aðeins 25 þúsund hermenn eftir. Ákvörðunin er talin grafa verulega undan trausti milli ríkjanna tveggja sem hafa stundað mikil viðskipti sín á milli. Þá grafi hún undan hernaðarsamvinnu Evrópu og Bandaríkjanna en Bandaríkin hafa verið skuldbundin því að verja evrópsk ríki frá hernaðarmætti Rússa frá því eftir síðari heimsstyrjöld. Fréttir af þessum hugmyndum forsetans birtust fyrst í miðlum vestanhafs þann 5. júní síðastliðinn en óvíst var að hann myndi lýsa þessu yfir opinberlega eftir að þingmenn repúblikana lýstu yfir áhyggjum. Niðurskurður væri í raun gjöf til Rússa. Í samtali við fréttamenn sakaði Trump Þýskaland um að hafa vanrækt greiðslur til Atlantshafsbandalagsins, NATO, og hét því að fylgja áætlun sinni eftir ef yfirvöld í Berlín hygðust ekki breyta stefnu sinni í málum NATO. „Þannig að við eigum að vernda Þýskaland á meðan það sýnir vanrækslu. Það er alveg út úr kú. Þannig að ég sagði að við myndum fækka hermönnum niður í 25 þúsund,“ sagði Trump og bætti við að Þýskaland kæmi illa fram við Bandaríkin í viðskiptum en skýrði ekki frekar frá því. Árið 2014 setti NATO það markmið að hvert aðildarríkjanna skyldi greiða 2 prósent vergrar landsframleiðslu, GDP, til varnarmála. Flest ríkjanna, þar á meðal Þýskaland, gera það ekki. NATO Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. 6. júní 2020 16:26 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti á mánudag að hann hygðist kalla bandaríska hermenn í Þýskalandi heim vegna þess að Þýskaland hafi ekki styrkt NATO samkvæmt samkomulagi og sakaði landið um að misnota Bandaríkin í viðskiptum. Hann sagðist ætla að kalla 9.500 hermenn aftur heim og skilja aðeins 25 þúsund hermenn eftir. Ákvörðunin er talin grafa verulega undan trausti milli ríkjanna tveggja sem hafa stundað mikil viðskipti sín á milli. Þá grafi hún undan hernaðarsamvinnu Evrópu og Bandaríkjanna en Bandaríkin hafa verið skuldbundin því að verja evrópsk ríki frá hernaðarmætti Rússa frá því eftir síðari heimsstyrjöld. Fréttir af þessum hugmyndum forsetans birtust fyrst í miðlum vestanhafs þann 5. júní síðastliðinn en óvíst var að hann myndi lýsa þessu yfir opinberlega eftir að þingmenn repúblikana lýstu yfir áhyggjum. Niðurskurður væri í raun gjöf til Rússa. Í samtali við fréttamenn sakaði Trump Þýskaland um að hafa vanrækt greiðslur til Atlantshafsbandalagsins, NATO, og hét því að fylgja áætlun sinni eftir ef yfirvöld í Berlín hygðust ekki breyta stefnu sinni í málum NATO. „Þannig að við eigum að vernda Þýskaland á meðan það sýnir vanrækslu. Það er alveg út úr kú. Þannig að ég sagði að við myndum fækka hermönnum niður í 25 þúsund,“ sagði Trump og bætti við að Þýskaland kæmi illa fram við Bandaríkin í viðskiptum en skýrði ekki frekar frá því. Árið 2014 setti NATO það markmið að hvert aðildarríkjanna skyldi greiða 2 prósent vergrar landsframleiðslu, GDP, til varnarmála. Flest ríkjanna, þar á meðal Þýskaland, gera það ekki.
NATO Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. 6. júní 2020 16:26 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. 6. júní 2020 16:26