Síbrotamaður dæmdur fyrir þjófnað á bifreiðum og sex skotvopnum Andri Eysteinsson skrifar 18. júní 2020 19:02 Maðurinn hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fimmtán sinnum frá 1996. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi vegna brota gegn hegningarlögum og umferðarlögum í fimm ákæruliðum. Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað á bifreiðum, skotvopnum, myndavélum, verkfærum svo eitthvað sé nefnt. Maðurinn, sem fæddur er árið 1977, braust inn á verkstæði Gæðasprautunar við Súðavog á gamlársdag 2017 tók þar bíllykla þriggja bifreiða sem stóðu fyrir utan verkstæðið, tók þær ófrjálsri hendi og ráðstafaði til annara manna. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Á nýársdag 2018 braust maðurinn þá inn í iðnaðarhúsnæði að Dugguvogi og stal þar munum að andvirði yfir einni milljón króna en maðurinn vísaði lögreglu á munina í Heiðmörk og Kaldárseli í Hafnarfirði. Maðurinn virðist hafa stolið öllu steini léttara úr verkstæðinu en á meðal þess sem hann tók ófrjálsri hendi voru sex skotvopn, fimm ferðatöskur, dráttarspil að andvirði 200.000 kr, borar, myndavélar og fjöldi verkfæra. Andvirði munanna, að skotvopnum og haglaskotum, undanskildum er 1.265.000 krónur. Þá er manninum gert að hafa tekið bifreið á verkstæðinu ófrjálsri hendi. Að lokum var maðurinn ákærður fyrir að hafa ekið stolinni bifreið um götur höfuðborgarsvæðisins á röngum skráningarmerkjum. Fimmtán fangelsisdómar á 24 árum Maðurinn á að baki langan sakaferil en hann hefur á síðustu 24 árum verið dæmdur til fangelsisvistar í fimmtán skipti fyrir brot á almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur þá í tvígang gengist undir sátt hjá lögreglustjóra og einu sinni viðurlagaákvörðun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. febrúar síðastliðinn var hann dæmdur til 20 mánaða fangelsisvistar og til greiðslu 1.080.000 króna fyrir brot sín, var hann þá sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði var sakfelldur fyrir brotin og var honum dæmdur fimm mánaða hegningarauki en til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 5. til 11. janúar 2018. Þá er honum gert að greiða tæpar 4,5 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi vegna brota gegn hegningarlögum og umferðarlögum í fimm ákæruliðum. Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað á bifreiðum, skotvopnum, myndavélum, verkfærum svo eitthvað sé nefnt. Maðurinn, sem fæddur er árið 1977, braust inn á verkstæði Gæðasprautunar við Súðavog á gamlársdag 2017 tók þar bíllykla þriggja bifreiða sem stóðu fyrir utan verkstæðið, tók þær ófrjálsri hendi og ráðstafaði til annara manna. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Á nýársdag 2018 braust maðurinn þá inn í iðnaðarhúsnæði að Dugguvogi og stal þar munum að andvirði yfir einni milljón króna en maðurinn vísaði lögreglu á munina í Heiðmörk og Kaldárseli í Hafnarfirði. Maðurinn virðist hafa stolið öllu steini léttara úr verkstæðinu en á meðal þess sem hann tók ófrjálsri hendi voru sex skotvopn, fimm ferðatöskur, dráttarspil að andvirði 200.000 kr, borar, myndavélar og fjöldi verkfæra. Andvirði munanna, að skotvopnum og haglaskotum, undanskildum er 1.265.000 krónur. Þá er manninum gert að hafa tekið bifreið á verkstæðinu ófrjálsri hendi. Að lokum var maðurinn ákærður fyrir að hafa ekið stolinni bifreið um götur höfuðborgarsvæðisins á röngum skráningarmerkjum. Fimmtán fangelsisdómar á 24 árum Maðurinn á að baki langan sakaferil en hann hefur á síðustu 24 árum verið dæmdur til fangelsisvistar í fimmtán skipti fyrir brot á almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur þá í tvígang gengist undir sátt hjá lögreglustjóra og einu sinni viðurlagaákvörðun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. febrúar síðastliðinn var hann dæmdur til 20 mánaða fangelsisvistar og til greiðslu 1.080.000 króna fyrir brot sín, var hann þá sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði var sakfelldur fyrir brotin og var honum dæmdur fimm mánaða hegningarauki en til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 5. til 11. janúar 2018. Þá er honum gert að greiða tæpar 4,5 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming Sjá meira