Arnfríður hæfust í Landsrétt Sylvía Hall skrifar 16. júní 2020 11:37 Fimm sóttu um embætti dómara við Landsrétt. Vísir/Vilhelm Það er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara að Arnfríður Einarsdóttir sé hæfust umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt. Arnfríður og Ástráður Haraldsson þóttu standa fremst umsækjenda en Arnfríður hafi verið færust til þess að ráða ágreiningsmálum til lykta. Fimm sóttu um embættið, þau Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Helgi Sigurðsson héraðsdómari, Ragnheiður Bragadóttir landsréttardómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari. Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 17. apríl. Í janúar á þessu ári ritaði Ástráður bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hann vakti athygli á því að tveir umsækjendur væru þegar skipaðir dómarar við réttinn þegar tvö embætti voru auglýst til umsóknar í desember á síðasta ári. Áskildi hann sér þann rétt að láta á það reyna ef umsóknir skipaðra Landsréttardómara yrðu metnar gildar af hálfu ráðuneytisins. Þá var Ása Ólafsdóttir prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands metin hæfust. Ástráður hefur áður sótt um embætti landsréttardómara, en hann var einn þeirra sem var metinn hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið lög með því að endurraða lista yfir hæfustu umsækjendur. Í umsögn dómefndar segir að þegar matsþættir séu virtir í heild séu Arnfríður og Ástráður fremst en niðurstaðan sé sú að Arnfríður sé hæfust. „Hún hefur mesta reynslu þeirra af dómstörfum og hefur m.a. starfað sem landsréttardómari og verið forseti Félagsdóms um árabil. Einnig hefur hún mikla reynslu af stjórnsýslustörfum og verulega reynslu af stjórnun auk þess sem hún hefur lokið háskólanámi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun,“ segir í umsögninni. „Síðast en ekki síst hefur Arnfríður sýnt í störfum sínum sem dómari að hún hefur gott vald jafnt á einkamála- sem sakamálaréttarfari og á auðvelt með að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt.“ Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Það er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara að Arnfríður Einarsdóttir sé hæfust umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt. Arnfríður og Ástráður Haraldsson þóttu standa fremst umsækjenda en Arnfríður hafi verið færust til þess að ráða ágreiningsmálum til lykta. Fimm sóttu um embættið, þau Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Helgi Sigurðsson héraðsdómari, Ragnheiður Bragadóttir landsréttardómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari. Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 17. apríl. Í janúar á þessu ári ritaði Ástráður bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hann vakti athygli á því að tveir umsækjendur væru þegar skipaðir dómarar við réttinn þegar tvö embætti voru auglýst til umsóknar í desember á síðasta ári. Áskildi hann sér þann rétt að láta á það reyna ef umsóknir skipaðra Landsréttardómara yrðu metnar gildar af hálfu ráðuneytisins. Þá var Ása Ólafsdóttir prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands metin hæfust. Ástráður hefur áður sótt um embætti landsréttardómara, en hann var einn þeirra sem var metinn hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið lög með því að endurraða lista yfir hæfustu umsækjendur. Í umsögn dómefndar segir að þegar matsþættir séu virtir í heild séu Arnfríður og Ástráður fremst en niðurstaðan sé sú að Arnfríður sé hæfust. „Hún hefur mesta reynslu þeirra af dómstörfum og hefur m.a. starfað sem landsréttardómari og verið forseti Félagsdóms um árabil. Einnig hefur hún mikla reynslu af stjórnsýslustörfum og verulega reynslu af stjórnun auk þess sem hún hefur lokið háskólanámi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun,“ segir í umsögninni. „Síðast en ekki síst hefur Arnfríður sýnt í störfum sínum sem dómari að hún hefur gott vald jafnt á einkamála- sem sakamálaréttarfari og á auðvelt með að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt.“
Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09
Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37