Síbrotamaður dæmdur fyrir þjófnað á bifreiðum og sex skotvopnum Andri Eysteinsson skrifar 18. júní 2020 19:02 Maðurinn hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fimmtán sinnum frá 1996. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi vegna brota gegn hegningarlögum og umferðarlögum í fimm ákæruliðum. Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað á bifreiðum, skotvopnum, myndavélum, verkfærum svo eitthvað sé nefnt. Maðurinn, sem fæddur er árið 1977, braust inn á verkstæði Gæðasprautunar við Súðavog á gamlársdag 2017 tók þar bíllykla þriggja bifreiða sem stóðu fyrir utan verkstæðið, tók þær ófrjálsri hendi og ráðstafaði til annara manna. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Á nýársdag 2018 braust maðurinn þá inn í iðnaðarhúsnæði að Dugguvogi og stal þar munum að andvirði yfir einni milljón króna en maðurinn vísaði lögreglu á munina í Heiðmörk og Kaldárseli í Hafnarfirði. Maðurinn virðist hafa stolið öllu steini léttara úr verkstæðinu en á meðal þess sem hann tók ófrjálsri hendi voru sex skotvopn, fimm ferðatöskur, dráttarspil að andvirði 200.000 kr, borar, myndavélar og fjöldi verkfæra. Andvirði munanna, að skotvopnum og haglaskotum, undanskildum er 1.265.000 krónur. Þá er manninum gert að hafa tekið bifreið á verkstæðinu ófrjálsri hendi. Að lokum var maðurinn ákærður fyrir að hafa ekið stolinni bifreið um götur höfuðborgarsvæðisins á röngum skráningarmerkjum. Fimmtán fangelsisdómar á 24 árum Maðurinn á að baki langan sakaferil en hann hefur á síðustu 24 árum verið dæmdur til fangelsisvistar í fimmtán skipti fyrir brot á almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur þá í tvígang gengist undir sátt hjá lögreglustjóra og einu sinni viðurlagaákvörðun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. febrúar síðastliðinn var hann dæmdur til 20 mánaða fangelsisvistar og til greiðslu 1.080.000 króna fyrir brot sín, var hann þá sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði var sakfelldur fyrir brotin og var honum dæmdur fimm mánaða hegningarauki en til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 5. til 11. janúar 2018. Þá er honum gert að greiða tæpar 4,5 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi vegna brota gegn hegningarlögum og umferðarlögum í fimm ákæruliðum. Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað á bifreiðum, skotvopnum, myndavélum, verkfærum svo eitthvað sé nefnt. Maðurinn, sem fæddur er árið 1977, braust inn á verkstæði Gæðasprautunar við Súðavog á gamlársdag 2017 tók þar bíllykla þriggja bifreiða sem stóðu fyrir utan verkstæðið, tók þær ófrjálsri hendi og ráðstafaði til annara manna. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Á nýársdag 2018 braust maðurinn þá inn í iðnaðarhúsnæði að Dugguvogi og stal þar munum að andvirði yfir einni milljón króna en maðurinn vísaði lögreglu á munina í Heiðmörk og Kaldárseli í Hafnarfirði. Maðurinn virðist hafa stolið öllu steini léttara úr verkstæðinu en á meðal þess sem hann tók ófrjálsri hendi voru sex skotvopn, fimm ferðatöskur, dráttarspil að andvirði 200.000 kr, borar, myndavélar og fjöldi verkfæra. Andvirði munanna, að skotvopnum og haglaskotum, undanskildum er 1.265.000 krónur. Þá er manninum gert að hafa tekið bifreið á verkstæðinu ófrjálsri hendi. Að lokum var maðurinn ákærður fyrir að hafa ekið stolinni bifreið um götur höfuðborgarsvæðisins á röngum skráningarmerkjum. Fimmtán fangelsisdómar á 24 árum Maðurinn á að baki langan sakaferil en hann hefur á síðustu 24 árum verið dæmdur til fangelsisvistar í fimmtán skipti fyrir brot á almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur þá í tvígang gengist undir sátt hjá lögreglustjóra og einu sinni viðurlagaákvörðun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. febrúar síðastliðinn var hann dæmdur til 20 mánaða fangelsisvistar og til greiðslu 1.080.000 króna fyrir brot sín, var hann þá sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði var sakfelldur fyrir brotin og var honum dæmdur fimm mánaða hegningarauki en til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 5. til 11. janúar 2018. Þá er honum gert að greiða tæpar 4,5 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent