Hafró leggur til minni veiði á helstu stofnum Heimir Már Pétursson skrifar 16. júní 2020 11:15 Bjarni Sæmundsson rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar. Vísir/Vilhelm Hafrannsóknarstofnun leggur til minni veiði á helstu nytjastofnum á næsta fiskveiðiári. Töluverður niðurskurður er í ráðgjöf um veiðar á þorski, gullkarfa og hlýra en aukning í ýsu og síld. Hafrannsóknarstofnun leggur til sex prósenta skerðingu á þorskveiðum á næsta fiskveiðiári miðað við yfirstandandi fiskveiðiár.Vísir/Vilhelm Hafrannsóknastofnun leggur til að heimilt verði að veiða sex prósentum minna af þorski á næsta fiskveiðiári eða rúm 256 þúsund tonn í stað rúmlega 272 þúsund tonna á yfirstandandi fiskveiðiári. Hins vegar leggur stofnunin til níu prósenta aukningu í heimildum til ýsuveiða þannig að veiða megi tæplega fjörtíu og fimm þúsund og fjögur hundruð tonn. En gert sé ráð fyrir að veiðistofn ýsu stækki á næstu tveimur árum. Þá leggur Hafró til tveggja prósenta minni veiði á ufsa, eða um sjötíu og átta þúsund og og sex hundruð tonn. Árgangar gullkarfa hefur verið með lakasta móti allt frá árinu 2009 að sögn vísindamanna Hafrannsóknarstofnunar og þar af leiðandi hafi hrygningarstofninn minnkað á undanförnum árum. Lagt er til að veiðin á næsta fiskveiðiári sem hefst í ágúst verði níu prósentum minni en í ár eða rúmlega þrjátíu og átta þúsund og þrjú hundruð tonn. Hins vegar leggur stofnunin til aukningu á veiðiheimildum grálúðu um tíu prósent og veidd verði allt að 23.530 tonn. Stofn sumargotssíldarinnar hefur minnkað um 60 prósent á undanförnum áratug en nú eru horfur á að stofninn sé að jafna sig.Vísir/Vilhelm Stofn íslensku sumargotssíldarinnar hefur minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hafi stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Engu að síður leggur Hafró til þriggja prósenta aukningu í veiðiheimildum á síldinni og veidd verði allt að þrjátíu og fimm þúsund og fimm hundruð tonn, enda fari nýliðun batnandi. Ástand hlýrastofnsins er alvarlegt að sögn Hafró sem leiggur aðeins til veiðar á rúmum þrjú hundruð tonnum og að heimilt verði að sleppa hlýra umfram veiðiheimildir. Þá hafi stofn keilu verið verulega ofmetinn síðustu ár og því leggur Hafró til umfangsmikla lækkun veiðiheimilda, eða um 41% frá fyrra ári. Efnahagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sýndu fram á árangur af fiskveiðistjórnun á vísindalegum grunni Fylgni er á milli sjálfbærra stofna og markvissrar fiskiveiðistjórnunar á vísindalegum grunni samkvæmt nýrri alþjóðlegri rannsókn. Niðurstöðurnar eru sagðar í samræmi við reynslu Íslendinga af fiskveiðistjórnun. 12. febrúar 2020 09:15 Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. 10. apríl 2020 09:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun leggur til minni veiði á helstu nytjastofnum á næsta fiskveiðiári. Töluverður niðurskurður er í ráðgjöf um veiðar á þorski, gullkarfa og hlýra en aukning í ýsu og síld. Hafrannsóknarstofnun leggur til sex prósenta skerðingu á þorskveiðum á næsta fiskveiðiári miðað við yfirstandandi fiskveiðiár.Vísir/Vilhelm Hafrannsóknastofnun leggur til að heimilt verði að veiða sex prósentum minna af þorski á næsta fiskveiðiári eða rúm 256 þúsund tonn í stað rúmlega 272 þúsund tonna á yfirstandandi fiskveiðiári. Hins vegar leggur stofnunin til níu prósenta aukningu í heimildum til ýsuveiða þannig að veiða megi tæplega fjörtíu og fimm þúsund og fjögur hundruð tonn. En gert sé ráð fyrir að veiðistofn ýsu stækki á næstu tveimur árum. Þá leggur Hafró til tveggja prósenta minni veiði á ufsa, eða um sjötíu og átta þúsund og og sex hundruð tonn. Árgangar gullkarfa hefur verið með lakasta móti allt frá árinu 2009 að sögn vísindamanna Hafrannsóknarstofnunar og þar af leiðandi hafi hrygningarstofninn minnkað á undanförnum árum. Lagt er til að veiðin á næsta fiskveiðiári sem hefst í ágúst verði níu prósentum minni en í ár eða rúmlega þrjátíu og átta þúsund og þrjú hundruð tonn. Hins vegar leggur stofnunin til aukningu á veiðiheimildum grálúðu um tíu prósent og veidd verði allt að 23.530 tonn. Stofn sumargotssíldarinnar hefur minnkað um 60 prósent á undanförnum áratug en nú eru horfur á að stofninn sé að jafna sig.Vísir/Vilhelm Stofn íslensku sumargotssíldarinnar hefur minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hafi stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Engu að síður leggur Hafró til þriggja prósenta aukningu í veiðiheimildum á síldinni og veidd verði allt að þrjátíu og fimm þúsund og fimm hundruð tonn, enda fari nýliðun batnandi. Ástand hlýrastofnsins er alvarlegt að sögn Hafró sem leiggur aðeins til veiðar á rúmum þrjú hundruð tonnum og að heimilt verði að sleppa hlýra umfram veiðiheimildir. Þá hafi stofn keilu verið verulega ofmetinn síðustu ár og því leggur Hafró til umfangsmikla lækkun veiðiheimilda, eða um 41% frá fyrra ári.
Efnahagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sýndu fram á árangur af fiskveiðistjórnun á vísindalegum grunni Fylgni er á milli sjálfbærra stofna og markvissrar fiskiveiðistjórnunar á vísindalegum grunni samkvæmt nýrri alþjóðlegri rannsókn. Niðurstöðurnar eru sagðar í samræmi við reynslu Íslendinga af fiskveiðistjórnun. 12. febrúar 2020 09:15 Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. 10. apríl 2020 09:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Sýndu fram á árangur af fiskveiðistjórnun á vísindalegum grunni Fylgni er á milli sjálfbærra stofna og markvissrar fiskiveiðistjórnunar á vísindalegum grunni samkvæmt nýrri alþjóðlegri rannsókn. Niðurstöðurnar eru sagðar í samræmi við reynslu Íslendinga af fiskveiðistjórnun. 12. febrúar 2020 09:15
Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. 10. apríl 2020 09:00