Að brosa til viðskiptavina Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. júlí 2020 10:00 Þér getur gengið betur og liðið betur ef þú brosir til viðskiptavina. Vísir/Getty Við þekkjum það öll af eigin raun að það skiptir máli hvernig við upplifum starfsfólk fyrirtækja sem við eigum viðskipti við eða verslum hjá og þá ekki síst hversu jákvæð sú upplifun er. Sem aftur þýðir að það hvernig viðskiptavinir upplifa okkur sem starfsfólk fyrirtækja getur skipt sköpum. Eitt af því sem getur hjálpað mikið til við að fólk upplifi okkur á jákvæðan hátt er bros. Já, það að við brosum til viðskiptavina getur aukið ánægju þeirra svo um munar og það á við bæði um það þegar við hittum viðskiptavini eða ræðum við viðskiptavini í síma. Það besta við brosið er að það gerir okkur sjálfum svo gott. Þannig hafa rannsóknir sýnt að það að brosa getur peppað sjálfsöryggið okkar upp um 10%. Fyrir fólk sem starfar við einhvers konar sölu getur þetta atriði eitt og sér verið mjög mikilvægt. Þá er það vitað að viðskiptavinir leitast frekar við að fá þjónustu eða mynda tengsl við starfsfólk sem það upplifir sem jákvæða einstaklinga. Að brosa til viðskiptavina er þar lykilatriði. Ekki er það síðan verra að þegar að við brosum þá komumst við ósjálfrátt í betra skap. Að brosa sem oftast er því partur af okkar eigin vellíðan. Í starfi getur brosið líka skilað okkur meiri velgengni því það sem við gerum sjálfkrafa þegar fólk brosir til okkar, er að brosa á móti. Viðskiptavinur sem smitast af okkar eigin ánægju er líklegri til að versla meir eða vilja vera í viðskiptum við okkur. En hvers vegna skiptir bros líka máli símleiðis? Þegar að við tölum við fólk í síma heyrum við það vel hvort viðkomandi er brosandi eða jákvæð/ur í fasi eða ekki. Að sama skapi erum við fljót að átta okkur á því ef viðkomandi er frekar fýldur eða alvarlegur. Fyrir fólk sem starfar við einhvers konar sölumennsku, fer mikil vinna fram símleiðis. Að brosa á meðan talað er hjálpar okkur að virka jákvætt á viðskiptavininn. Jafn auðvelt og það er að brosa, getur það líka verið hægara sagt en gert því auðvitað er dagsformið okkar mismunandi. Fyrsta skrefið er þó að taka ákvörðun um það að brosa meira og oftar í vinnunni og finna leiðir til að þjálfa okkur í að brosa oftar. Góðu ráðin Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Við þekkjum það öll af eigin raun að það skiptir máli hvernig við upplifum starfsfólk fyrirtækja sem við eigum viðskipti við eða verslum hjá og þá ekki síst hversu jákvæð sú upplifun er. Sem aftur þýðir að það hvernig viðskiptavinir upplifa okkur sem starfsfólk fyrirtækja getur skipt sköpum. Eitt af því sem getur hjálpað mikið til við að fólk upplifi okkur á jákvæðan hátt er bros. Já, það að við brosum til viðskiptavina getur aukið ánægju þeirra svo um munar og það á við bæði um það þegar við hittum viðskiptavini eða ræðum við viðskiptavini í síma. Það besta við brosið er að það gerir okkur sjálfum svo gott. Þannig hafa rannsóknir sýnt að það að brosa getur peppað sjálfsöryggið okkar upp um 10%. Fyrir fólk sem starfar við einhvers konar sölu getur þetta atriði eitt og sér verið mjög mikilvægt. Þá er það vitað að viðskiptavinir leitast frekar við að fá þjónustu eða mynda tengsl við starfsfólk sem það upplifir sem jákvæða einstaklinga. Að brosa til viðskiptavina er þar lykilatriði. Ekki er það síðan verra að þegar að við brosum þá komumst við ósjálfrátt í betra skap. Að brosa sem oftast er því partur af okkar eigin vellíðan. Í starfi getur brosið líka skilað okkur meiri velgengni því það sem við gerum sjálfkrafa þegar fólk brosir til okkar, er að brosa á móti. Viðskiptavinur sem smitast af okkar eigin ánægju er líklegri til að versla meir eða vilja vera í viðskiptum við okkur. En hvers vegna skiptir bros líka máli símleiðis? Þegar að við tölum við fólk í síma heyrum við það vel hvort viðkomandi er brosandi eða jákvæð/ur í fasi eða ekki. Að sama skapi erum við fljót að átta okkur á því ef viðkomandi er frekar fýldur eða alvarlegur. Fyrir fólk sem starfar við einhvers konar sölumennsku, fer mikil vinna fram símleiðis. Að brosa á meðan talað er hjálpar okkur að virka jákvætt á viðskiptavininn. Jafn auðvelt og það er að brosa, getur það líka verið hægara sagt en gert því auðvitað er dagsformið okkar mismunandi. Fyrsta skrefið er þó að taka ákvörðun um það að brosa meira og oftar í vinnunni og finna leiðir til að þjálfa okkur í að brosa oftar.
Góðu ráðin Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira