Sýni úr smituðu lögreglumönnunum voru neikvæð á mánudag Kristín Ólafsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 19. júní 2020 12:21 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir/Magnús Hlynur Allir lögreglumennirnir sem komu að aðgerðum vegna manna sem komu hingað sem ferðamenn í byrjun júní munu aftur fara í kórónuveirupróf eftir helgi. Sýni úr tveimur lögreglumönnum sem greindust með veiruna í gær voru neikvæð fyrir veirunni síðasta mánudag. Lögreglan hafði afskipti af þremur mönnum vegna málsins en þeir komu hingað til lands sem ferðamenn og áttu að vera í sóttkví þegar málið kom upp. Tveir mannanna, sem eru rúmenskir ríkisborgarar, reyndust smitaðir og nú er ljóst að þrír lögreglumenn hið minnsta hafa smitast af þeim. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segist aðspurður auðvitað vona að ekki hafi fleiri lögreglumenn smitast í aðgerðunum. „En þau fóru náttúrulega ellefu í sóttkví og fóru öll í próf á mánudaginn og aftur í próf í gær það bættust þá tveir við, þannig að það er aftur próf á mánudaginn og vonum hið besta. En við erum náttúrulega undirbúin undir hið versta.“ Þannig að þessi sem greindust í gær höfðu greinst neikvæð áður? „Já, þau greindust neikvæð á mánudaginn. Þetta er áfall fyrir þau og fólkið þeirra og okkur. Við vorum að vonast til þess að þau væru sloppin en það virðist ekki vera svo einfalt.“ Hvernig heilsast þeim sem eru smituð? „Þau tvö sem greindust í gær eru einkennalaus, enn þá allavega, en sú sem greindist fyrst er með hálsbólgu og eitthvað svona minniháttar.“ Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist fyrst af veirunni, sagði í samtali við Vísi á þriðjudag að það hafi verið áfall að greinast með veiruna í starfi. Líf hennar hafi verið sett á ís og það sé erfitt að geta ekki umgengist fjölskyldu sína. Þá lýsti hún veikindunum sem hefðbundinni flensu, með tilheyrandi hálsbólgu og beinverkjum. Írís, auk lögreglumannanna hinna lögreglumannanna tveggja, eru nú í einangrun en 25 eru í sóttkví, þar af fjórtán lögreglumenn. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00 Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26 Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Allir lögreglumennirnir sem komu að aðgerðum vegna manna sem komu hingað sem ferðamenn í byrjun júní munu aftur fara í kórónuveirupróf eftir helgi. Sýni úr tveimur lögreglumönnum sem greindust með veiruna í gær voru neikvæð fyrir veirunni síðasta mánudag. Lögreglan hafði afskipti af þremur mönnum vegna málsins en þeir komu hingað til lands sem ferðamenn og áttu að vera í sóttkví þegar málið kom upp. Tveir mannanna, sem eru rúmenskir ríkisborgarar, reyndust smitaðir og nú er ljóst að þrír lögreglumenn hið minnsta hafa smitast af þeim. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segist aðspurður auðvitað vona að ekki hafi fleiri lögreglumenn smitast í aðgerðunum. „En þau fóru náttúrulega ellefu í sóttkví og fóru öll í próf á mánudaginn og aftur í próf í gær það bættust þá tveir við, þannig að það er aftur próf á mánudaginn og vonum hið besta. En við erum náttúrulega undirbúin undir hið versta.“ Þannig að þessi sem greindust í gær höfðu greinst neikvæð áður? „Já, þau greindust neikvæð á mánudaginn. Þetta er áfall fyrir þau og fólkið þeirra og okkur. Við vorum að vonast til þess að þau væru sloppin en það virðist ekki vera svo einfalt.“ Hvernig heilsast þeim sem eru smituð? „Þau tvö sem greindust í gær eru einkennalaus, enn þá allavega, en sú sem greindist fyrst er með hálsbólgu og eitthvað svona minniháttar.“ Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist fyrst af veirunni, sagði í samtali við Vísi á þriðjudag að það hafi verið áfall að greinast með veiruna í starfi. Líf hennar hafi verið sett á ís og það sé erfitt að geta ekki umgengist fjölskyldu sína. Þá lýsti hún veikindunum sem hefðbundinni flensu, með tilheyrandi hálsbólgu og beinverkjum. Írís, auk lögreglumannanna hinna lögreglumannanna tveggja, eru nú í einangrun en 25 eru í sóttkví, þar af fjórtán lögreglumenn.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00 Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26 Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31
Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00
Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26
Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20