Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 23:21 John Bolton deildi oft vioð Trupm þegar hann var þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins. AP/Mark Humphrey Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku, gegn mótbárum Hvíta hússins. Ráðuneytið segir Bolton hafa brotið gegn þagnarsamkomulagi við ríkisstjórnina með því að skrifa bókin og er því haldið fram að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Farið er fram á að útgáfa bókarinnar verði stöðvuð þar til Hvíta húsið veitir skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá er þess krafist að öll eintök sem þegar hafa verið afhent utanaðkomandi aðilum verði sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar fari í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur þvertekur fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. Seinna bauðst hann svo til að bera vitni í réttarhöldum öldungadeildarinnar en þar ákváðu þingmenn Repbúlikanaflokksins að kalla ekki fyrir vitni. Trump hélt því nýverið fram að öll samtöl við hann væru, tæknilega séð, leynilegar upplýsingar, og sakaði hann Bolton um að vera lygara. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá apríl 2018 og fram í september í fyrra og bárust reglulegar fregnir af deilum hans við Trump um utanríkismál Bandaríkjanna. Þá sérstaklega varðandi Venesúela, Afganistan, Íran, Norður-Kóreu og Úkraínu. Sjá einnig: 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Sjálfur segist Bolton hafa sagt af sér en Trump fullyrðir að hann hafi rekið Bolton. Við hefðbundnar aðstæður þegar aðilar gefa út bækur um ríkisstjórnarstörf þeirra þurfa þær að fara í gegnum ákveðið eftirlitsferli. Það ferli fer yfirleitt fram án mikilla vandræða en ekki að þessu sinni. Trump sagði í gær að þessu ferli væri ekki lokið í þessu tilfelli. Einn lögmanna Hvíta hússins sendi Bolton nýverið bréf þar sem ítrekað var að Bolton hefði skrifað undir þagnarsamkomulag þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu og að ef hann opinberi leynilegar upplýsingar geti óvinir Bandaríkjanna nýtt sér þau til að skaða ríkið. Lögmaðurinn sagði að hann myndi afhenda Bolton nýtt handrit þann 19. júní, fjórum dögum áður en bókin á að fara í sölu. Lögmaður Bolton svaraði á þann veg að hann hefði þegar farið eftir öllum nauðsynlegum ferlum varðandi útgáfu bókarinnar og leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja mjög hæpið að Dómsmálaráðuneytið muni ná markmiðum sínum. Dómafordæmi í Bandaríkjunum sýni það. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku, gegn mótbárum Hvíta hússins. Ráðuneytið segir Bolton hafa brotið gegn þagnarsamkomulagi við ríkisstjórnina með því að skrifa bókin og er því haldið fram að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Farið er fram á að útgáfa bókarinnar verði stöðvuð þar til Hvíta húsið veitir skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá er þess krafist að öll eintök sem þegar hafa verið afhent utanaðkomandi aðilum verði sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar fari í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur þvertekur fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. Seinna bauðst hann svo til að bera vitni í réttarhöldum öldungadeildarinnar en þar ákváðu þingmenn Repbúlikanaflokksins að kalla ekki fyrir vitni. Trump hélt því nýverið fram að öll samtöl við hann væru, tæknilega séð, leynilegar upplýsingar, og sakaði hann Bolton um að vera lygara. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá apríl 2018 og fram í september í fyrra og bárust reglulegar fregnir af deilum hans við Trump um utanríkismál Bandaríkjanna. Þá sérstaklega varðandi Venesúela, Afganistan, Íran, Norður-Kóreu og Úkraínu. Sjá einnig: 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Sjálfur segist Bolton hafa sagt af sér en Trump fullyrðir að hann hafi rekið Bolton. Við hefðbundnar aðstæður þegar aðilar gefa út bækur um ríkisstjórnarstörf þeirra þurfa þær að fara í gegnum ákveðið eftirlitsferli. Það ferli fer yfirleitt fram án mikilla vandræða en ekki að þessu sinni. Trump sagði í gær að þessu ferli væri ekki lokið í þessu tilfelli. Einn lögmanna Hvíta hússins sendi Bolton nýverið bréf þar sem ítrekað var að Bolton hefði skrifað undir þagnarsamkomulag þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu og að ef hann opinberi leynilegar upplýsingar geti óvinir Bandaríkjanna nýtt sér þau til að skaða ríkið. Lögmaðurinn sagði að hann myndi afhenda Bolton nýtt handrit þann 19. júní, fjórum dögum áður en bókin á að fara í sölu. Lögmaður Bolton svaraði á þann veg að hann hefði þegar farið eftir öllum nauðsynlegum ferlum varðandi útgáfu bókarinnar og leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja mjög hæpið að Dómsmálaráðuneytið muni ná markmiðum sínum. Dómafordæmi í Bandaríkjunum sýni það.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira